Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 24
Hjúkrunarfrœðingarnir Hulda Gunnlaugsdóttir og
Asdís Guðmundsdóttir, starfa báðar á Ullevál-
sjúkrahúsinu í Osló. Þœr voru fengnar til að segja
lesendum Tímarits hjúkrunarfrœðinga frá reynslu
sinni af dvöl sinni þar í borg.
A Ulleválsjúkrahúsinu eru 6200 starfsmenn og
1600 hjúkrunarfrœðingar meðhöndla þar 300.000
dagdeildar- og göngudeildarsjúklinga og 40.000 inn-
lagnarsjúklinga árlega. Sjúkrahúsið þjónar 850.000
manna svœði.
Starfsemi sjúkrahússins er skipt í 11 svið og er
eitm sviðsstjóri yfir hverju sviði. Um þessar mundir
er, verið að endurskipuleggja sjúkrahúsþjónustu í
Osló þatinig að stóru sjúkrahúsin, Akers og Ullevál,
skipta með sér sérgreinum.
Vildi verða samkeppnisfær
Hulda Gunnlaugsdóttir flutti til Noregs árið 1989 til
framhaldsnáms í stjórnun við Institut for sykepleje-
vitenskab, sem er hluti af læknadeild Oslóarháskóla.
Hún starfar nú sem aðstoðarframkvæmdastjóri yfir
framkvæmdum á barna- og kvennadeild í kjölfar
sérhæfingar sjúkrahúsanna tveggja í Ósló.
Hulda lauk hjúkrunarnámi frá HSÍ 1981 og hafði
áður en hún fór út lokið stjórnunarnámi á vegum
HSI vorið 1986 og verið hjúkrunarforstjóri á
Kristnesi í 5 ár. Hún liafði einnig starfað tímahundið
á FSA og gjörgæsludeild Borgarspítalans. Til að
verða samkeppnisfær um stöður við stóru sjúkrahús-
in í Reykjavík taldi hún sig verða að fara í frekara
nám í stjórnun. „Fleiri og fleiri hjúkrunarfræðingar
luku BSc. prófi og meistaraprófi. Maður verður að
haí'a bæði bóklega þekkingu og reynslu til að vera
samkeppnisfærari,“ segir hún. Pað var hvatinn að
því að hún flutti út ásamt fyrrverandi eiginmanni
sínum og harni. Hún reyndi að undirbúa sig sem hest
t.d. með því að taka heimspeki við Menntaskólann á
Akureyri.
I Noregi reyndust vera ýmis ljón á veginum. „Það
er erfitt að fá metið nám erlendis frá til framhalds-
náms í Noregi,“ segir Hulda sem lauk samt þriggja
ára námi til embættisprófs í hjúkrun, sem er stig á
milli meistaragráðu og doktorsgráðu, á tilskildum
tíma. Stuttu eftir að hún kom út liyrjaði hún að
vinna á barnaskurðdeild og gjörgæslu í afleysinga-
stöðu á Ulleválsjúkrahúsinu. Iiún tók þar síðan
aukavaktir á meðan hún var í náminu. A meðan hún
var að skrifa lokaritgerðina.bauðst henni hjúkrunar-
framkvæmdastjórastaða á harnadeildinni. Peirri
stöðu gegndi hún í 4V2 ár eða þar til hún tók við
núverandi stöðu. „Stjórnvöld tóku um það ákvörð-
un, fyrst í þinginu og svo í borgarstjórn, að færa
sérsvið á milli sjúkrahúsanna þannig að sömu sérvið
séu ekki á báðum stöðum. Á Ulleval verður kvenna-
og barnadeild en brjóstholsskurðdeild og þvagfæra-
skurðdeild verða á Akers. Eftir breytingarnar
verður barnadeildin í nýrri byggingu og bætt verður
við kvennadeildarhúsnæðið. Þegar ljóst var að fram-
kvæmdarstjórnin var tveggja manna starf, og að
framkvæmdastjórinn, sem er læknir, þyrfti aðstoð
var því skotið að mér að sækja um. Eg var meðal 7
umsækjenda og fékk stöðuna,“ segir Hulda. Starf
hennar felst meðal annars í að samhæfa hugmyndir
starfsfólksins, arkitektanna og verktakanna við
hyggingarframkvæmdirnar. „Eg tek í raun þátt í að
hyggja sjiikrahús frá grunni, læri að húa til sjúkra-
272
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL.73.ÁRG. 1997