Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 32
'l<ÍÁ<$skt{lÆA \CJi í Kaupmannahöfn Undirbúningur 22. ráðstefnu alþjóðasamtaka hjúkrunar- fræðinga, ICN, sem er haldin á fjögurra ára fresti og verður að þessu sinni í Kaupmannahöfn í júní er í fullum gangi að sögn Kirsten Stallknecht forseta samtakanna, sem félög hjúkrunarfræðinga frá 121 landi eiga aðild að. Á fundi sem haldinn var með ritstjórum hjúkrunartímarita í Evrópu sagði Kirsten frá fimm aðalræðumönnum ráðstefnunnar en þau eru, Jane Fonda, hin þekkta bandaríska leikkona sem hlotið hefur ótal verðlaun og viðurkenningar fyrir leik sinn, m.a. tvisvar Óskarsverðlaun, fyrir leik sinn í „Klute" og í „Coming home“. Jane Fonda mun sýna mynd sína „Generation 2000: The realities of Girls' Lives“ þann 13. júni, en hún hefur á síðustu árum barist fyrir mannrétt- indum og bættum kjörum kvenna og stúlkna. Bertrand Piccard, svissneski flugstjóri fyrsta og eina flugs í loftbelg umhverfis hnöttinn mun segja frá því þann 14. júní hvernig sýn hans varð að veruleika í þessu langa flugi. Sheila Tlou, sem er ein af forystukonum í hjúkrun og heilbrigðismálum í Afríku, mun flytja fyrirlestur til minningar um Virginiu Flenderson þann 12. júní. Hún mun einnig ræða um áhrif alþjóðavæðingar í hjúkrun og hvernig hjúkrunarfræðingar geta aukið áhrif sín og eflt heilbrigðiskerfið. Alan Maynard, hagfræðiprófessor frá Bandaríkjunum fjallar um heilbrigðis- starfsfólk á 21. öldinni og David Hartridge mun tala um alþjóðlegar samþykktir varðandi vinnuafl og áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustuna. Á ráðstefnunni verða umræðufundir um mannauðinn, framboð og eftirspurn á alþjóðamarkaði, það að hafa áhrif á heilbrigðisstefnu, nýr vettvangur innan hjúkrunar og málefni stjórnvalda í samtökum hjúkrunarfræðinga. Kirsten sagði frá gildum ICN, sem eru m.a. að bæta heilsufar í heiminum með því að miðla þeirri þekkingu sem hjúkr- unarfræðingar hafa yfir að ráða til að bæta heilsuna og reyna að draga úr þáttum sem valda sjúkdómum, svo sem fátækt og mengun. ICN leggur einnig áherslu á að aukin vísindi og tækni þjóni hjúkruninni og mæti þeim andlegu og tilfinningalegu kröfum sem gerðar eru til gæðahjúkrunar. Alþjóðasamtökin leggja einnig áherslu á að efla menntun hjúkrunarfræðinga um allan heim. Æðsta markmiðið er að með aukinni þekkingu verði í framtíðinni heilbrigðara fólk í heilbrigðari samfélögum. Alþjóðasamtökin hafa einnig gert athuganir á ýmsum þáttum samfélagsmála til að afla upplýsinga, auka skilning og velja aðferðir til að gera áætlanir um framtíðina. Það sem einkum er skoðað eru stjórnvöld hinna ýmsu landa, samfélagsgerðir, heilbrigðismál, aldursamsetning þjóðanna 1 fc,; JF' ^ fer Kirsten Stallknecht. o.fl. Þessar athuganir hafa leitt í Ijós að spilling vex í heiminum, óstöðugleiki stjórnvalda eykst í öllum heims- álfum, Austurlönd eru að verða áhrifaríkari en Vesturlönd, sem hafa verið ráðandi mjög lengi, konur þurfa að hafa vaxandi áhyggjur af aukinni íhaldssemi stjórnvalda og smáfyrirtæki í eigu kvenna eiga vaxandi fylgi að fagna um heim allan. í flestum samfélögum heimsins eykst bilið milli ríkra og fátækra, einkavæðing heldur áfram, og alþjóða- væðing og markaðshyggja eykst, svo og aukin alþjóðleg samkeppni og í mörgum löndum er mjög lítill hagvöxtur. Fjöldi aldraðra eykst um heim allan og WHO spáir að 2020 verði 690 milljónir 65 ára og eldri, þar af 460 milljónir í þróunarlöndum. Flutningar fólks af ólíkum kynþætti milli landa, einkum flóttafólk mun halda áfram og aukast. Náttúruhamfarir munu í auknum mæli hafa áhrif á aldur- samsetningu þjóða og atvinnulausum mun ekki fækka um heim allan. Notendur heilbrigðisþjónustunnar verða sífellt upplýstari, tæknin eykst og líf fólks lengist, heilbrigðis- vandamái fara vaxandi í þróunarlöndum. Heilbrigðisástand í þróunarlöndunum heldur áfram að vera mun verra en í öðrum löndum. Kirsten Stallknecht sagði að lokum að alþjóðasamtökin myndu hafa þessi atriði til athugunar og reyna að bregðast við þeim til að unnt sé að bæta heilsufar um heim allan. -vkj 112 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.