Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 56
FRÉTTATILKYNNING í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands Ilaustið 1998 hefst kennsla í hjúkrunarfræði til meistaragráðu (M.S.) við námsbraut í hjúkrunar- fræði í Háskóla Islands. Það haust verður náms- brautin 25 ára og er það mikið ánægjuefni á slíkum tímamótum að geta boðið upj) á meistaranám í hjúkrunarfræði sem Jn óað er og kennt af kennurum námsbrautarinnar. Náminu er ætlað að efla fræðilega þekkingu í hjúkrunarl'ræði, ])jálfa hjúkrunarfræð- inga í vísindalegum vinnuhrögðum og auka færni þeirra í rannsókna- og þróunarstörfum. Kennt verð- ur á þeim sviðum hjúkrunarfræðinnar J»ar sem að- staða og sérþekking er fyrir hendi. Uj)j)bygging námsins tekur mið af þeirri hefð sem skaj)ast hefur um meistaranám í Háskólanum, jafnframt |iví að lögð er áhersla á að mæta þörfum íslensks samfélags fyrir aukna þekkingu og færni í hjúkrunarfræði. Meistaranámið er 60 einingar og samanstendur af eftirtöldum þremur þáttum: a) rannsóknarverkefni, ])) þremur námskeiðum í kjarna og c) valnámskeið- um. Rannsóknarverkefni til meistaraprófs er 30-45 eininga rannsókn sem nemandi vinnur undir leiðsögn umsjónarkennara. Námskeið í kjarna eru þrjú sam- tals 12 einingar. Fjallað er um kenningasmíð í hjúkr- unarfræði og helstu stefnur í þróun hugmynda í lijúkrunarfræði. Tvö aðferðafræðinámskeið eru einnig í kjarna, annað megindlegt og hitt eigindlegt, J>ar sem fjallað er um heimspekilegar forsendur ým- issa sjónarhorna aðferðafræðinnar, ýmis rannsókna- snið, notagildi og beitingu J)eirra í klínískum aðstæð- um. Kostur er á að taka ýmis valnámskeið og skulu J>au valin á fræðasviði rannsóknarverkefnis í náms- hrautinni, úr sainbærilegu námi í H.I. eða öðrum háskólastofnunum og við erlendar stofnanir. Sérhver nemandi skal stunda nám að ígildi 10-15 eininga við erlendan háskóla, heilbrigðis- eða rannsóknastofnun. Tilgangur náms erlendis er fyrst og fremst sá að auka víðsýni nemandans. Rannsóknir í hjúkrunarfræði eiga sér stutta sögu á íslandi og eru á höndum til- tiilulega fárra einstaklinga. Því er mikilvægt að nem- endur kynnist sem fjölhreyttustum leiðum í fræði- mennsku við erlendar stofnanir. Nemendur, sem leggja áherslu á klínik í valnámskeiðum, munu gera Jiað við erlendar stofnanir og hefur J)egar verið stofn- að til samskipta við einn erlendan háskóla. Unnið er að því að mynda formleg tengsl við lleiri erlenda háskóla í þessum tilgangi. Nemandi er nokkuð sjálfstæður í námi sínu og getur haft áhrif á samsetningu náms og áherslur í rannsóknarverkefni sínu. Rannsóknarverkefnið er unnið á fræðasviði ákveðins leiðbeinanda og getur væntanlegur umsækjandi valið sér leiðbeinanda m.t.t. til þeirra rannsóknarverkefna sem í boði eru. Væntanlegir umsækjendur eru hvattir til að leita sér upjdýsinga um þau rannsóknarverkefni sem í hoði eru. Leiðbeinandi við rannsóknarverkefni er einn af föstum kennurum námsbrautarinnar. Auk J)ess hefur liver nemandi umsjónarnefnd sem fylgist með og metur framvindu í námi. Námstími er sveigjanlegur og er hámarkslengd hans 4 ár. Um inntökuskilyrði og kostnað gilda sömu reglur og um meistaranám í Háskóla Islands. Þeir sem lokið hafa B.S. prófi í hjúkrunarfræði og hafa a.m.k. 2ja ára starfsreynslu geta sótt til námsbrautarstjórnar um að innritast í framhaldsnám til meistaragráðu. Við inntöku er tekið mið af: a) einkunnum, b) starfs- reynslu, c) greinargerð J)ar sem umsækjandi gerir grein fyrir markmiðum sínum með náminu, með sérstakri áherslu á fyrirhugað rannsóknarverkefni, d) einstaklingsviðtölum og e) umsögn vinnuveitanda. Lýsing á fyrirhuguðu rannsóknarverkefni byggir á uj)j)lýsingum um rannsóknarverkefni frá væntan- legum leiðbeinanda. Að jafnaði er gerð krafa um fyrstu einkunn (7,25) úr grunnnámi. Góð ensku- kunnátta er skilyrði. Nemandi greiðir innritunargjald til Iláskóla ís- lands hvert J)að ár sem liann er innritaður í námið. Nemandi stendur einnig straum af kostnaði við náin erlendis. Kostnað við sjálft rannsóknarverkefnið, ef einhver er, getur nemandi þurft að standa straum af. Hins vegar eru námsstyrkir í boði fyrir meistara- námsnemendur í Háskóla íslands. Kennsla hefst haustið 1998. Umsóknum skal skil- að til á skrifstofu námsbrautarinnar fyrir 1. mars 1998. Upplýsingar um námið, mögulega leiðbeinend- ur og rannsóknasvið þeirra, eru veittar á skrifstofu námsbrautar í hjúkrunarfræði í síma 525-4960. 304 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL.73.ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.