Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 20
Kristín, Elísnbet, Björg og Asta Fríðjónsdóttir, gœða sér á gómsœtum réttum. þetta hefur hara gengið ágætlega síðan ég fór að fást við þetta. Eg punkta hjá mér ef ég rekst á eitthvað sem mig langar að reyna og svo geri ég það við tæki- færi. I kvölcl er ég t.d. með aðalrétt sem ég hef lengi hal't augastað á. Við erum ekki á neinni einni matar- gerðarlínu hér á heimilinu. Við tökum svona rispur og búum til mismunandi mat, höfum m.a. fengið ítalska dellu og kínverska dellu og mér finnst spenn- andi að blanda saman ýmsum smáréttum,“ sagði Asta. Upphaf matargerðaráhugans „Aður en ég ílutti að heiman hafði ég varla soðið egg. Eg lærði smám saman að elda þegar ég flutti að heirnan með elsta soninn. Hann þurfti náttúrlega næringu. Það olli hins vegar straumhvörfum í matreiðslunni þegar ég keypti matreiðslubók með ljósmyndum af öllum réttunum. Það kveikti hjá mér áhuga á að prófa hitt og þetta,“ sagði Ásta og Bolli skaut inn í: „Eg man þegar þú keyptir þessa bók. Við vorum að fara í sumarhús í Þýskalandi og þurftum að elda sjálf. Þú keyptir bókina til að vera betur undirbúin.“ Þessi ágæta bók heitir: The Best of Salads and Buffet Cook- ery. Höfundar: Christian Teubner and Annette Wolter. Utg.: Hamlyn í London, New York, Sidney og Toronto. Glœsilegt borð, skreyttir rósum sem ekki skyggja á átsýnið. Matarsmekkur „Eg get ekki borðað hákarl og á erfitt með að horða lambaheila. Eg fékk einu sinni svoleiðis í boði. Það hjálpaði ekki að hann var horinn fram með ljós- grænni sósu,“ sagði Asta. Hún segist hins vegar ekki eiga neinn sérstakan uppáhaldsmat. „Mér finnst margt gott og það er eiginlega háð tilefni hverju sinni. Mér finnst t.d. kalkúnn góður og gaman að horða hann því ég fæ hann svo sjaldan eða hara um jólin.“ Lífrænn úrgangur og kartöflurækt Anna Kristín, vinkona Ástu og innvígður sauma- klúbbsfélagi, kom til að hjálpa Astu við lokaundir- búninginn. Hún vildi í'á að vita hvar hún léti lífrænan úrgang. I ljós kom að úti í garði er tunna fyrir lífræn- an úrgang. Hún er tæmd u.þ.b. einu sinni á ári, úr- gangurinn grafinn niður og verður með tímanum góð gróðurmold. „Við segjum í gamni að við séum að rækta kartöílur úr soðnum kartöflum og eigum von á að þær spretti víðs vegar um garðinn,“ sagði Ásta. Annars sér Brynhildur aðallega um grænmetisrækt- ina fyrir heimflið í skólagörðunum. Borðskraut Sverrir, sonur Astu, var settur í að ljúka við borð- skreytinguna með rauðum rósum. Hann pakkaði rós- unum hverri fyrir sig með því að vefja eldhúspappír um stilk hverrar rósar og bleyta í. Síðan pakkaði hann eldhúspappírnum inn í álpappír svo vatnið læki ekki út um allt. Rósirnar voru lagðar við hvern disk á borðstofuhorðið, sem Asta hafði klætt bleikum dúk og lagt á svartar diskamottur, hvíta diska, kristals- glös og kerti. „Það er svo erfitt að hafa hlómvönd á horðinu,“ sagði hún. „Maður þarf alltaf að vera að færa hann til svo að maturinn komist fyrir eða svo að maður sjái framan í þann sem er að tala hverju sinni. Ég held að þetta sé betra svona.“ Og ekki stóð á því að útkoman var glæsileg. 268 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 7B.ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.