Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Side 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Side 21
Gestgjafinn, Anna, Sigrún og Anna Kristín. Drykkir Fordrykkur: Kir með freyðivíni Borðvín: Casa Larga, Chardonnay 1990, hvítvín frá víngarði í New York fylki, þar sem Asta bjó eitt sinn. Þurrt vín, bragðtnikið með keim af júgóslavneskri eik. Gestir Ástu gerðu góðan róm að þessu víni. Einnig bauð Ásta gestum sínum Riesling Hiigel. Forréttur Sjávarréttir í pönnukökukörfii (crepe baskets) Pönnukökur (6 stk): 1/2 bolli liveiti 2 egg 3/4 bolli mjólk 1 tsk. bráðið smjör Eggin slegin í sundur og handþeytt lítillega, mjólk og bráðið smjörið sett út í. Eggjahrærunni pískað smám saman við hveitið þar til slétt og mjúkt. Bakað eins og pönnukökur. Ofnfastar skálar eða glös eru lagðar á hvolf á bökunarplötu og ein pönnukaka lögð ofan á hverja skál eða glas. Sett inn í 175°C heitan ofn og ljakað í 6- 10 inín. Þá eru körfurnar tilbúnar til fyllingar. Fylling: 600 g af sjávarréttutn (s.s. rœkjum, humar, hörpuskel, krœklingi) hvítvín • vatn • fiskikraftur 1-2 marin hvítlauksrif • salt, pipar 3/4 til 1 peli rjómi • ostur Hvítvín, vatn og fiskikraftur soðið saman. Skel- fiskurinn settur út í og soðið í 2-3 mín. Fiskurinn veiddur upp úr og geymdur. Vökvinn soðinn svolítið niður. Rjóma bætt út í. Þykkt með smjörbollu. Hvítlauk og kryddi bætt lit í. Smávegis osti bætt út í sósuna eða rifið yfir fyllinguna í körfunni og brugðið inn í heitan ofninn til að bræða ostinn. Skelfisknum bætt út í sósuna, hitað í gegn. Fyllingin er síðan sett í hverja körfu, skreytt með steinselju og e.t.v. sítrónu- sneið. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73.ÁRG. 1997 269

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.