Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Side 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Side 56
FRÉTTATILKYNNING í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands Ilaustið 1998 hefst kennsla í hjúkrunarfræði til meistaragráðu (M.S.) við námsbraut í hjúkrunar- fræði í Háskóla Islands. Það haust verður náms- brautin 25 ára og er það mikið ánægjuefni á slíkum tímamótum að geta boðið upj) á meistaranám í hjúkrunarfræði sem Jn óað er og kennt af kennurum námsbrautarinnar. Náminu er ætlað að efla fræðilega þekkingu í hjúkrunarl'ræði, ])jálfa hjúkrunarfræð- inga í vísindalegum vinnuhrögðum og auka færni þeirra í rannsókna- og þróunarstörfum. Kennt verð- ur á þeim sviðum hjúkrunarfræðinnar J»ar sem að- staða og sérþekking er fyrir hendi. Uj)j)bygging námsins tekur mið af þeirri hefð sem skaj)ast hefur um meistaranám í Háskólanum, jafnframt |iví að lögð er áhersla á að mæta þörfum íslensks samfélags fyrir aukna þekkingu og færni í hjúkrunarfræði. Meistaranámið er 60 einingar og samanstendur af eftirtöldum þremur þáttum: a) rannsóknarverkefni, ])) þremur námskeiðum í kjarna og c) valnámskeið- um. Rannsóknarverkefni til meistaraprófs er 30-45 eininga rannsókn sem nemandi vinnur undir leiðsögn umsjónarkennara. Námskeið í kjarna eru þrjú sam- tals 12 einingar. Fjallað er um kenningasmíð í hjúkr- unarfræði og helstu stefnur í þróun hugmynda í lijúkrunarfræði. Tvö aðferðafræðinámskeið eru einnig í kjarna, annað megindlegt og hitt eigindlegt, J>ar sem fjallað er um heimspekilegar forsendur ým- issa sjónarhorna aðferðafræðinnar, ýmis rannsókna- snið, notagildi og beitingu J)eirra í klínískum aðstæð- um. Kostur er á að taka ýmis valnámskeið og skulu J>au valin á fræðasviði rannsóknarverkefnis í náms- hrautinni, úr sainbærilegu námi í H.I. eða öðrum háskólastofnunum og við erlendar stofnanir. Sérhver nemandi skal stunda nám að ígildi 10-15 eininga við erlendan háskóla, heilbrigðis- eða rannsóknastofnun. Tilgangur náms erlendis er fyrst og fremst sá að auka víðsýni nemandans. Rannsóknir í hjúkrunarfræði eiga sér stutta sögu á íslandi og eru á höndum til- tiilulega fárra einstaklinga. Því er mikilvægt að nem- endur kynnist sem fjölhreyttustum leiðum í fræði- mennsku við erlendar stofnanir. Nemendur, sem leggja áherslu á klínik í valnámskeiðum, munu gera Jiað við erlendar stofnanir og hefur J)egar verið stofn- að til samskipta við einn erlendan háskóla. Unnið er að því að mynda formleg tengsl við lleiri erlenda háskóla í þessum tilgangi. Nemandi er nokkuð sjálfstæður í námi sínu og getur haft áhrif á samsetningu náms og áherslur í rannsóknarverkefni sínu. Rannsóknarverkefnið er unnið á fræðasviði ákveðins leiðbeinanda og getur væntanlegur umsækjandi valið sér leiðbeinanda m.t.t. til þeirra rannsóknarverkefna sem í boði eru. Væntanlegir umsækjendur eru hvattir til að leita sér upjdýsinga um þau rannsóknarverkefni sem í hoði eru. Leiðbeinandi við rannsóknarverkefni er einn af föstum kennurum námsbrautarinnar. Auk J)ess hefur liver nemandi umsjónarnefnd sem fylgist með og metur framvindu í námi. Námstími er sveigjanlegur og er hámarkslengd hans 4 ár. Um inntökuskilyrði og kostnað gilda sömu reglur og um meistaranám í Háskóla Islands. Þeir sem lokið hafa B.S. prófi í hjúkrunarfræði og hafa a.m.k. 2ja ára starfsreynslu geta sótt til námsbrautarstjórnar um að innritast í framhaldsnám til meistaragráðu. Við inntöku er tekið mið af: a) einkunnum, b) starfs- reynslu, c) greinargerð J)ar sem umsækjandi gerir grein fyrir markmiðum sínum með náminu, með sérstakri áherslu á fyrirhugað rannsóknarverkefni, d) einstaklingsviðtölum og e) umsögn vinnuveitanda. Lýsing á fyrirhuguðu rannsóknarverkefni byggir á uj)j)lýsingum um rannsóknarverkefni frá væntan- legum leiðbeinanda. Að jafnaði er gerð krafa um fyrstu einkunn (7,25) úr grunnnámi. Góð ensku- kunnátta er skilyrði. Nemandi greiðir innritunargjald til Iláskóla ís- lands hvert J)að ár sem liann er innritaður í námið. Nemandi stendur einnig straum af kostnaði við náin erlendis. Kostnað við sjálft rannsóknarverkefnið, ef einhver er, getur nemandi þurft að standa straum af. Hins vegar eru námsstyrkir í boði fyrir meistara- námsnemendur í Háskóla íslands. Kennsla hefst haustið 1998. Umsóknum skal skil- að til á skrifstofu námsbrautarinnar fyrir 1. mars 1998. Upplýsingar um námið, mögulega leiðbeinend- ur og rannsóknasvið þeirra, eru veittar á skrifstofu námsbrautar í hjúkrunarfræði í síma 525-4960. 304 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL.73.ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.