Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 62
ÞANKASTRIK Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim nœsta. 1 Þankastriki gefst hjúkrunarfrœðingum fœri á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta Jjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða staifsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafrœði þess. Sonja Guðjónsdóttir skrifaði Þankastrik síðasta blaðs en nú tekur Ólafía Pálsdóttir upp þráðinn. Eim er verið að SpAY'A Ólafía Pálsdóttir Við heyrum sífellt fleiri og fleiri kvarta og kveina yfir öllu og |)á helst yfir heilbrigðiskerfinu. Þar eru stjórnmálamenn í stjórnarandstöðu hverju sinni fremstir í ílokki. Það er eins og þeir vilji ekki sjá það jákvæða sem verið er að gera. A hvað eru þeir að horfa og hlusta þegar þeir koma í heimsóknir á sjúkrahúsin og aðrar lieil- brigðisstofnanir? Auðvitað er ýmislegt aðfinnsluvert í „kerfinu“. Það er á brauðfótum og hefur lengi verið. Við sem vinnum og höfum unnið lengi í heilbrigðis- geiranum sjáum að margt er hægt að færa til betri vegar. Ekki þarf að kosta milljörðum lil þess. Umbun í margvíslegu formi skilar ánægðu starfs- fólki og leiðir til meiri framleiðni. Þegar sparnaðar- tillögur eru lagðar fram er betra að starfsfólk fái að taka þátt í mótun þeirra en að heyra fyrst um þær í fjölmiðlum. Til að ná fram sparnaði þurfa boðleiðir áð vera skýrar og markmiðin raunhæf og kristaltær. Mörg undanfarin ár hefur sparnaður á spítölum m.a. komið fram í sumarlokunum á deildum. Vitað er að til lengri tíma litið er þetta óraunhæft t.d. vegna mikils álags J)egar deild opnar aftur. I kjölfarið J)arf oft að þjálfa upp reynsluminna starfs- fólk. Það kostar peninga. Auðvitað er til trygglynt starfsfólk sem kemur aftur og aftur þrátt fyrir lokanir sí og æ. Veikindi heilbrigðisstarfsfólks má oft rekja til mikils vinnuálags. Þegar veikindi á einingu/deild fer yfir ákveðið prósentustig eiga viðvörunarbjöllur að hringja hjá stjórnendum. Bjöllurnar hafa sjálfsagt hringt, en ekki nógu hátt, því enn eru blessaðir stjórnendurnir að reyna að finna nýjar leiðir til að spara og spara eða yfirfara sparnaðartillögur frá fræðingum liti í bæ. Til þess skortir ekki peninga. Það skortir heldur ekki peninga hjá stjórn- málamönnum J)egar einhverjar nýjungar eru í boði. Þá er ekki alltaf verið að hugsa um heildarhagsmuni. Olt er aðeins verið að hugsa um atkvæðin. Við heyrum líka að hjúkrunarfræðingar hafi týnt Florence Nightingale hugsjóninni enda getum við hvorki greitt reikningana né nauðsynjar okkar með henni. Kjaramálanefnd vann mikið og erfitt starf sl. vetur og fram á vor. Dag eftir dag var staðið í stappi við „kerfisþræla“. Asta, Vigdís, Hildur, Elínborg, Halla og allar hinar í kjaramálanefndinni; þið fáið lirós fyrir ])i autseigju ykkar og að halda geðheils- unni. Vinna ykkar lofar góðu. Ég er samt hrædd við þennan samning. Eg er hrædd við viðbrögð sem Jæssi: „Jú Jóhanna, þú ert framúrskarandi starfs- maður og átt skilið að fá betri laun, en...J)ví miður er þröngt í búi hjá okkur núna.“ Eða: „Jónasína, þú ert frábær stjórnandi og deildin þín er vel rekin en skilaði J)ví miður 20% halla sl. mánuð. Þú verður að auka framleiðni og minnka útgjöld.“ Eitthvað í J)essa átt gætu verið lokaorðin í mörg- um samtölum milli stjórnenda og hjúkrunarfræðinga í náinni framtíð. Hvað er til ráða? Verktakavinna eða einkavæðing...? Olafia skorar á Hönnii Þórarinsdóttur, hjúkrunatfrœðing og safnaðarsystitr i Háteigskirkju að skrifa nwsta Þankastrik. 310 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA S.TBL. 73.ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.