Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 31
FRAMHALDSSAGA EFTIR GUDRUN SIMONSEN - BJÖRG EINARSDÓTTIR ÍSLENSKAÐI
’tftbnna 'Y\i%ktin4nU
— yivnr vdr fiHnV
11. Kafli - SÆLIR ERU MISKUNNSAMIR
Upp er runninn 5. nóvember 1855 og eitt ár síðan
Florence kom til Skutari. Hún skrifar heim:
„Þetta hafa verið tólf mánuðir í botnlausum
óhreinindum og eymd. Eg hef orðið vitni að meiri
sorg en kemst fyrir á einni mannsœvi, já, sorgum
sem nœgja myndu til eilífðar.“
Enn var langt frá því að Florence teldi sig hafa
lokið verkefni sínu í austurvegi.
Ég verð að fara aftur til Krím og Balaklava. Eg
hafði ekki komið tieinu í verk þar þegar ég veiktist ...
Fyrri heimsóknin til Krím hafði ekki fælt Florence
frá því að reyna á nýjan leik. Tvisvar sinnum til
viðhótar lagði hún á sig þessa löngu sjóferð yfir
Svartahafið með hugann fullan af ráðagerðum um
endurhætur. Tvisvar enn mætti henni saina ískalda
og úthugsaða mótstaðan af hálfu Halls læknis og
fylgifiska hans.
Hann er sérfrœðingur í því að láta mig híma
utandyra án þaks yfir höfuðið, því eins og viðkvœðið
er - hann hefur ekki uniboð til aðfá mér lykla ... Við
fengum engan mat í tíu daga, en Guði sé lof að ég
hafði þá fyrirhyggju að taka mat með og einnig
ofna, allt keypt fyrir mína eigin peninga, svo að
hjúkrunarkonurnar mínar þyrftu ekki að báa við
hungur eða kulda. Eg hafði lítinn tíma til að matast.
Mér fannst það aldrei skipta svo miklu, en verri var
kuldinn.
Orustugnýrinn var hljóðnaður, en nýr kólerufar-
aldur geisaði. Sjúkraskýlin voru yfirfull, eymd og
volæði ríkti og svartsýni, en brennivínið flaut.
Hjúkrunin var gjörsamlega ófullnœgjandi ogfólk
hafði legusár. Við þvoðum sjúkrasalina og bjuggum
um sár mantia frá morgni til kvölds. Orðugt var að
tala kjark í hjúkrunarfólkið og agi og regla á staðn-
um í lágmarki. Hvernig áttum við eiginlega að með-
höndla þrjú þúsund sjúklinga sem bara á fáeinum
dögum fengu aflientar fimm þúsund púrtvínsflöskur
fyrir utan brennivínið sem þeir keyptu sér til viðbó-
tar.
Margar mílur voru á milli sjúkrahúsanna og oft
var Florence á hestbaki í tíu til tólf klukkutíma.
Ofursti nokkur, aýbragðs maður, útvegaði mér
loksins kerru og tvö múldýr til að draga hana og þar
nánast liélt ég til.
Þessi svokallaða „Krímkerra“ er nú á safni í
Lundúnum. Ofullkomið farartæki, fjaðralaust og
aðeins segldúkur strengdur á grind í stað yfirbygg-
ingar.
En ég fékk tilefni til að hrósa sigri! Frá ríkis-
stjórninni barst mér - loksins - tilskipun um að ég
œtti að hafa yfirstjórn allra heilbrigðismála, líka á
Krím og sjálfur yfirmaðurinn á staðnum taka við
skipunum frá mér! Þetta var stór biti að kyngja
fyrir Hall lœkni.
Að vísu komu þessi nýfengnu völd ekki að miklum
notum. Bardögum var liætt og friðarumleitanir hafn-
ar í Parísarborg. Florence fór aftur til Skutari.
Mér auðnaðist ekki aðfara aftur til Krím. Eg var
gráti nœst yfir hversu lítið ég hafði getað gert fyrir
hermennina þar, kœru börnin mín.
Hún grét beiskum tárum þegar hún frétti að Hall
læknir hefði verið sæmdur riddarakrossi fyrir fram-
lag sitt til heilbrigðismála innan hersins.
„Riddari hinna dauðu á Krím“ hefði verið rétt-
nefni.
Friðarskilmálar voru undirritaðir 29. apríl 1856.
I raun og veru vissi enginn hvers sigurinn var eða
hver hafði tapað. Sannast sagna var heldur enginn
sem almennilega vissi um hvað hafði verið harist.
Enskir og rússneskir hermenn sátu hhð við hhð á
knæpunum og drukku sig fuha og ekki leið á löngu
uns Sevastopol var aftur undir yfirráðum Rússa.
Eftir hálft ár mundi allt vera falhð í gleymsku,
einkum hjá þeim sem höfðu haft allt sitt á þurru
fjarri sjálfum athurðunum ...
Tveimur árum fyrr höfðu Englendingar sent her-
menn sína af stað í stríðið við mikla hrifningu og fag-
naðarlæti, öruggir um mikla sigra og heiður fyrir
föðurlandið! Nú komu herflokkarnir heim aftur
uppgefnir og aflimaðir. Lítið fór fyrir heiðrinum eða
hrifningunni. Sú einasta sem kom til haka með frægð
og frama var Florence Nightingale, af nafni hennar
stafaði nú ljómi um allt England.
En áður en sagt verður frá heimför hennar er rétt
.TlMARIT HIÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73.ÁRG. 1997
279