Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 10
Viðtölin voru vélrituð orðrétt upp og stöðug saman- burðargreining gerð á lýsingum ]>eirra. Niðurstöður viðtalanna voru settar fram í finnn meginþáttum. Þessir þættir eru heillirigðisþjónusta, samskipti foreldra og heilbrigðisstarfsfólks, áhrif fötl- unar á fjölskylduna, stuðningskerfi og leiðir til úrbóta. Heilbrigðisþjónusta Fyrsta reynsla og upplýsingar Fram kom að þrem mæðrum fannst illa staðið að frumgreiningu og hvernig þeim var sagt frá því að barn þeirra væri ekki heilbrigt. Foreldrunum fannst heilbrigðisstarfsfólk sýna skilningsleysi sem jók á hræðslu þeirra og vanlíðan. Samkvæmt Cherry (1989) vilja foreldrar fá að vita sannleikann og allar staðreyndir um ástand barnsins eins fljótt og hægt er. Það verður að færa þeim fréttirnar á nærgætinn hátt og þannig að þeir skilji það sem sagt er. Fleiri fræði- menn hafa lagt áherslu á sambærilega þætti í skrifum sínum (Clarkson, Shelton, Bray og Ballard, 1996; Knafl, Ayres, Gallo, Zoeller og Breitmayer, 1995). Flestar mæðurnar töluðu um að fréttunum hafi verið „skellt” framan í þær. Þær lögðu áherslu á að umhverfið þyrfti að vera við hæfi þegar þeim væri sagt að eitthvað væri að barninu og heppilegt væri að fara afsíðis. „Við vorum bara þarna inni í einhverri setustofu þar semfólk labbar framhjá þar sem hann sagði okk- ur þetta, svona stórar fréttir, og eins líka að slengja svonafram án þess að vera búinn að fullvissa sig um að það vœri þetta..., þetta var ekki bara eins og liún vœri með kvef eða flensu eða eitthvað svoleiðis.“ Fagaðilum er vandi á höndum að bera fram slíkar upplýsingar. Aðalatriðið er að fagaðilar hafi í huga livað og hvernig hlutirnir eru sagðir og við hvaða aðstæður. Þeir þurfa að koma fram á jafningjagrund- velli og þróa traust og umhyggju gagnvart foreldr- unum (Carr, 1985; Knafl og fl., 1995; Perkins, 1988). Gæði þjónustu Flestar mæðurnar. töldu fötluð börn sín fá sam- bærilega þjónustu við önnur börn. Þetta er mikilvægt fyrir foreldrana og sýnir þeim að börn þeirra eru metin til jafns við aðra. Þó lagði einn viðmælandinn ríka áherslu á að barnið hans fengi ekki sambærilega þjónustu og virtist ]>að hafa mikil áhrif á líðan hans. Settle (1992) komst að þeirri niðurstöðu að foreldrar barna með fötlun finnist |)eir þurfa að leita meira eftir stuðningi frá heilbrigðisstarfsfólki en foreldrar heilbrigðra barna. I rannsókn Settle kom ennfremur fram að foreldr- um fatlaðra barna f’innst þeir ekki fá sambærilega þjónustu og ef um ófatlað barn væri að ræða. Hugsanlegt er að fatlaðir fái frekar sambærilega meðferð hér á Islandi eða að stærð stofnunar skiptir þar máli. Persónuleg þjónusta Mæðurnar voru allar sammála um að persónuleg þjónusta væri veitt ef þær þekktu starfsfólkið og það þekkti barnið. Persónuleg þjónusta skipti viðmæl- endur okkar miklu máli og veitti þeim öryggi. Heim- ildum ber saman um að mikilvægt sé að sama starfs- fólkið annist fjölskyldu sem þai’f að vera í sambandi við heilbrigðiskerfið yfir langan tíma. Það skapar samfellu og stöðugleika í umönnun barnsins og auðveldar foreldrum að ræða reynslu sína og líðan við einhvern sem þeir þekkja og treysta (Baine, Ros- enbaum og King, 1995; Tanner, Benner, Chesla og Gordon, 1993; Tracy, 1994). Allar mæðurnar í rannsókninni töluðu um að persónulega þjónustu væri frekar að fá á smærri sjúkrahúsum. Settle (1992) kemst að sömu niðurstöðu í rannsókn sinni. Ópersótiuleg þjónusta Sú þjónusta sem veitt er foreldrum fatlaðra barna ræður miklu um hvernig þeir takast á við fötlunina og aðlagast breyttum aðstæðum. Foreldrar vita ekki alltaf hvert þeir eiga að snúa sér til að fá viðeigandi þjónustu og upplýsingar um ástand og úrræði fyrir barn og fjölskyldu (Able-Boone og Stevens, 1994; Settle, 1992; Sloper og Turner, 1992). Viðmælendur höfðu sömu sögu að segja. Einnig fannst þeim bera á færibandavinnu á stórum stofnunum. Ef þjónusta og stuðningur er lítill þurfa foreldrar að eyða orku sinni í að leita sjálfir eftir þjónustu. Ujjp koniu aðstæður þar sem mæðrunum f'annst heilbrigðisstarfsfólk skorta frumkvæði og þær þyrf'tu sjálfar að vera vakandi fyrir ])ví að leita eftir ])jónustu, finna út hvað gera þyrfti fyrir börnin og bver réttur þeirra væri. Samskipti foreldra og heilbrigðisstarfsfólks Hæfiii í starfi Mæðurnar sögðust fljótt finna og sjá bvort fagfólk væri starfi sínu vaxið. Þeim fannst það meðal annars koma fram í því hversu heilbrigðisstarfsfólk væi’i öi’uggt í verklegum þáttum, hefði góða þekkingu á fötlun og veikindum barnanna og fylgdist vel með þeim. Þetta er hliðstætt því sem fram kemur í rann- sóknum Hayes og Knox (1984) og Sloper og Turner (1992) þ.e. að foreldrar þarfnist þess að finna að heilbrigðisstarfsfólk leggi sig allt fram með velferð barnsins að leiðarljósi, að barnið fái bestu mögulegu hjúkrun og læknismeðferð. Tveimur mæðrum fannst það styrkur heilbrigðis- starfsfólks að geta viðurkennt mistök sín. í banda- rískum rannsóknum kemur fram að það sé ásættan- legt að heilbrigðisstarfsfólk geri mistök svo framar- lega að ]»au séu viðurkennd og skaði ekki barnið (Clarkson og fl., 1996; Knafl og 11., 1995). Flestar mæðurnar höfðu líka frá neikvæði’i í'eynslu að segja 258 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA S.TBL. 73.ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.