Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 57
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Félagsráðsfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
Inga var haldinn föstudaginn 2. mars að Suður-
landsbraut 22. Flér á eftir fer fundargerð fundarins.
1. Staða kjara- og samningamála og kynning á rétt-
indum sem áunnist hafa.
Alls hafa verið haldnir níu fundir með samninganefnd ríkis-
ins. Tilboð hennar er 14% launahækkun á samningsfíma-
bilinu sem er 4 ár. Þessa sfundina er ekki verið að ræða
launahækkun heldur er lögð áhersla á að ræða greiðslu
fyrir álagsfengda þætfi. Helstu kröfur félagsins eru hækkun
grunnlauna, hækkun vaktavinnuálags og stytting vinnu-
vikunnar. Verið er að semja um reglur varðandi endurnýjun
stofnanasamninga.
Slitnað hefur upp úr viðræðum margra aðildarfélaga
BHM við ríkið. Eina félagið, sem hefur samið, er Félag
háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins.
Ekki er hægt að gera kröfur um afturvirkni samninga frá
þeim tíma er samningar voru lausir. Athuga þarf hvort
hægt er að setja þá kröfu inn í næstu samninga.
Helga Birna Ingimundardóttir kynnti samkomulag um
réttindi starfsmanna vegna veikinda og slysa, ný lög um
fæðingar- og foreldraorlof og fjölskyldu- og styrktarsjóð.
Þessar upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins.
2. Kynning á rekstrarreikningi 2000
Ingunn Sigurgeirsdóttir kynnti rekstrarreikning ársins 2000.
Staða hans er ekki endanleg en samkvæmt reikningnum,
eins og hann stendur í dag, er mikill hagnaður hjá félaginu.
Meginskýringin er sú að launahækkun hjúkrunarfræðinga
varð meiri en gert hafði verið ráð fyrir við ákvörðun félags-
gjalda árið 1999.
Umræður urðu um hvernig fara ætti með þennan
hagnað. Herdís sagði að verið væri að kanna hvort hægt
væri að leggja stóran hluta hagnaðarins í vinnudeilusjóð
félagsins og stytta þannig þann tíma sem félagsmenn
borga í sjóðinn. Sigrún Gerða Gísladóttir bar fram þá
tillögu að endurgreiða hjúkrunarfræðingum félagsgjöldin.
Tillögur komu frá nokkrum formönnum fagdeilda um að
hækka styrk til fagdeilda. Herdís benti á að ekki mætti
auka útgjöld félagsins vegna hagnaðar þessa eina árs.
Stjórnin mun leggja fram tillögu um lækkun félagsgjalda á
fulltrúaþinginu í vor. Þá var rætt um að skoða almennt
stefnu félagsins varðandi greiðslur til nefndar/félags-
manna vegna vinnuframlags þeirra til félagsins. Einnig var
rætt um að leggja fyrir álitlega fjárhæð til ritunar sögu
hjúkrunar á íslandi en það mun vera 10-12 milljón króna
verkefni.
Aðalheiður Dagmar Matthíasdóttir lýsti ánægju sinni
með stöðu félagsins. Sigrún Gerða taldi félagsmenn verða
vara við minni þjónustu af hendi félagsins og þeim fyndist
félagið hafa fjarlægst hinn almenna félagsmann. Á þetta
einkum við minni þjónustu við samningagerð, þ.e.
aðlögunarsamninga og framgangskerfi. Kristín Sigurðar-
dóttir, formaður Austurlandsdeildar, kannaðist ekki við
þetta umkvörtunarefni.
3. Fréttir frá stjórn
Herdís sagði frá helstu verkefnum stjórnar þessa stundina.
• Búið er að skipa vinnuhóp til að vinna áfram með
niðurstöður hjúkrunarþings varðandi skilgreiningu á
hjúkrunarmeðferð, þ.e. að félagið setji einhvers konar
siðareglur eða leiðbeiningar um hvað teljist til
hjúkrunarmeðferðar og hvað ekki.
• Fræðslu- og menntamálanefnd hefur fundað með
stjórn og iagt fram tillögur að breyttu starfssviði
nefndarinnar. Stjórn líst vel á þær hugmyndir.
• BHM hefur rekið tvö dómsmál fyrir félagsmenn. Annað
vannst en hitt tapaðist.
• Ákveðið hefur verið að stjórn tilnefni Sigríði Guðmunds-
dóttur hjúkrunarfræðing til Florence Nigthingale orð-
unnar.
• Þá hefur verið ákveðið að tilnefna hóp hjúkrunar-
fræðinga gegn reykingum til „Nordiska folkhálsopriset”
• Starfslýsingar starfsfólks á skrifstofu hafa verið endur-
skoðaðar.
• Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa í afgreiðslu í
stað Önnu Árnadóttur. Hún heitir Steinunn Helga
Björnsdóttir og var kynnt og boðin velkomin til starfa.
• Námskeið um einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni fyrir
hjúkrunarfræðinga er samvinnuverkefni félagsins og
Háskóla Reykjavíkur. Námskeiðið hefst 12. mars nk.
• Niðurstöður úr könnun á vinnuálagi hjúkrunarfræðinga
hafa verið kynntar í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Tvær
greinar af þremur hafa þegar birst.
• Verið er að vinna að ráðningu sagnfræðings til að rita
sögu hjúkrunar á íslandi. Nefnd var stofnuð til að sjá
um þetta mál og er formaður hennar Ásta Möller.
137
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001