Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 63

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 63
tryggir betri árangur Lausn til munnskolunar; (A 01 A B 03) 1 ml inniheldur: Chlorhexidini gluconati solutio 20%, samsvarandi Chlorhexidinum INN, glúkónat, 2 mg, Aethanolum 52,8 mg, Sorbitolum 70% 150 mg, Xylitolum 35 mg, bragðefni og hjálparefni q.s., Aqua purificata ad 1 ml. Eiginleikan Klórhexidín er sýkladrepandi efni, virkt bæði gegn Gram-jákvæðum og Gram-neikvæðum bakteríum. Einnig virkt gegn ýmsum sveppum, t.d. candida. Verkun kemur fljótt og varir í nokkrar klukkustundir. Við endurtekna notkun aukast áhrif efnisins. Blóð og gröftur draga úr áhrifum efnisins. Frásog frá meltingarvegi er mjög lítið, minna en 1% finnst i þvagi og þéttni í blóði finnst ekki. Ábendingar: Sýkladrepandi lyf, notað við tannholdsbólgu, til að hamla gegn tannsteinsmyndun og til að koma í veg fyrir sýkingar við aðgerðir í munni. Ennfremur notað til munnhreinsunar þegar erfitt er um tannburstun, t.d. við sjúkdóma eða vegna slysa, mikla tannsteinsmyndun, blæðandi tannhold og tannlos. Frábendingar Ofnæmi fyrir klórhexidíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins. Aukaverkanir: Algengar (>1%): Getur valdið brúnum blettum á tönnum og tungu, sem hverfa af tungunni, þegar notkun er hætt, en tannblettina getur þurft að hreinsa burt hjá tannlækni. Breytingar á bragðskyni og sviði á tungu geta komið fyrir í byrjun meðferðar en hverfa oftast við áframhaldandi notkun. Sjaldgæfar (0,1-1%): Ofnæmi, húðerting, tannholdsbólgur. Áhrif á bakteríu- flóru í munni og koki eftir langtíma notkun lyfsins eru ekki fullkomlega Ijós og er því ekki mælt með langvarandi notkun þess. Milliverkanir: Anjónísk hreinsiefni (detergents) draga úr áhrifum klórhexidíns. Skammtastærðir handa fullorðnum og börnum: Munnskolun tvisvar sinnum á dag með 10 ml af lausn, eina mínútu í senn eftir tannburstun með venjulegu tannkremi. Við aðgerðir í munni: Munnskolun í 5 daga fyrir og 5 daga eftir aðgerð með 10 ml af lausn í eina mínútu í senn tvisvar sinnum á dag eftir tannburstun með venjulegu tannkremi. Við tannholdsbólgu og sýkingar í tannholdi: Munnskolun tvisvar sinnum á dag með 10 ml af lausn, eina mínútu í senn í u.þ.b. mánuð. Athugið: Varist að lyfið berist í augu og eyru. Lyfið má ekki komast í snertingu við heila, heilahimnur eða innra eyra, t.d. við skurðaðgerðir í þessum líffærum. Pakkningar og verð (1.10.1995): 300 ml kr. 272.- M$ Hexadent Við tölum fyrir munn allra Gott bragð Hexadent munnskolið inniheldur klórhexidín sem er sýkla- og sveppadrepandi lyf. Bragðgóð og áhrifarík lausn. • Flúorlausn • • • Flúorlausn til munnskolunar; (A 01 A A 01) 1 ml inniheldur: Natrii fluoridum 0,5 mg, samsvarandi 0,23 mg flúor. Eiginleikan Flúoríð getur varnað tannskemmdum. Verkunin er talin byggjast á því að flúoríð styrki glerung tannanna. Einnig er talið hugsanlegt að verkunin byggist á sýkladrepandi verkun lyfsins. Ábendingar: Til varnar tannskemmdum (caries), einkum í tengslum við tannréttingar. Frabendingar: Lyfið má ekki nota á svæðum þar sem drykkjarvatn inniheldur meira en 0,75 mg/l af flúoríði. Skert nýrnastarfsemi. Meðganga og brjóstagjöf: Lyfið skal ekki nota fyrstu þrjá mánuði meðgöngu. Lyfið skilst í litlu magni út í móðurmjólk. Aukaverkanir. Dökkir blettir á glerungi (ofskömmtun). Milliverkanir: Ekki þekktar. Eiturverkanir Banvænn skammtur er talinn vera 4-5 g fyrir full- orðna, en 50 mg/kg líkamsþunga fyrir börn. 2 mg/kg geta gefið veruleg eitrunareinkenni. Aukið munnvatnsrennsli, ógleði, uppköst, magaverkir, niðurgangur. Krampakippir af völdum hýpókalsaemíu. Meðferð: Magatæming og magaskolun. Kalktil inntöku. Skammtastærðir 10 ml til munnskolunar eftir siðustu tannburstun dagsins. Munnurinn er skolaður í 2-3 mínútur og lausninni síðan spýtt. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára vegna hættu á að þau kyngi lyfinu. Pakkningar og verð (1.10.1995): 500 ml kr. 588.- Endurbætt Flúorlausn í nýjum umbúðum með mæliglasi. Inniheldur nú xylitol sætuefni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.