Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 20
Kristín: „Ég hef miklar áhyggjur af hjúkruninni þegar
stofnanaþjónusta verður minni og fólk er að flytjast
heim, fólk er inni á sjúkrahúsi vegna þess að það þarf
hjúkrun. Hver ætlar að taka þessa hjúkrun? Það er
heimilið og fjölskyldan sem mun þurfa að bera þessa
hjúkrun og þarna finnst mér ábyrgð okkar vera alveg
gífurlega mikil að hafa afgerandi áhrif á stefnumörkun
varðandi þá þjónustu sem fjölskyldur munu þurfa að
hljóta.“
auðvelt uppdráttar í nútímanum og ég óttast um þessi
viðhorf í framtíðinni. Ég tel það vera mjög margt í okkar
samfélagi núna sem gerir það að verkum að það er erfitt
fyrir okkur að láta þessa rödd hljóma sterkt.
Ásta: Ég tel grundvallarviðhorfin það sterk að þau
muni lifa af. Hjúkrunarfræðingar eru með það alveg á
hreinu hvert þeirra hlutverk er. Þeir geta kannski ekki
skilgreint verkin sín en þeir geta skilgreint hlutverk sitt. Ég
tel að okkar hugmyndafræði muni lifa af. Hún er innbyggð
í okkur sem gerir okkur megnug að vera forystuafl í
ákveðnum breytingum innan heilbrigðiskerfisins. Sú hugs-
un, sem er okkur töm, þ.e. að vinna með fólki, er einnig
orðinn hluti af nýjum stjórnunarstíl sem er verið að taka
upp um allan heim.
Valgerður: Ef við reynum að beina sjónum okkar meira
að því sem við sögðum í upphafi, á framtíðina og það
hvað hjúkrunarfræðingar geta gert til að stuðla að betri
heilsu almennings, hvað geta hjúkrunarfræðingar þá gert í
því sambandi?
Herdís: Ég held við ættum að fara að einbeita okkur
að framtíðarsýninni. Það er t.d. skortur á hjúkrunarfræð-
ingum til starfa og það er hægt að nýta aðrar stéttir en þá
ávallt með grundvallarhugmyndir hjúkrunarfræðinga í
huga. Ég held líka að það megi nýta mun betur menntun
hjúkrunarfræðinga. Og rödd hjúkrunarfræðinga, sem
Kristín segir að sé farin að heyrast meira í samstarfi við
aðrar stéttir, það er ekki bara það að hún heyrist meira,
það er líka þessi vitund hjúkrunarfræðinganna sem vaknar
á því að þeir hafi sterka rödd þegar þeir koma í
þverfaglegt samstarf með öðru fólki. Ég held, þegar þú
100
segir, Ragnheiður, að það sé hætt við að grundvallarvið-
horf hjúkrunar glatist á þessari tækniöld, ég held miklu
frekar að við eigum að taka vopnin í okkar hendur og
byggja upp framtíð þar sem þessi rödd er undirtónninn og
hefur hljómgrunn. í framtíðinni mun þjónustan færast inn á
heimilin, við hjúkrunarfræðingar eigum að styrkja okkur
mjög á vettvangi samfélagshjúkrunar.
Ragnheiður: Nokkur orð svona bara til að vera áfram
ögrandi í umræðunum. Til þess að láta þessa rödd heyr-
ast verðum við að finna skýrar fyrir þeim hópi sem mun
tala á næstu árum. Hvar eru ungu hjúkrunarfræðingarnir?
Hvar eru þeir andspænis félaginu? Hvar eru þeir varðandi
samfélagsþróun? Hvar heyrast þeirra sjónarmið? Þegar
við sem hér sitjum vorum í námi og að útskrifast þá létum
við okkur varða ailt sem gerðist í samfélaginu og tengdist
heilbrigði, það var í okkar huga hjúkrun og kom okkur við.
Við vorum alls staðar. Það er stærsta áhyggjuefni mitt í
dag að ég sé ekki þennan hóp.
Herdís: Virkjum unga hjúkrunarfræðinga.
Vilborg: Virkjum við unga hjúkrunarfræðinga? Kannski
höfum við ekki alveg hleypt þeim að? Við sem höfum verið
í þessari umræðu undanfarin 10 ár eða svo höfum kannski
ekki hugað að því að við þurfum að taka meiri breidd inn í
umræðuna og rödd allra þarf að heyrast. En við ættum
kannski að byrja að ræða hérna, frammi fyrir hverju stönd-
um við á næstunni og hvert er hlutverk hjúkrunarfræðinga í
þeim breytingum sem fram undan eru? Hjúkrun spannar
svo vítt svið. Ég held að það komi í hlut hjúkrunarfræðinga
að leiða einstaklingana sjálfa í gegnum þeirra ferli, taka
fólkið sjálft með inn í þessa umræðu, vera með skjólstæð-
ingunum sjálfum. Þar hafa hjúkrunarfræðingar forskot á
aðrar stéttir, það er engin stétt sem kemst eins nærri
einstaklingum og hjúkrunarfræðingar. Það er varla til sú
stétt í samfélaginu sem getur farið, án þess að hafa í raun
sérstakt erindi, inn á hvaða heimili sem er í landinu og
sagt: Ég er heilsugæsluhjúkrunarfræðingurinn þinn, ég
ætla að koma og huga að því hvernig ykkur líður hér. Það
þurfa ekki einu sinni að vera veikindi á heimilinu. Og að
hjálpa fólki að skilja sína stöðu, ég held að samfélagið
verði fióknara á næstu áratugum, hjá ungu fólki, hjá ýms-
um fjölskyldum, og við verðum með fleiri aldraða. Hjúkr-
unarfræðingar hafa alls staðar verið í lykilstöðu að reyna
að hjálpa fólki. Þess vegna skiptir miklu máli að velta fyrir
sér hvernig við getum aukið heilbrigði? Við getum það
helst með því að sinna grundvallarþáttum hjúkrunar. Við
þurfum að hjálpa fólki að læra að taka ábyrgð á sjálfu sér
og hjálpa fólki að takast á við þann vanda sem það
stendur sjálft frammi fyrir. Við verðum í framtíðinni með
fleiri fatlaða, við verðum með fleiri sem eru haldnir lang-
vinnum sjúkdómum og við ætlum ekki að gera þá alla að
heilbrigðisvandamálunn. Við ætlum að styrkja fjölskyldur í
að geta ráðið við þau verkefni sjálfar. Þar eru hjúkrunar-
fræðingar í hvað sterkastri stöðu.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001