Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 50
Balint - ritgerðarsamkeppnin Balint-ritgerðarsamkeppnin hefur verið haldin árlega síðan 1991 til minningar um Michael Balint, ung- verskan geðlækni og sálgreini sem starfaði í Englandi. Hann var frumkvöðull í samskiptamiðaðri umönnun hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Verðlaunin eru veitt af svissneska Rauða krossinum og „Foundation for Psychosomatic and Social Medicine" í Ascona í Sviss. Verðlaunaféð er 8000 svissneskir frankar eða um 400 þúsund íslenskar krónur. Þátttaka miðast við heilbrigðisstarfsfólk, s.s. hjúkrunarfræðinga, Ijósmæður, iðju- og sjúkraþjálfara en ekki lækna og sálfræðinga. Ritgerðirnar, sem mega í mesta lagi vera 20 síður (30 línur á síðu og 60 stafir í línu), þurfa að innihalda eftirfarandi kafla : 1. Kynning þar sem höfundur lýsir persónulegri reynslu af sambandi við sjúkling/skjólstæðing, þróun þess sambands og því starfsumhverfi sem það á sér stað í. 2. Greining og hugleiðingar: Höfundur greinir hegð- un sína í sambandinu, hegðun sjúklingsins/skjól- stæðingsins og samskipti þeirra. Þessi greining nær yfir tilfinningalegan þátt sambandsins, tilgang og af- leiðingar. 3. Lærdómur og niðurlag: Höfundur útskýrir hvað hann lærði af sambandinu og hvaða ályktanir hann dró af því. Skilafrestur er til 28. febrúar 1999. Þrjú eintök af hverri ritgerð á þýsku, frönsku, ítölsku eða ensku þarf að senda til: The Swiss Red Cross Department of Vocational Education Pro Balint Werkstrasse 18 CH-3084 Wabern Switzerland Guðrún Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, var meðal verðlaunahafa árið 1996. Hún skrifaði grein um ritgerð- ina í septemberhefti Tímarits hjúkrunarfræðinga 1997. Veggspjald fyrir alþjóðadag hjúkrunarfræðinga Alþjóðasamband hjúkrunarfræðinga býður hjúkrunar- fræðingum að taka þátt í samkeppni um að hanna veggspjaid fyrir alþjóðadag hjúkrunarfræðinga árið 2000. Sigurvegarinn fær ókeypis aðgang að ráð- stefnu Alþjóðasambandsins í Kaupmannahöfn í Dan- mörku árið 2001 og 500 svissneska franka (25.000 krónur) upp í útgjöld vegna ferðarinnar. Skilaboð veggspjaldsins eiga að vera „Hjúkrunar- fræðingar - ávallt til reiðu fyrir þig". Það á að gefa til kynna að hvar sem fólk er statt þá sé hjúkrunar- fræðingur, tilbúinn til aðstoðar, ekki langt undan. Til- gangurinn er að vekja athygli á fjölþættu framlagi hjúkrunarfræðinga til heilbrigðisþjónustu og mann- úðarstarfa við mismunandi aðstæður um víða veröld. Stærð plakatsins verður að vera A4 (21 x 29,5 cm) en skila má því hvort sem er hand- eða tölvu- unnu. Sé það gert í tölvu verður að skila disklingi með. Frestur til að skila hugmyndum er til 20. nóv- ember 1998. Allar hugmyndir, sem berast, verða eign Alþjóðasambands hjúkrunarfræðinga sem áskilur sér rétt til að aðlaga hugmyndirnar eftir þörfum. Sendist til : Tesfamicael Ghebrehiwet ICN 3 Place Jean Marteau 1201 Geneva Switzerland 242 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.