Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 33
framúrskarandi þessi fundur þín vegna var. Enginn hefur nokkru sinni orðið vitni að svipuðu.“ Mérféll ekki þetta uppnúm. Frœgðin skelfdi mig. En mér var það gleði ef fjölskylda mín naut þess. Daginn eftir fundinn skrifaði Pop: „Mannamót hafa verið í allan dag í ýmsum salarkynnum hérna. Lávarðar og jarlar, biskupar og athafnamenn hafa verið á ferðinni út og inn. Verkafólk ekki síst, Florence, ])að eru þínir bestu vinir. Þú ert dáð og elskuð, og okkur hlýnar um hjartarætur að finna kærleikann og velvildina sem allir bera til þín. Fjármunum er safnað um allt England, og mín kæra, það verður áreiðanlega meira en andvirði armbands eða tekönnu!“ Þegar ég heyrði um þessa þjóðargjöf óskaði ég eftir að myndaður yrði sérstakur sjóður. Eg vonaði að síðar, þegar ég hefði náð kröftum á nýjan leik, vœri hœgt að nota hann til að mennta hjúkrunar- fólk. Hugmyndin um slíkan sjóð fékk mjög góðar við- tökur um allt land. Auðvitað voru einhverjir því and- snúnir, einkum á meðal lækna og herforingja sem höfðu verið á Krím og fáeinna yfirstéttarkvenna. „Þetta er eingöngu hégómi og uppáfinning,“ skrifaði lafði Palmerstone. „Iijúkrunarkonurnar eru ágætar eins og þær eru. Þær drekka ef til vill svolítið, en vesalings manneskjurnar, þær verða auðvitað dauð- þreyttar af að sitja vakandi allar nætur.“ En þess háttar yfirlýsingar voru ekki vinsældar. 1 Manchester hélt Stanley lávarður umtalaða ræðu: „Raunveruleg hugprýði er svo sjaldgæf að við getum ekki varið fyrir okkur að láta hana liggja í þagnar- gildi. Á heilli öld hefur ekki verið hugprúðari mann- eskja í öllu Englandi, já, jafnvel allri Evrópu. Hvergi í heiminum, og allra síst hér í Englandi, er það auðvelt að hefjast handa við verkefni sem ekki hefur verið unnið að áður. Að fara sínar eigin leiðir, í trássi við Guð og menn, gegn siðum og venjum, ])vert á allar hefðir og móti almannavilja! Ekkert okkar veit í raun og veru hversu sterkum höndum vaninn hindur okkur fyrr en við reynum að slíta þau bönd.“ Hin konunglega fjölskylda studdi fjársöfnunina og Florence naut ])ess heiðurs að fá persónulegt bréf frá drottningunni. Hún skrifar meðal annars: „Með ]>essu bréfi sendi ég yður hrjóstnál sem vott um hið mikla og hlessaða starf yðar. Það er von mín að þér berið hana til vitnis um ])akklæti mitt og viðurkenningu. Þegar þér verðið aftur komnar heim yrði ]>að mér óblandin gleði að mega eiga þess kost að kynnast konu sem verið hefur öðrum konum jafn verðugt fordæmi og þér hafið verið. Yðar einlæg, Viktoría drottning.“ Brjóstnáhna hafði sjálfur drottningarmaðurinn, Albert prins, hannað. Það var kross heilags Georgs í demöntum, gulli og rauðu smelti og umhverfis í hók- stöfum: Krím - Sælir eru miskunnsamir. Ég bar nœluna nokkrum sinnum, vegna her- mannanna, liún var ekki síður þeim til heiðurs. Svo rann upp sá dagur þegar seinasti hermað- urinn og síðasta hjúkrunarkonan voru farin frá Skutari. Að heiman kom fjöldinn allur af uppástung- um um hvernig Florence skyldi haga heimför sinni. Ríkisstjórnin vildi senda herskip eftir henni sem gæti flutt hana heim á virðulegan hátt. Þetta hoð af- þakkaði Florence samstundis. Síðan hófust alls konar vangaveltur heima. Hvenær er hún væntanleg? Hvar mun hún fyrst stíga fæti á enska grund? Borgarstjórinn í Dover taldi að það hlyti að verða þar og hóf þegar margvíslegan undirbúning, en borgarstjórinn í Folkestone, í næsta nágrenni, taldi að hún myndi koma þar að landi. Orðrómurinn sveimaði um og margar nefndir unnu af kappi. Heima á Lea Hurst átti að reisa sigurboga, hornaílokkur að spila og vagn sem nágrannar ætluðu að draga sjá um að koma henni alla leið heim. Fanny og Pop skrifuðu: „Eigum við að hitta þig í París? Hvernig viltu sjáll' að þetta verði? Hérna híða allir með öndina í hálsinum.“ Allt var þetta vel meint en sjálf vildi ég að heimkoma mín yrði í kyrrþey. * Heimförin varð allt öðru vísi en flestir höfðu gert sér í hugarlund. Hinn 28. jiilí fóru þær Florence og Mai frænka um horð í skip í Konstantínópel sem átti að sigla til Marseille. An þess að hafa látið nokkurn vita skráðu þær sig með allri leynd á far])egalista sem Frú Smith og dóttur. Frá Marseille fór Mai beinustu leið heim en Florence var eina nótt í París hjá Clarkey. Daginn eftir fór ég til Lundána og dvaldist fá- einar hljóðar stundir í klaustrinu hjá móður Ber- mondsey, sem liafði verið dugandi hjúkrunarkona og mér mjög kœr. Síðdegis hélt Florence svo för sinni áfram ein með lestinni norður eftir til Derbysskíris. Frá brautar- stöðinni hélt hún síðan heimleiðis fótgangandi. Þetta sumarkvöld var lítið eitt farið að rökkva. I setustofunni á Lea Hurst sátu foreldrarnir, Fanny og Wen og systirin Pop og drukku kvöldteið. Þau ræddu um það sem tók huga þeirra þá stundina: Flo, hvenær og hvernig mundi hún koma heiin? Þá sjá þau smávaxna dökkklædda veru koma gangandi eftir heimreiðinni. Það var Florence. Endurfundirnir voru ólýsanlegir og yfirþyrmandi ... Fljótlega harst fregnin um að Florence væri komin heim til Lea Hurst. Klukkurnar í litlu þorpskirkjun- ni tóku að hringja og þar var haldin hljóðlát })akkar- og bænastund. Það var allt og sumt. Mér fannst ég veik og að niðurlotum komin. Iiugur minn og hjarta dvaldist hjá öllum hermönn- unum, börnunum mínum, í grafreitunum á Krím. Eg hafði svo litlu til leiðar komið en ég var Guði þakklát fyrir að hafa vísað mér þann veg sem ég átti aðfara. Tveir síðustu kaflar sögunnar verða birtir í nœstu tveimur blöðum. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA S.TBL.73.ÁRG. 1997 281
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.