Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Síða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Síða 50
Balint - ritgerðarsamkeppnin Balint-ritgerðarsamkeppnin hefur verið haldin árlega síðan 1991 til minningar um Michael Balint, ung- verskan geðlækni og sálgreini sem starfaði í Englandi. Hann var frumkvöðull í samskiptamiðaðri umönnun hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Verðlaunin eru veitt af svissneska Rauða krossinum og „Foundation for Psychosomatic and Social Medicine" í Ascona í Sviss. Verðlaunaféð er 8000 svissneskir frankar eða um 400 þúsund íslenskar krónur. Þátttaka miðast við heilbrigðisstarfsfólk, s.s. hjúkrunarfræðinga, Ijósmæður, iðju- og sjúkraþjálfara en ekki lækna og sálfræðinga. Ritgerðirnar, sem mega í mesta lagi vera 20 síður (30 línur á síðu og 60 stafir í línu), þurfa að innihalda eftirfarandi kafla : 1. Kynning þar sem höfundur lýsir persónulegri reynslu af sambandi við sjúkling/skjólstæðing, þróun þess sambands og því starfsumhverfi sem það á sér stað í. 2. Greining og hugleiðingar: Höfundur greinir hegð- un sína í sambandinu, hegðun sjúklingsins/skjól- stæðingsins og samskipti þeirra. Þessi greining nær yfir tilfinningalegan þátt sambandsins, tilgang og af- leiðingar. 3. Lærdómur og niðurlag: Höfundur útskýrir hvað hann lærði af sambandinu og hvaða ályktanir hann dró af því. Skilafrestur er til 28. febrúar 1999. Þrjú eintök af hverri ritgerð á þýsku, frönsku, ítölsku eða ensku þarf að senda til: The Swiss Red Cross Department of Vocational Education Pro Balint Werkstrasse 18 CH-3084 Wabern Switzerland Guðrún Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, var meðal verðlaunahafa árið 1996. Hún skrifaði grein um ritgerð- ina í septemberhefti Tímarits hjúkrunarfræðinga 1997. Veggspjald fyrir alþjóðadag hjúkrunarfræðinga Alþjóðasamband hjúkrunarfræðinga býður hjúkrunar- fræðingum að taka þátt í samkeppni um að hanna veggspjaid fyrir alþjóðadag hjúkrunarfræðinga árið 2000. Sigurvegarinn fær ókeypis aðgang að ráð- stefnu Alþjóðasambandsins í Kaupmannahöfn í Dan- mörku árið 2001 og 500 svissneska franka (25.000 krónur) upp í útgjöld vegna ferðarinnar. Skilaboð veggspjaldsins eiga að vera „Hjúkrunar- fræðingar - ávallt til reiðu fyrir þig". Það á að gefa til kynna að hvar sem fólk er statt þá sé hjúkrunar- fræðingur, tilbúinn til aðstoðar, ekki langt undan. Til- gangurinn er að vekja athygli á fjölþættu framlagi hjúkrunarfræðinga til heilbrigðisþjónustu og mann- úðarstarfa við mismunandi aðstæður um víða veröld. Stærð plakatsins verður að vera A4 (21 x 29,5 cm) en skila má því hvort sem er hand- eða tölvu- unnu. Sé það gert í tölvu verður að skila disklingi með. Frestur til að skila hugmyndum er til 20. nóv- ember 1998. Allar hugmyndir, sem berast, verða eign Alþjóðasambands hjúkrunarfræðinga sem áskilur sér rétt til að aðlaga hugmyndirnar eftir þörfum. Sendist til : Tesfamicael Ghebrehiwet ICN 3 Place Jean Marteau 1201 Geneva Switzerland 242 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.