Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 21
Skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa Vilborg: Ég held að þar verðum við líka að huga að því að eitt stærsta mál, sem við stöndum frammi fyrir núna, er hvernig við getum fjölgað hjúkrunarfræðingum. Við getum sagt: Sumt af því sem hjúkrunarfræðingar gera í dag geta aðrar stéttir gert, en af hverju ekki hjúkrunarfræðingar? Það er að minnsta kosti ekki ver komið í þeirra höndum? En hvernig getum við fjölgað í stéttinni? Anna: Mig langar að tala um þennan samfélagshjúkr- unarþátt sem ég held að sé framtíðin fyrir mjög marga hjúkrunarfræðinga og kannski er það einmitt leiðin til að fá fleira fólk til hjúkrunarstarfa. Það er ekki endilega víst að það henti ungu fólki í framtíðinni að vera í þessu hefð- bundna sjúkrahúsumhverfi og þess vegna held ég að við eigum að markaðssetja hjúkrun mjög fljótt sem sam- félagshjúkrun. Það kemst enginn nær einstaklingnum en hjúkrunarfræðingurinn eins og Vilborg var að segja og enginn á jafnauðvelt með að komast inn á heimili fólks. Við erum þegar farin að flytja sérhæfða hjúkrun inn á heimili fólks og við eigum að markaðssetja okkur á þann hátt. Ásta: Varðandi skort á hjúkrunarfræðingum, hann er stöðugur. Við sjáum að það er aukin þörf fyrir hjúkrunar- fræðinga innan kerfisins, hjúkrunarfræðingar munu taka á sig aukin hlutverk, t.d. ráðgjöf gagnvart fólki. T.d. var umræða um það um daginn að fólk leitaði mun fyrr til heilbrigðisþjónustunnar en áður og það skýrði aukna aðsókn í heilbrigðisþjónustuna. Er það vegna þess að fólk er veikara? Nei, þröskuldurinn er lægri. Þannig hefur skapast ákveðið svæði þar sem þörfin er fyrir ráðleggingar, þarna er svið sem hjúkrunarfræðingar eiga að beina sjónum að. Valgerður: í þessu sambandi hefur verið talað um símahjúkrun og tæknin veitir okkur ýmsa nýja möguleika. Sjúklingar eða skjólstæðingar heilbrigðisþjónustunnar eru t.d. orðnir mun betur upplýstir en þeir voru og oft þurfa þeir eingöngu smáráðleggingar. Og þeir geta leitað sér upplýsinga um ótalmargt á netinu. Herdís: Þegar Ásta talar um að hjúkrunarfræðingar geti kannski ekki alltaf skilgreint störfin sín, þá er það þetta sem ég kalla hinn hjúkrunarfræðilega samhljóm hjá hjúkr- unarfræðingum. Þegar maður hittir erlenda hjúkrunarfræð- inga þá finnur maður þennan samhljóm sem byggist á grundvallarviðhorfum hjúkrunar. En mig langar að tala um tæknina og hvernig við sem hjúkrunarfræðingar getum markaðssett tæknina og komið okkur inn í þessa tækniumræðu alla, netið eins og Valgerður var að tala um hér áðan. Vilborg var að segja að við getum sem hjúkrunarfræðingar komið inn á öll heimili. Ég held að við verðum líka að þróa einhverja tækni sem hægt er að nýta inni á heimilunum. Á SSN-þinginu í Færeyjum var t.d. sýnt hvernig verið var að útbúa efni á netinu fyrir fólk þar og því kennt hvernig það stendur t.d. upp úr rúmi og ýmsar aðrar hreyfingar. Við eigum ekki að hlaupa í burtu frá tækninni, við eigum að gera okkur gildandi og koma með nýjar hugmyndir um hvernig við getum þróað hjúkrun á tækniöld. Vilborg: „Ég sé mikla möguleika i hjúkrun í framtíðinni, ojg möguleika sem við sjáum ekki einu sinni fyrir núna. Ég heid, að í íslensku samfélagi, skipti mjög miklu máli að hjúkrunarfræðingar standi saman. Það skiptir einnig miklu máli að þeir standi með öðrum stéttum, nýti sér samvinnu við annað fólk og aðrar heilbrigðisstéttir og aðra samfélagshópa. “ Sigríður: Mér finnst þegar við erum að tala um hvað hjúkrun sé sterk, hvað við komum víða við og hvað verkin okkar séu mikilvæg, að í því felist ákveðið ofmat á stöðu okkar. Við erum svolítið lokaðar í okkar heimi. Við getum velt fyrir okkur: Hvers vegna veit fólk ekki hvað við erum að gera? Það er ekki vegna þess að við séum svo sýnilegar í öllu, fólk hefur ekki nægilega skýra mynd af störfum hjúkrunarfræðinga. Okkur vantar fyrirmyndir og hefur vantað í hjúkrun frá því ég byrjaði í námi. Þegar ég var ungur hjúkrunarfræðingur fann ég ekki fyrirmynd í hjúkrun eða hjúkrunarfræðingi fyrr en í meistaranámi í Bandaríkjunum. Þá hitti ég allt í einu konu sem hafði þessa breiðu, miklu sýn. Allt í einu fannst mér ég skilja um hvað hjúkrun snýst. Hugmyndafræði hjúkrunar hefur ekki komist nægilega vel til skila. Við erum annars vegar að tala um mikinn skort á hjúkrunarfræðingum og ný hlutverk sem við erum að takast á við og hins vegar erum við að tala um að við viljum líka halda í gömlu hlutverkin. Hvernig ætlum við að gera hvort tveggja? Erum við tilbúnar til þess og höfum við áhuga á því? Varðandi skortinn, þá hafa verið lagðar fram margar tillögur um hvernig best verði á honum tekið. Þessar leiðir hafa ekki verið nýttar nema að litlu leyti. Það eru líka svo margir aðrir möguleikar í boði fyrir ungt fólk. Þegar við vorum að velja okkur ævistarf þá var ekki um svo margar starfsgreinar að velja, menn gátu orðið læknar, lögfræðingar, prestar og svo hjúkrunarfræðingar. En núna erum við í samkeppni við ótal leiðir sem ungt fólk getur : 101 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.