Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 10
Tafla 1. Aðferðafræði og niðurstöður rannsókna á þörfum foreldra barna á sjúkrahúsum 1986-1999 Heimild Úrtak Aðferðafræði Niðurstöður Bournaki (1987). 15 mæður 2 til 6 ára barna á almennum barnadeildum í Montreal í Kanada og 15 hjúkrunarfræðingar á sömu deildum. NPQ - Likert-spurningalisti með 45 fullyrðingum um þarfir ásamt tveimur opnum spurningum og lýðfræðilegum spurningum. Mæðurnar voru spurðar um mikilvægi hverrar þarfar, að hve miklu leyti hverri þörf væri mætt og hvort þær þyrftu aðstoð frá sjúkrahúsinu til að sinna þörfum sínum. Hjúkrunarfræðingar voru einnig spurðir sömu spurninga en beðnir um að setja sig í spor foreldra. Flestar þarfirnar voru taldar mikilvægar eða mjög mikilvægar. Þarfir, sem tengdust þekkingu og upplýsingum ásamt því að geta treyst starfsfólki, fengu mesta vægið hjá mæðrunum. Hjúkrunarfræðingarnir mátu þarfir mæðra að nokkru leyti öðruvísi en mæðurnar sjálfar en munurinn var ekki tölfræðilega marktækur. í svörum hjúkrunarfræðinganna vógu upplýsingar og stuðningur þyngra en þörfin fyrir traust. Bragadóttir (1997, 1999). 32 foreldrar (27 mæður) 2 til 12 ára barna á almennum barnadeildum á íslandi. NPQ - Likert-spurningalisti með 43 fullyrðingum um þarfir ásamt tveimur opnum spurningum og lýðfræðilegum spurningum. Foreldrar voru spurðir um mikilvægi hverrar þarfar, að hve miklu leyti hverri þörf væri mætt og hvort foreldrar þyrftu aðstoð frá sjúkrahúsinu til að sinna þörfum sínum. Flestir foreldrarnir töldu allar þarfirnar, sem spurt var um, mikilvægar eða mjög mikilvægar. Flestum þörfum foreldranna var mætt að öllu eða einhverju leyti. Flestir foreldrarnir vildu aðstoð frá sjúkrahúsinu til þess að sinna þörfum sínum. Farrell og Frost (1992). 27 foreldrar, 15 einstæðir foreldrar (14 mæður) og 12 pör 7 daga til 6 ára barna á barnahjartagjörgæslu. Spurningalisti með 6 opnum spurningum, 17 lokuðum lýsandi spurningum og 32 spurningum um einstakar þarfir. Spurt var um mikilvægustu þarfir foreldra tengdar því að eiga barn á barnahjartagjörgæslu. Mikilvægustu þarfir foreldaranna voru að fá eins miklar upplýsingar um barnið og kostur væri og að hafa aðgang að kvíðastillandi úrlausnum fyrir foreldra. Persónulegar þarfir foreldranna og þarfir tengdar stuðningi voru ekki taldar mikilvægar. Fisher (1994). 15 mæður og 15 feður 30 barna á fyrsta ári til 17 ára á barnagjörgæslu Likert-spurningalisti með 59 fullyrðingum um þarfir og einni opinni spurningu þar sem spurt var um mikilvægi þarfanna í tengslum við það að eiga barn á barnagjörgæslu. Foreldrarnir mátu 49 af 59 fullyrðingum um þarfir mjög mikilvægar eða mikilvægar. Fjórar af þeim fimm þörfum, sem bæði mæður og feður töldu mikilvægastar, tengdust því að fá upplýsingar. Fimmta mikilvægasta þörfin tengdist voninni. Kyn og fyrri reynsla foreldra virtist tengjast vægi þarfanna. Kasper og Nyamathi (1988). 9 mæður og 6 feður 8 mánaða til 10 'h ára barna á barnagjörgæslu. Lýsandi aðferð var notuð með hálfstöðl- uðum viðtalsramma þar sem foreldrar voru spurðir um þarfir þeirra í tengslum við það að eiga barn á barnagjörgæslu. Þarfir foreldranna voru flokkaðar í líkamlegar, félagslegar og sálrænar þarfir. Langoftast kom fram þörfin fyrir að vera með barninu og að fá upplýsingar tengdar því. Kirschbaum (1990). 41 foreldri nýfæddra til 15 ára alvarlega veikra barna á barnagjörgæslu (í 8 tilvikum svöruðu báðir foreldrar barns) í Bandaríkjunum. Likert-spurningalisti með 53 fullyrðingum um þarfir og einni opinni spurningu þar sem spurt var um þarfir og mikilvægi þeirra fýrir útskrift af gjörgæslunni. 5 af 10 mikilvægustu þörfum foreldranna tengdust upplýsingum. Á meðal mikilvæg- ustu þarfanna var þörfin fyrir að hafa von og þörf fyrir að viðurkennt væri að foreldrið væri mikilvægt fyrir bata bamsins. Þarfir tengdar foreldrunum sjálfum fengu minnst vægi. Kristjánsdóttir (1986, 1991). 5 foreldrar 2 til 6 ára barna og 6 heilbrigðisstarfsmenn á barnadeildum í Bandaríkjunum og á íslandi. Djúpviðtöl með opnum spurningum auk heimildagreiningar til þess að greina þarfir foreldra barna á sjúkrahúsum. Sex þarfaflokkar voru greindir. Þeir tengdust trausti milli foreldra annars vegar og lækna og hjúkrunarfræðinga hins vegar, upplýs- ingum, öðrum fjölskyldumeðlimum, umhverfi og starfsfólki, og stuðningi og leiðsögn. Kristjánsdóttir (1986, 1995). 12 feður og 22 mæður 2 til 6 ára barna á barnadeildum á íslandi. NPQ - Likert-spurningalisti saminn af höfundi með 43 fullyrðingum um þarfir auk tveggja opinna spurninga og lýðfræðilegra spurninga þar sem spurt var um mikilvægi þarfanna, hversu vel þeim var fullnægt og þörf foreldra fyrir aðstoð fagmanna til að fullnægja þeim. Allar þarfirnar, sem spurt var um, voru álitnar mikilvægar að einhverju leyti og flestar mjög mikilvægar. Mest vægi fengu þarfir tengdar trausti foreldra til heilbrigðisstarfsfólks, upplýsingaþarfir og þarfir tengdar öðrum fjölskyldumeðlimum. 90 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.