Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 63
tryggir
betri árangur
Lausn til munnskolunar; (A 01 A B 03)
1 ml inniheldur: Chlorhexidini gluconati solutio 20%,
samsvarandi Chlorhexidinum INN, glúkónat, 2 mg, Aethanolum
52,8 mg, Sorbitolum 70% 150 mg, Xylitolum 35 mg, bragðefni og
hjálparefni q.s., Aqua purificata ad 1 ml.
Eiginleikan Klórhexidín er sýkladrepandi efni, virkt bæði gegn
Gram-jákvæðum og Gram-neikvæðum bakteríum. Einnig virkt
gegn ýmsum sveppum, t.d. candida. Verkun kemur fljótt og varir
í nokkrar klukkustundir. Við endurtekna notkun aukast áhrif
efnisins. Blóð og gröftur draga úr áhrifum efnisins. Frásog frá
meltingarvegi er mjög lítið, minna en 1% finnst i þvagi og þéttni í
blóði finnst ekki.
Ábendingar: Sýkladrepandi lyf, notað við tannholdsbólgu, til að
hamla gegn tannsteinsmyndun og til að koma í veg fyrir sýkingar
við aðgerðir í munni. Ennfremur notað til munnhreinsunar þegar
erfitt er um tannburstun, t.d. við sjúkdóma eða vegna slysa, mikla
tannsteinsmyndun, blæðandi tannhold og tannlos.
Frábendingar Ofnæmi fyrir klórhexidíni eða öðrum
innihaldsefnum lyfsins.
Aukaverkanir: Algengar (>1%): Getur valdið brúnum blettum á
tönnum og tungu, sem hverfa af tungunni, þegar notkun er hætt,
en tannblettina getur þurft að hreinsa burt hjá tannlækni.
Breytingar á bragðskyni og sviði á tungu geta komið fyrir í byrjun
meðferðar en hverfa oftast við áframhaldandi notkun. Sjaldgæfar
(0,1-1%): Ofnæmi, húðerting, tannholdsbólgur. Áhrif á bakteríu-
flóru í munni og koki eftir langtíma notkun lyfsins eru ekki
fullkomlega Ijós og er því ekki mælt með langvarandi notkun þess.
Milliverkanir: Anjónísk hreinsiefni (detergents) draga úr áhrifum
klórhexidíns.
Skammtastærðir handa fullorðnum og börnum: Munnskolun
tvisvar sinnum á dag með 10 ml af lausn, eina mínútu í senn eftir
tannburstun með venjulegu tannkremi. Við aðgerðir í munni:
Munnskolun í 5 daga fyrir og 5 daga eftir aðgerð með 10 ml af
lausn í eina mínútu í senn tvisvar sinnum á dag eftir tannburstun
með venjulegu tannkremi. Við tannholdsbólgu og sýkingar í
tannholdi: Munnskolun tvisvar sinnum á dag með 10 ml af lausn,
eina mínútu í senn í u.þ.b. mánuð.
Athugið: Varist að lyfið berist í augu og eyru. Lyfið má ekki
komast í snertingu við heila, heilahimnur eða innra eyra, t.d. við
skurðaðgerðir í þessum líffærum.
Pakkningar og verð (1.10.1995): 300 ml kr. 272.-
M$
Hexadent
Við tölum fyrir munn allra
Gott bragð
Hexadent munnskolið
inniheldur klórhexidín sem er
sýkla- og sveppadrepandi lyf.
Bragðgóð og áhrifarík lausn.
• Flúorlausn • • •
Flúorlausn til munnskolunar; (A 01 A A 01)
1 ml inniheldur: Natrii fluoridum 0,5 mg, samsvarandi 0,23 mg flúor.
Eiginleikan Flúoríð getur varnað tannskemmdum. Verkunin er
talin byggjast á því að flúoríð styrki glerung tannanna. Einnig er
talið hugsanlegt að verkunin byggist á sýkladrepandi verkun
lyfsins.
Ábendingar: Til varnar tannskemmdum (caries),
einkum í tengslum við tannréttingar.
Frabendingar: Lyfið má ekki nota á svæðum þar sem drykkjarvatn
inniheldur meira en 0,75 mg/l af flúoríði. Skert nýrnastarfsemi.
Meðganga og brjóstagjöf: Lyfið skal ekki nota fyrstu þrjá mánuði
meðgöngu. Lyfið skilst í litlu magni út í móðurmjólk.
Aukaverkanir. Dökkir blettir á glerungi (ofskömmtun).
Milliverkanir: Ekki þekktar.
Eiturverkanir Banvænn skammtur er talinn vera 4-5 g fyrir full-
orðna, en 50 mg/kg líkamsþunga fyrir börn. 2 mg/kg geta gefið
veruleg eitrunareinkenni. Aukið munnvatnsrennsli, ógleði, uppköst,
magaverkir, niðurgangur. Krampakippir af völdum hýpókalsaemíu.
Meðferð: Magatæming og magaskolun. Kalktil inntöku.
Skammtastærðir 10 ml til munnskolunar eftir siðustu tannburstun
dagsins. Munnurinn er skolaður í 2-3 mínútur og lausninni síðan
spýtt. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára vegna hættu á að
þau kyngi lyfinu.
Pakkningar og verð (1.10.1995): 500 ml kr. 588.-
Endurbætt Flúorlausn í nýjum
umbúðum með mæliglasi.
Inniheldur nú xylitol sætuefni.