Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 25
hús og skipuleggja reksturinn með öðrum sjúkrahús- einingum,“ hætir hún við. Hún er ánægð með vinn- una sína og að hennar mati er ekki hægt að finna skemmtilegri starfsvettvang en heilbrigðisgeirann. „Par vinnur inaður með fólki og fyrir fólk. Það hýð- ur upp á óendanlega möguleika fyrir þá sem hafa áhuga á að spreyta sig,“ segir hún. A Ullevál sjúkrahúsinu er unnið að stöðlun upp- lýsingasöfnunar eftir hugmyndum Orem og Hender- son. Staðlarnir taka mið al’ styrkleikum sjúklingsins, }).e. þekkingu, styrkleika og vilja, en ekki hjúkrun- arvandamálum. Þeir hafa verið notaðir í eitt ár. „Reynslan af því sýnir að þessi tegund hjúkrunarskráningar virkar ekki endilega alls staðar, t.d. á gjörgæslu en er samt mikilvæg yfirlýs- ing um út á hvað starfið hér gengur. Hugmyndafræðin er góð sem slík en það á eftir að slípa hana til,“ segir Hulda. Henni finnst það vera norskum hjúkrun- arfræðingum fjötur um fót að tala litla ensku og hafa því takmarlcaða möguleika á að notfæra sér fræðilegt efni á öðru en norrænum málum. Ef hrinda á ein- hverjum hugmyndum í framkvæmd verði því helst að leggja þær tilhúnar upp í hendurnar á hjúkrunarfræðingunum því þeir leiti sér yfirleitt ekki fróðleiks af eigin hvötum. „Það er háð því hvernig sviðsstjórarnir eru hvort fólk fær að fara á ráðstefnur. Þegar ég var hjúkrunarframkvæmda- stjóri þá setti ég markmið með fag})róun, og leiðin að markinu var m.a. að gefa þeim sein höfðu áhuga kost á námsferðum auk þess sem komið var á föstum námsdöguin í vaktaskýrslu og vikunámskeiðum tvisv- ar á ári með fyrirlesurum frá sjúkrahúsinu og utanaðkomandi aðilum, allt eftir óskum starfs- fólksins hverju sinni. Hér er það hins vegar svo að ef hjúkrunarfræðingar sýna áhuga og vilja þá gildir janteloven með meðalmennsknna í fyrirrúmi. „Þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað!“ Allir vilja fá það sama hurtséð frá hve mikið þeir leggja á sig. 1 Noregi eru fleiri karlmenn hjúki’unarfræðingar en á Islandi og ég held að það sé auðveldara að komast í stjórnunarstörf sem karlmaður. Þeir sækjast gjarnan eftir starfi á gjörgæslu eða í svæfingum,“ segir Hulda. Hulda segir einnig að það sé gott að vera Islend- ingur í Noregi. íslendingar séu litnir öðrum augum en t.d. Svíar. Töluvert er um að hjúkrunarfræðingar frá öðrum Norðurlöndum starfi í Noregi. Sænskir og finnskir hjúkrunarfræðingar koma til að fá grunn- reynslu þar vegna atvinnuleysis heima fyrir. Meðalstarfsaldur aðfluttra hjúkrunarfræðinga á Ullevál er hins vegar stuttur eða aðeins 2 ár. Hvað heimþrá varðar segir Hulda að sig langi alltaf af og til heim vegna þess að hún á íslenskan son og vegna fjölskyldunnar á Islandi. „Ef mér biðist staða þá gæti ég hugsað mér að flytja heim. Veðrið er aftur á móti hetra hér, gróðurinn fjölhreyttari og frítíminn meiri. Af dvöl minni hér hef ég lært nýtt verðmæta- og gildismat,“ segir hún. Vinnutíminn hennar er sveigjanlegur 37'/2 klst. á viku en hún segist vinna allt frá 25 og upp í 70 stundir á viku. „Hámarksyfirvinna samkvæmt vinnuverndarlög- gjöfinni er 200 tímar á ári en ungir og áhugasamir hjúkrunarfræðingar eru gjarnan á undanþágu frá því og vinna meira,“ segir hún. Munur er á launagreiðslum á milli vinnuveitenda hjúkrunarfræðinga í Osló. Ríkissjúkrahúsin horga hærra en borgarsjúkrahúsin í Osló. Hulda segir að grunnlaun hjúkrunarframkvæmdastjóra séu rúmar 270 þús. nkr. á ári (2,7 milljónir ískr.). Henni líkar vel á Ullevál og hefur ekki sóst eftir starfi annars staðar. Ilún býr í eigin tvíbýlishúsi og ferðast um á eigin híl. Hún bendir á að þeir sem hafa hærri laun noti peningana sína gjarnan öðruvísi. Það að hafa hærri laun þýði ekki endilega meira eyðslufé þegar greiða þarf af stærra húsi og dýrari bíl. Hvað ertu að ströggla? Asdís Guðmundsdóttir fór til Frakklands að læra frönsku í lok níunda áratugarins. Ferðin endaði á Ulleválsjúkrhúsinu þar sem hún réði sig til hjúkr- unarstarfa og var svo ánægð að hún er þar enn. Forsagan er sú að eftir að Asdís lauk hjúkrunar- námi frá H.í. 1988, vann hún á gjörgæsludeild á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítal- anum um hríð. Hana langaði til að læra frönsku og lagði því land undir fót. I Frakklandi stundaði hún frönskunám í þrjá mánuði. Síðar endurtók hún leikinn og því tímabili lauk með því að hún ætlaði að vinna við hjúkrun í Frakklandi um sumarið en fékk enga vinnu. Þar misstu fransmenn feitan hita ] >ví hún fór til Noregs sem tók henni opnum örmum. Svo opnum reyndar að mánuðirnir Jirír, sem hún réði sig til vinnu í upphafi, eru nú orðnir að 6 árum. Af þeim tíma dvaldi hún í Bosníu í 14 mánuði 1996 á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins. Fyrstu þrjá mánuðina í Noregi vann Asdís sem extravakt á Lovisenberg sjúkrahúsinu. Að Jieim tíma loknum fékk hún vinnu á gjörgæsludeild skurðlækn- ingasviðs á Ulleválsjúkralnisinu. Hún byrjaði í sér- námi í gjörgæsluhjúkrun í Noregi því að hana lang- aði að læra meira en hætti því þar sem hún var ekki ánægð með námið. „Hafi maður haldið sér við í starfi og lesið þá gefur þetta nám manni ekki neitt nýtt og ég fékk námið að heiman ekkert metið. Öll menntun erlendis frá er tortryggð í Noregi,“ segir hún. Nú starfar Asdís á gjörgæsludeild fyrir hjarta- sjúklinga el'tir aðgerð. llún vinnur sem faglegur ráðgjafi, eins konar verkefnisstjóri, við að innleiða hjúkr'unarferlið á deildinni. Verið er að tölvuvæða hjúkrunarskráninguna með hjúkrunarferlinu og NANDA-hjúkrunargreiningunum. Á spítalanum er verið að staðla upplýsingasöfnun og skráningu út frá styrkleikum sjúklingsins. Þetta þarf, að Asdísar TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL.73.ÁRG. 1997 273
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.