Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 58
Bergs, Christer Magnusson, Guðbjörg Guðmunds- dóttir, Hafdís Skúladóttir, Hólmfríður Kristjánsdótt- ir, Ingibjörg Eiríksdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Laura Sch. Thorsteinsson, Magnús Olafsson, Marg- rét Eyþórsdóttir og Sigfríður Inga Karlsdóttir. Finnn eru að norðan og sex að sunnan. Nemendur hafa staðið sig það vel í náminu að athygli hefur vakið í Bretlandi. I einu námskeiðinu fengu til dæmis tveir af okkar hjúkrunarfræðingum A og fjórir B. Til saman- burðar fengu engir aðrir í sama námskeiði A eða B í sumum borgum, en fjarnámið er mjög víða í Englandi og að auki nemendur á Irlandi, í Skotlandi, Frakk- landi og Sviss. I fréttabréfi sem skólinn gefur út er til þessa árangurs tekið og menn velta fyrir sér livers vegna í ósköpum Islendingar komi svona vel út. Reyndar hafa íslenskir hjúkrunarfræðingar mjög oft skarað fram úr í meistaranámi erlendis og er það ef til vill staðfesting á góðn B.Sc. námi, bæði við H.A. og H.I. Þess má geta að nemendur skila inn þremur eintökum af hverri ritgerð. Yfir eitt eintakið fer íslenski kennarinn, annað kennari frá skólanum, Bob Price fer síðan yfir bæði þessi eintök og ber saman umsagnir og einkunnir kennara. Þriðja ein- takið er sent til ytri gagnrýnanda, þ.e. prófdómara utan skólans. Það eru því fjórir aðilar sem fara yfir hverja ritgerð. Vegna góðs árangurs íslensku hjúkrunarfræðing- anna hafa forsvarsaðilar innan Manchester háskóla boðið okkur að byrja með nýjan hóp í janúar nk. og höfum við þegar tekið því góða boði. Við gerum ráð fyrir að taka inn 12 hjúkrunarfræðinga aftur og verður námið með líkum hætti. Námskeiðin eru alls sex og síðan gera hjúkrunarfræðingar rannsókn. Náminu er ætlað að styrkja hjúkrunarfræðinga á fjórum meginsviðum: sem sérfræðinga í hjúkrun, rannsakendur, kennara og ráðgjafa, en þetta eru fjögur helstu sérsvið klínískra sérfræðinga í hjúkrun- arfræði. Nýi hópurinn hefnr nám í janúar 1998 og lýkur því í janúar árið 2000. A fyrra misseri 1998 (jan.- sept.) eru tvö námskeið: „Clarifying Theory for Practice“ og „Research Methodology“ en á hinu síð- ara (sept.-jan.) „Consultancy“ og „Research Met- hods“. A þessu fyrra ári, 1998, er reiknað með að nemandi verji að meðaltali 12 stundum á viku í nám- ið. Á seinna árinu, 1999, er eitt námskeið á hvoru misseri „Nursing Leadership“ á hinu fyrra (jan.- sept.) en „Advanced Practice“ á hinu síðara (sept.- jan.). Jafnframt er unnið að rannsókn („Dissert- ation“) allt það ár og er áætlað að nemandi verji þá 15 stundum á viku í námið. Heildarnámskostnaður er 4000 ensk pund eða um 400.000 íslenskar krónur og dreifist jafnt yfir þessi tvö ár. Sama gjald er fyrir íslenskn nemendurna og þegna breska samveldisins, sem er mjög óvenjulegt þar í landi og lýsir rausnar- skap Breta í okkar garð. Námsefnið er mjög aðgengi- legt og geysilega vel skipulagt. Næsta sumar stendur meistaragráðunemendum til boða að sækja sumarnámskeið í Oxford ásamt öðrum nemendum á sama stigi víðst vegar að. Aðilar í skól- anum úti eru þegar farnir að skipuleggja dagskrá fyr- ir íslensku hjúkrunarfræðingana til hliðar við nám- skeiðið með áherslu á að kynna þeim það besta úr sinni menningu. Ekkert er því til fyrirstöðu að allir nemendurnir, bæði á 1. og 2. ári, fái notið nám- skeiðsins sem haldið er 29. júní til 4. júlí. Námskeið- inu er ætlað að styrkja nemendur enn frekar sem klíníska sérfræðinga í hjúkrunarfræði. Umsóknarfrestur um námið, sem hefst í janúar nk., er til 15. desember nk. og er B.S. gráðu í hjúkr- unarfræði krafist ásamt a.m.k. tveggja ára starfs- reynslu. Eg vona að íslenskir hjúkrunarfræðingar nýti sér þetta tækifæri til að öðlast enn frekari styrk í sínu fagi, jafnframt því að öðlast nauðsynleg réttindi til að ía inngöngu í doktorsnám og grundvöll fyrir þátttöku í rannsóknar- og fræðimennsku livort sem er innan eða utan háskóla. Endurmeimtunarstofnim H.í. Stjómim og rekstur í heilbrigðisþj ónustu - Þriggja anna nám samhliða starfi HeJ'st í febrúttr 1998. Unisóknarfrestur til 10. desember 1997. Skipulagt í samstarfi við Norrwna beilbrigðisháskólann í Gaulaborg. liinlökuskilyrði: Háskólamenntun. Náinsgreinar: Starfsumhverfi íslenskrar heil- brigðisþjónustu. Stjórnun, áætlanir, skipnlag. Starfsmannastjórnun. Gæðastjórnun. Upplýsingatækni — tölvunýting. Fjánnálastjórn og reikningshald. Heilsuhagfræði. Siðferðileg áditamál í heilbrigðisþjónustu. Þróun og breytingar í heillnigðisþjónustu. Stefnumótiin stofnana og áætlanagerð. Kennsliitúiii: 800 klst. sem samsvara 15 eininga námi á háskólstigi. Kennarar: Kristján Jóhannsson, lektor við HI, Guðbjiirg Sigurðardóttir, tiilv 11narfra*ðingur, dr. Guðjón Magnússon, læknir og rektor Norræna heilbrigðisháskólans í Gautaborg, Guðrún Högnadóttir, forstöðumaður gæða- og þróunarskorar Ríkisspitala, Ingibjörg Þórhallsdóttir, lektor II.A. og Olafur Jón Ingólfsson, viðskiptafræðingur, starfsmanna- stjóri Sjóvá-Almennar, auk innlendra og er- lendra gestafyrirlesara. Skráning: Sími 525 4923 306 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.