Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 32
að skyggnast dálítið um í Englandi, átta sig á stemn- ingunni þar og þeim miklu vinsældum sem hún hafði áunnið sér. Það er nánast kapítuli út aí' fyrir sig. Frá þeim degi er Florence lagði upp í för sína hafði hún verið lifandi goðsögn og orðstír hennar jókst eftir því sem nánari fregnir bárust af starfinu í Skutari. Þegar spurðist að hún væri veik og henni vart hugað líf greiji fólk örvænting. „Þjóðin heldur niðri í sér andanum“, stóð í blöðunum. Þegar fréttist að hún væri úr hættu létti fólki svo að það grét á almannafæri! Okunnugt fólk kallaði hvert til annars á götum úti: „Hún nær heilsu! Þetta er að lagast!“ Eg varð snortin af að almenningur hafði liugsað til mín af þvílíkri vinsemd. Florence var þjóðhetja og kunn í hverjum krók og kiina á Stóra-Bretlandi. Hermennirnir höfðu skrifað heim og sagt frá henni og sjálf hafði hún sent urmul af kveðjum frá þeim sjúkum og deyjandi til fjöl- skyldnanna heima. Líklega eru ekki aðrar minningar frá Krímstríðinu áhrifameiri en einmitt hréfin sem fóru á milli hennar og aðstandenda hermannanna. „Ekkert veitir mér meiri huggun í sorginni en að vita að þér hafið sjálfar setið hjá honum þegar hann skildi við svona fjarri fósturjörðinni,“ skrifar móðir. „Er yður ljóst hversu ensku hermennirnir dá yður og elska?“ spyr önnur. „Ég fæ aldrei full])akkað yður að þér sýnduð bróður mínum alúð og vinsemd, skrif- uðuð okkur og létu vita um hann,“ skrifar ein systir. I einu af bréfunum sem Florence skrifaði stend- ur: „I fyrsta skipti sem ég sá son yðar var ég á göngu minni um sjúkrasalina í Balaklava. Hann hafði komið inn um morguninn og hafði meðvitund allan tímann. Iiárri og skœrri röddu baðst hann fyrir, líkast predikun sagði hjúkrunarkonan sem gerði honum til góða. Hann mœtti dauða sínum með full- kominni ró og þegar hann mátti ekki lengur mœla þrýsti hann hönd mína. Nœstu nótt lést hann og var lagður til hinstu hvílu í kirkjugarðinum hérna við hlið einnar af mínum eigin hjúkrunarkonum. Ef þér óskið að lúta setja legstem ú gröf hans vinsamlegast látið mig þá vita nánar og ég skal koma því í kring fyrir yður. Með dýpstu samúð, yðar einlœg ...“ Konurnar heima spurðu eftir eiginmönnum, feðr- um, bræðrum og sonum. Voru þeir á lífi? „Til að þér getið vitað við hvern ég á,“ skrifaði ein móðir, „get ég sagt yður að hann er hávaxinn, ljós yfirlitum, aðlaðandi ungur júltur.“ Eina sem ég gat svarað: „Dáinn í sjúkrahúsinu, rólegur og ceðrulaus.“ Ein skrifar: „Viltu hara segja lionum að börnin séu þæg og góð.“ Ung stúlka sendir þessa litlu kveðju: „Ef hann er á lífi, nefnið aðeins nafnið mitt, Lillý.“ Eg vona að mér hafi auðnast að koma því til skila. * Florence var nú í raun og veru ekkert að vanbún- aði að fara heim og fjölskylda hennar sárbændi hana um að koma eins fljótt og unnt væri. En ég vildi ekki fara fyrr en seinasti maður vœri farinn frá Skutari. Eg vildi deila kjörum með her- mönnunum uns yfirlyki. Ef ég hefði farið, þó ekki vœri nema degi á undan þeim, fyndist mér ég vera liðhlaupi. Hjúkrunarkonurnar fóru lieiin í smáhójium. Sumar með hina undarlegustu minjagripi! Ein var með blótidauk af sléttunum hjá Balaklava og Jane Evans, sem reyndar átti landskika heima, hafði meðferðis nautkálf sem henni hafði sjálfri tek- ist að ala upp. Bœði hún og kálfurinn fengu frítt far heim! Þær voru allar með meðmæli frá Florence svo auðveldara yrði fyrir þær, þegar heim kæmi, að fá heiðvirð störf. Hún var óspör á lofið. Uinhyggjan fyrir hverri einstakri þeirra var mikilsverð. Engin þeirra verðskuldaði tómlæti eða útskúfun. Þœr höfðu allar staðið í stöðu sinni meðan þörf krafði og ekki gefist upp. Þær tóku líka heim með sér fyrir Florence það sem lnin kallaði „herfang“ sitt. Hund frá Krím, kött frá Skutari, lítinn einfættan skijisdreng og ungan foreldralausan rússneskan dreng. Hann var settur í skóla í Englandi þar sem kristindómskennarinn sjiurði hann eitt sinn: „Hvert kemstu ef þú iðkar háttprýði og góða siðu?“ „Til ungfrú Nightingale,“ var svarið. * Þegar kunnugt varð heima í Englandi að Florence hyggðist verða síðasti maður frá horði í Skutari varð hrifning l'ólks nær takmarkalaus. Hún var þegar orðin þjóðhetja, vegsömuð í blaðaskrifum og á allra vörum. Ræður voru fhittar Florence til heiðurs í hreska þinginu og háskólarnir liétu verðlaunum fyrir ritgerðir um hana og störf hennar; tónskáld tileinkuðu henni heiðursmarsa, valsa og hallöður. Gifsstyttur af „Konunni með lamjj- ann“ og teikningar af Florence voru seldar í hundr- uðum þúsunda að ekki sé talað um alla ritlingana og kveðskajiinn. Björgunarskútur og veðhlaujiahestar, götur og torg voru nefnd eftir henni og annað hvort stúlkuharn sem sá dagsins ljós var skírt Florence. Þess varð ekki langt að híða að hún fengi sinn sess á vaxmyndasafni Madaine Tussaud í Lundúnahorg. En hrifningin náði hámarki þegar þær fréttir hárust að hún ætlaði að standa við hlið skjólstæðinga sinna til síðasta hermanns! Fólkið var einhuga um safna fé til að færa henni heiðursgjöf í nafni þjóðar- innar. Sidney Herbert og Richard Milnes, einkavinur Florence og henni ávallt mjög kær, skipuðu nefnd í málið og boðað var til ojiins fundar í Lundúnum. Fundarsóknin fór fram úr ýtrustu væntingum og sprengdi af sér öll samkomuhús. Fanny skrifaði dóttur sinni: „Þetta kvöld liefur verið mér, móður þinni, það stórbrotnasta sem ég hef lifað. Það er orðið mjög áliðið, harnið mitt, en ég get ekki gengið til hvílu án þess fyrst að segja þér hversu 280 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.