Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 35
Forvarnapistill: Anna Björg Aradóttir og Sigrún Gunnarsdóttir
Yæú ti[ [
Þeir sem vinna að lýðheilsu leggja aukna áherslu á að
heilbrigði sé leið til að lifa góðu lífi frekar en markmið í
sjálfu sér. Með heilbrigði og vellíðan er fólki betur gert kleift
að lifa innihaldsríku lífi og njóta þeirra gæða sem aðstæður
þeirra bjóða. Ýmsum virðist í lófa lagið að njóta þess sem
lífið býður og hafa fræðimenn bent á að einstaklingar, sem
njóta vellíðanar, jafnvel þó heilsan bresti, búi yfir innri krafti.
Þennan kraft kallar Aaron Antonovsky rætur heilbrigðis
(salutogenesis) og talar um tilfinningu fyrir samhengi í lífinu
þegar við ráðum við verkefni lífisins, skiljum þau og þau
hafa merkingu í huga okkar. Þessi sýn á heilbrigði minnir á
margt um umfjöllun heimspekinga um heilindi. Heilindi fel-
ast í því að þekkja aðstæður sínar, gera upp við sig
hvernig maður vill bregðast við þeim og bera síðan ábyrgð
á vali sínu. Til þess að þekkja og skilja aðstæður okkar
þurfum við ýmiss konar upplýsingar og að geta hagnýtt
þær.
Lengstum hefur fræðsla verið þungamiðja í hjúkrun.
Rannsóknir hafa þó sýnt að fræðslan ein og sér skilar
takmörkuðum árangri og að auk hennar þurfi að koma til
aðgerðir sem miða að því að hafa áhrif á aðstæður og
umhverfi fólks. í þessu sambandi má aftur vitna í heim-
spekinga og orð Kierkegaards um að sönn hjálparlist
felist í því að koma til fólksins þar sem það er statt hverju
sinni. Þetta á sérstaklega vel við fræðslu hjúkrunar-
fræðinga.
Margir rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli menntunar,
læsis og heilsufars þjóða. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
leggur áherslu á að fólk sé læst á þá þætti sem hafa áhrif
á heilsufar. Það að vera læs á heilbrigði (health literacy)
felur í sér persónulega, vitræna og félagslega eiginleika til
að nálgast upplýsingar, skilja þær og hagnýta til að efia og
viðhalda heilbrigði. Talað er um þrenns konar læsi á
heilbrigði. í fyrsta lagi frumlæsi sem felur í sér að geta
lesið og skilið upplýsingar. í öðru lagi sjálfseflandi læsi þar
sem persónulegir hæfileikar þróast í kjölfar styðjandi
fræðslu. í þriðja lagi gagnrýnið læsi sem miðar að því að
styrkja einstaklinga til að hafa áhrif á samfélagið.
Læsi á heilbrigði minnir á fjórskiptingu þekkingar [
hjúkrunarstarfi samkvæmt hugmyndum Barböru Carper:
vísindaleg þekking, listræn þekking, sjálfsþekking og sið-
fræðileg þekking. Dr. Kristín Björnsdóttir hefur bent á að
þessi fjögur þekkingarform ásamt íhugun og reynslu í starfi
leiði til reynsluþekkingar. Florence Nightingale taldi hjúkr-
unarstarfið vera list sem er fólgin í hæfni hjúkrunarfræð-
ingsins til að beita þekkingu og aðferðum sem hann hefur
tileinkað sér. Carper kallar þetta listræna þekkingu.
Læsi á heilbrigði og listræn þekking hjúkrunar byggjast
á sama grunni. Til þess að lifa innihaldsríku lífi og njóta
lífsgæða þurfa einstaklingar að geta lesið hversdagslífið á
gagnrýninn hátt. Með því að sjá tækifærin og gera þau að
veruleika getur einstaklingur auðgað líf sitt og annarra.
Ef fólk hefur aðgang að upplýsingum er varða heilsufar
og getur nýtt sér það á það þetra með að efla heilsu og
bæta líðan. Slík heilbrigðisfræðsla verður að grundvallast á
persónulegum samskiptum og hafa í för með sér fræðslu-
tilboð sem miðast við þarfir og eðli hvers einstaklings og
samfélags. Einnig verður að huga að þeirri menntun sem
auðveldar fólki að takast á við þætti í samfélaginu sem
hafa áhrif á heilbrigði. Menntun og læsi á heilbrigði spornar
gegn ójöfnuði í heilsufari sem er vaxandi áhyggjuefni
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og heilbrigðisyfir-
valda margra þjóða. Það er staðreynd að ójöfnuður í
heilsufari er til staðar hér á landi. Rannsókn Matthíasar
Halldórssonar o.fl. á heilsufari barna hér á landi sýnir að
menntun og efnahagur foreldra hefur áhrif á líðan og heilsu
barnanna. Auk þessa breytileika bætist nú við sá veruleiki
að læsi og ekki síst læsi á heilbrigði er misskipt meðal íbúa
landsins. Hjúkrunarfræðingar verða að taka mið af þessu
og beita aðferðum sem styrkja fólk til að hafa áhrif á eigin
heilsu og heilsu samfélagsins í heild.
Anna Björg Aradóttir er hjúkrunarfræðingur við iandtæknis-
embættið og
Sigrún Gunnarsdóttir er deildarstjóri skrifstofu starfs-
mannamála á Landspítala-háskólasjúkrahúsi.
Fundur um
kjarasamninga
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga býður hjúkrunar-
fræðingum af erlendum uppruna til fundar í húsnæði
félagsins að Suðurlandsbraut 22, miðvikudaginn 23.
maí 2001, kl. 10:00-12:00. Fundurinn verður haldinn
á ensku. Fundarefni, kjarasamningur félagsins og
önnur málefni.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001
115