Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 26
Herdís: „Við vitum það allar hér, að hjúkrun á eftir að færast mjög mikið út í heiisugæsiuna, þar iiggja tækifærin, þau liggja utan sjúkrahúsa og þau liggja mjög mikið utan stofnana á þessari nýju öld. Við sjáum það í nýrri heilbrigðisáætlun, við sjáum það í mannfjöldaáætlunum. Þangað eigum við að horfa varðandi þróunina og þangað eigum við að beina sýn okkar og sýn stúdenta. “ þeir eru, með því þara að vera hjúkrunarfræðingur, þá höfum við ákveðna möguleika að kynna okkur þetta og láta okkur öll þessi viðfangsefni varða. Hvernig verður heilbrigðisþjónustan eftir 30-50 ár? Valgerður: Tíminn er að hlaupa frá okkur. Ég ætla að biðja ykkur um að segja nokkur lokaorð. Hvernig viljið þið t.d. sjá heilþrigðisþjónustuna eftir 30-50 ár? Ef við förum hringinn og þú þyrjar Herdís. Herdís: Mig langar að taka aðeins upp það sem Ragn- heiður ræddi um áðan, að hjúkrun væri mikið á þreiddina en ég held að innan hjúkrunar sé líka mikið rými fyrir dýptina. Ég held það sé rými fyrir hvort tveggja og ég held við eigum að veita sérfræðiþekkingu farveg innan okkar stéttar og leyfa mjög fjölbreytilegu formi hjúkrunar að blómstra. Við eigum að leyfa mjög tæknilega sinnuðu fólki að hljóta hljómgrunn og farveg innan hjúkrunar. Við eigum að leyfa þeim sem taka að sér læknisfræðileg verk að einhverju marki að fá hljómgrunn innan hjúkrunarfræðinnar, það er pláss fyrir það. Við eigum að skapa þann farveg og þann grundvöll í hjúkrun að þar geti þróast mjög vel öll þau form sem við þúum yfir. Vilborg: Ég sé mikla möguleika í hjúkrun í framtíðinni. Ég held að í íslensku samfélagi skipti mjög miklu máli að hjúkrunarfræðingar standi saman. Það skiptir einnig miklu máli að þeir standi með öðrum stéttum, nýti sér samvinnu við annað fólk og aðrar heilþrigðisstéttir og aðra sam- félagshópa. Hjúkrunarfræðingar eiga að vera talsmenn einstaklinga, sjúklinga og fjölskyldna og láta sig stefnu- mótun og áherslur í samfélaginu varða þegar þær snerta heilsu og vellíðan einstaklinga. Þær leiðir, sem verða farnar, verða örugglega ótalmargar, ef við lítum aftur um 50 ár þá sjáum við hvað mikið hefur þreyst á þessum árum. Á næstu 50 árum á margfalt fleira eftir að þreytast. Sigríður: Ég held að við verðum að horfa á ógnanir innan stéttarinnar og meðal heilbrigðisstétta líka sem tækifæri og þau þurfum við að nýta okkur. Við megum ekki gleyma sjúklingnum í öllu þessu þrölti okkar og verðum að nálgast öll okkar verkefni með hann í forgrunn- inum. Það vill stundum gleymast í umræðunni. Megin- markmið okkar er að þjóna sjúklingum og þæta þjónustu við þá. Við þurfum að styrkja þá þætti í náminu sem hjálþa okkur að takast á við það sem hefur verið veikleiki stéttarinnar eða verið okkur fjötur um fót í starfi. Einnig þarf að þjálfa hjúkrunarfræðinga betur í að afla sér þekk- ingar sem snýr annars vegar að tæknihlið hjúkrunarinnar og hins vegar að þeirri hlið sem snýr að faglegri umhyggju. Við þurfum aldrei meira á umhyggju og snertingu að halda en þegar við erum tengd tækjum. Hver eru þá tækifærin á nýrri öld? Jú, þau eru með auknu sjálfstæði, því að taka áhættu, reka fyrirtæki og vinna með öðrum stéttum og samfélagshópum. Ásta: Ég ætla að ræða um að hafa áhrif. Það er mjög oft horft hingað til lands vegna sterkrar stöðu hjúkrunar hér. En við þurfum að standa vörð um þessa stöðu því ef hjúkrun veikist hér þá mun hún veikjast annars staðar. Við erum með hjúkrunarfræðinga í lykilstöðum hér sem þurfa að berjast fyrir að komast í lykilstöður annars staðar. Það eru margir hjúkrunarfræðingar á stefnumótandi vettvangi eins og í stjórnmálum og innan stjórnkerfisins. En eitt er að vera í ákveðinni stöðu og annað að hafa áhrif og þar eru hjúkrunarfræðingar ef til vill í sömu stöðu og margar konur, þeir þurfa að berjast til áhrifa. Annað atriði, sem mig langar að nefna, er sérhæfing og heildarsýn. Eru þetta andstæð- ur? Við viljum fá sjálfstæði og halda sjálfstæðinu, en er það á kostnað þess að vera samræmingaraðilar í heil- brigðisþjónustu gagnvart skjólstæðingunum? Ég hef stundum sagt að við séum samræmingaraðilar heilbrigðis- þjónustu til skjólstæðinga. Ef við ætlum að fá meira sjálf- stæði, fá meiri tíma til að sinna eingöngu því sem getur fallið undir hjúkrun, hvað þýðir það varðandi skjólstæð- ingana? Og hvað þýðir það varðandi völd okkar innan kerfisins? Við þurfum að hugsa þetta. Ég tek því undir það sem Herdís sagði hér áðan, við þurfum að leyfa margþætt hlutverk hjúkrunarfræðinga, þeir geta í dag gegnt svo mörgum hlutverkum og við verðum að viðurkenna að hjúkrunarfræðingar hafa mismunandi hlutverkum að gegna. Kristín: Já, ég ætla fyrst að taka undir þau orð sem komið hafa fram. Ég ætla að taka tvö atriði upp sérstak- lega, annars vegar það sem þið hafið verið að tala um að hjúkrunarfræðingar taki þátt í stefnumörkun. Mér finnst 106 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.