Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 37
Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri Lyfjastofnunar Hvernig nýtist nám í stjórnun og rekstri heilbrigðisþjónustunni? Að loknu framhaldsnámi í sjúkrahúslyfjafræði í Bretlandi hóf ég störf í apóteki Land- spítalans. Eftir að ég tók við starfi yfirlyfjafræðings og varð þar með forstöðumaður apóteks Landspítaians jukust stjórnunar- störf mjög hjá mér og enn meir þegar ég tók við starfi fram- kvæmdastjóra Lyfjaverslunar ríkisins. Ég sótti ýmis námskeið m.a. í stjórnun, starfs- mannahaldi og gæðastjórnun og fékk þá áhuga á að mennta mig frekar á þessu sviði. Ég ákvað því að sækja um nám í stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ og háskólans í Gautaborg í byrjun árs 1998, en það var í annað skipti sem boðið var upp á það nám. Námið spannaði þrjár annir og var skipulagt þannig að hægt var að stunda það með vinnu. Hafði ég mikla ánægju af því að stunda námið en það kom ýmsum í hópi nemenda á óvart hversu mikil fræðigrein stjórnun er. Ég get ekki neitað því að þetta eina og hálfa ár var erfitt því mestallur tími utan vinnutíma fór í undirbúning og lestur. Námsefnið var gott og hentaði vel mínu starfi enda hægt að velja verkefni sem nýttust í vinnunni. Það sem var ef til vill mest gefandi í náminu var góður og fjölbreyttur hópur nemenda með mismunandi grunnmenntun, þ.e. sjúkraþjálfun, hjúkrunarfræði, meinatæknimenntun, lyfjafræði og læknis- fræði svo eitthvað sé nefnt. Þó flest okkar hefðum starfað í heilbrigðisþjónustunni komum við samt úr ólíku umhverfi og má segja að það hafi verið styrkur hópsins. Hópurinn gerði kröfur til kennara og sköpuðust iðulega skemmti- iegar umræður sem opnuðu augun fyrir nýjum sjónar- hornum. í kjölfar breytinga á lyfjalögum í maí sl. voru Lyfjanefnd ríkisins og Lyfjaeftirlit ríkisins sameinuð í eina stofnun, Lyfjastofnun. Samkvæmt lögunum var auglýst staða forstjóra Lyfjastofnunar og ákvað ég að sækja um hana. Viðbótarnám mitt í stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu hefur eflaust haft áhrif á að ég var valin til að gegna embætti forstjóra. Þetta nám hefur án efa gert mig að hæfari stjórnanda og nýtist mér vel í núverandi starfi. Athugasemd frá Erlu Dóris Halldórsdóttur Athugasemdin varðar grein mína „Konur og stofnun Landspítalans“ úr desemberblaði Tímarits hjúkrunarfræðinga. Mig langar bara til að taka það fram að þegar íslenskar konur fengu kosningarétt til Alþingis hinn 19. júní árið 1915 var kosningarétturinn takmarkaður við 40 ára aldur til að byrja með. Síðan átti aldurstakmarkið að lækka um eitt aldursár á hverju ári þar til komið væri niður í 25 ára aldursmark árið 1930. En til þessa kom ekki því að með sambandslögunum árið 1918 fengu íslenskar konur, 25 ára og eldri, kosningarétt til jafns á við karlmenn. Rannsókna- og vísindasjóður hjúkrunarfræðinga Veita á úr sjóðnum fyrri hluta árs 2001. Tilgangur sjóðsins er að styrkja hjúkrunarfræðinga til rannsókna- og vísindastarfa í hjúkrunarfræðum, verkefna sem unnin eru hér á landi. Styrkveiting miðast við stuðning á öllum stigum rannsóknarvinnu. Ekki er veitt úr sjóðnum í tengslum við nám. Umsóknarfrestur er til 10. maí 2001 og fást umsóknareyðublöð á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.