Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 67

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 67
og sjúkraþjálfun í 25 ár. Víðtækar breytingar fara nú fram í læknanáminu til að mæta nýjum tímum og nýjum atvinnu- tækifærum fyrir lækna. Hann taldi að hlutverk sjúkraþjálf- ara yrði veigameira í heilbrigðiskerfinu með aukinni áherslu á forvarnir, heilsueflingu og endurhæfingu. Marga Thome, forseti hjúkrunarfræðideildar Háskóla íslands, fjallaði um framtíðarsýn varðandi menntun hjúkr- unarfræðinga og Ijósmæðra. Hún sagði m.a. að ísland væri fyrsta Evrópulandið sem færði hjúkrunarfræði- menntun alfarið í háskóla og um 1400 íslenskir hjúkrunar- fræðingar hefðu lokið háskólamenntun eða um 60% stéttarinnar. Um 15% íslenskra hjúkrunarfræðinga hefðu lokið framhaldsnámi við erlenda háskóla. Að loknu kaffihléi fjallaði Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkr- unarfræðingur á landlæknisembættinu um mannaflaspár sjúkraliða og sagði m.a. að hlutfall sjúkraliða af heildarfjölda heilbrigðisstarfsmanna væri um 20% og Ijóst sé að fjölga þurfi í heilbrigðisþjónustunni um 300 einstaklinga með sjúkraliðaréttindi á ári á næstu fimm árum og síðan trúlega um 100 sjúkraliða á ári. Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis fjallaði um mannaflaspár lækna og Herdís Sveinsdóttir fjallaði um mannaflaspár hjúkrunarfræðinga. Herdís fjallaði um athug- anir og kannanir sem gerðar hafa verið á skorti á hjúkrunar- fræðingum, greindi frá hver mannafli hjúkrunarstéttarinnar er nú, hver þörfin er fram til ársins 2015 og hvaða afleiðingar skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa getur haft. Samkvæmt forsendum mannaflaspár vantar 319 stöðugildi hjúkrunarfræfðinga í dag til að fullnægja þörfinni en afleiðingar skorts á hjúkrunarfræðingum geta verið margvíslegar eins og komið hefur fram í könnun á vinnu- álagi og starfsánægju hjúkrunarfræðinga en niðurstöðurnar voru birtar í desemberhefti Tímarits hjúkrunarfræðinga. Anna Birna Jensdóttir, fjallaði um breyttar áherslur við mönnun öldrunarþjónustu og sagði m.a. að innan heilbrigðisþjónustunnar stefndi öldrunarþjónustan í að verða stærsti málaflokkurinn í takt við fjölgun aldraðra þar sem háöldruðum mun fjölga mest og tryggja þyrfti sam- keppnisstöðu öldrunarþjónustunnar hvað launakjör varðar og afnema fjöldatakmarkanir í hjúkrunarfræði og efla fjarkennslumöguleika. í lok ráðstefnunnar voru pallborðsumræður með þátt- töku fyrirlesara og fleiri aðila og var stjórnandi Ragnheiður Haraldsdóttir. Ráðstefnustjórar voru Ingimar Einarsson, skrifstofustjóri, og Margrét Björnsdóttir, skrifstofustjóri, en fundarstjórar voru Helgi Már Arthúrsson, upplýsingafulltrúi, og Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri. -vkj Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.