Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 62
ATVINNA
ÍCTÍtefítSl HEILBRIGÐISSTOFNUNIN SELFOSSI
----/ v/Árvog • 800 Sertoss - Simi 482-1300
Heílbrigðísstofnunin Selfossi
Hjúkrunarfræðingar
Á sjúkrahúsið vantar hjúkrunarfræðinga
til starfa á hand- og lyflæknissviði.
Starfsemi sjúkrahússins er í örri þróun og
þar er fjölþætt og spennandi hjúkrun við
góðar aðstæður. Vinnuhlutfall og
vaktafyrirkomulag er samningsatriði.
Vaktir eru þrískiptar og unnin er 3ja
hver helgi 8 tímar.
Einnig vantar hjúkrunarfræðinga /
hjúkrunarnema í sumarafleysingar á
sama stað
Heilsugæslustöðin á Selfossi óskar eftir
að ráða hjúkrunarfræðing í 100% starf
nú þegar.
Heilsugæslustöðin á Selfossi vantar
hjúkrunarfræðinga og / eða
hjúkrunarfræðinema í sumarafleysingar,
100% starf eða hlutastarf eftir
samkomulagi.
Störf við heilsugæslu eru fjölbreytt og
gefandi, tilvalið að kynna sér
heilsugæsluna. Svæðið er Selfoss /
Árborg og nálægar sveitir, með rúmlega
6 þúsund skjólstæðingum. Getur einhver
séð af tíma í þetta gefandi starf ?
Á Selfossi er góð aðstaða til
íþróttaiðkana, fjölbreytt verslun, góðir
skólar og hvers konar þjónusta.
Aðstoðum við útvegun húsnæðis
Nánari upplýsingar um verkefni
sjúkrahúss, starfsumhverfi, launakjör
og aðra þætti gefur;
Aðalheiður Guðmundsdóttir
hjúkrunarforstjóri,
s. 4821300 og GSM 8615563
(netfang adalheidur.gudmundsdottir
@hss.selfoss.is)
Nánari upplýsingar um verkefni
heilsugæslu gefur;
Kristjana Ragnarsdóttir,
hjúkrunarforstjóri, heilsugæslu
s. 482 1300 og h.s. 4821746
kristjana.ragnarsdottir@hss.selfoss.is
fHjúkrunarheimilið
Droplaugarstaðir
Snorrabraut 58, Reykjauík
Hjúkrunarfræðingar óskast á
næturvaktir.
æFR ANCISKU SSPÍTAtl
STVKKISHÓIMI
Ágætu hjúkrunarfræðingar
Á St. Franciskusspítalann í Stykkishólmi
(sjúkrasviö) óskast hjúkrunarfræðingar
til starfa.
Starfshlutfall er samkomulagsatriði.
Unnið er á morgun- og kvöldvöktum, frí
er aðra hverja helgi.
Þá skiptast bakvaktir með
hjúkrunarfræðingum.
Við höfum áhuga á að taka á móti þeim
sem vilja koma í heimsókn og kynna
þeim verkefni sjúkrahússins og hvað
Stykkishólmur hefur upp á að bjóða.
Tilvalinn sunnudagsbíltúr, Breiðafjörðurinn
og Snæfellsnesið eru heillandi á
margan hátt.
Nánari upplýsingar veita
Margrét Thorlacius, hjúkrunarforstjóri
(netfang margret@sfs.is),
Ástríður Karlsdóttir, hjúkrunar-
deildarstjóri (netfang asta@sfs.is),
og Hrafnhildur Jónsdóttir,
hjúkrunardeildarstjóri
(netfang hrafnhildur@sfs.is),
í síma 438-1128.
ST. JÓSEFSSPÍTALI sffi
HAFNARFIRÐI
Lausar stöður
Lyllækningadeild
Hjúkrunarfræðingar
Laus er staða hjúkrunarfræðings á
lyflækningadeild spítalans sem fyrst eða
eftir nánara samkomulagi. Sveigjanlegur
vinnutími, hlutastörf eftir samkomulagi.
Á deildinni fer fram fjölbreytt og áhugaverð
starfsemi með áherslu á
meltingarsjúkdóma.
í boði eru áhugaverð störf sem eru í
stöðugri þróun hvað varðar framför í
hjúkrun. Hjúkrunarfræðingar í Hafnarfirði og
nágrenni, þetta er mjög góður kostur fyrir
ykkur. Þetta er skemmtileg deild og svo er
stutt í vinnu sem hentar vel og er
fjölskylduvænt sérstaklega
hjúkrunarfræðingum með börn.
Komdu gjarnan í heimsókn til okkar og við
segjum þér nánar frá starfseminni og
vaktafyrirkomulagi.
Einnig eru lausar eingöngu nætur- og
helgarvaktir.
Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði
Heilbrigðisstofnunin isaflarðarbæ
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
Bráðadeild FSÍ leitar að
hjúkrunarfræðingum í fast starf frá
1. september 2001. Deildin er 20 rúma
blönduð akútdeild fyrir hand- og
lyflækningar sjúklinga á öllum aldri. í
tengslum við bráðadeild er 4 rúma
fæðingardeild.
Umsóknarfrestur er opinn.
Nánari upplýsingar veita hjúkrunar-
forstjóri, Hörður Högnason,
í s: 450 4500 og 894 0927 og
deildarstjóri Bráðadeildar í s: 450 4500
LJÚSMÓÐIR
Fæðingardeild FSÍ leitar að Ijósmóður í
100% stöðu við sjúkrahúsið nú þegar,
eða eftir nánara samkomulagi.
Um er að ræða samstarf við aðra
Ijósmóður og skipta báðar á milli sín
dagvöktum, auk gæsluvakta utan
dagvinnu og
útkalla vegna fæðinga. Fæðingardeildin
er sér eining með vel útbúinni
fæðingarstofu, vöggustofu, vaktherbergi
og 4 rúma legustofu. Fæðingar hafa
verið frá 79-105 undanfarin ár.
Helsti starfsvettvangur:
* Fæðingarhjálp, fræðsla og umönnun
sængurkvenna og nýbura.
* Hjúkrun kvenna í meðgöngulegu.
Umsóknarfrestur er opinn.
Nánari upplýsingar veita
hjúkrunarforstjóri, Hörður Högnason,
í s: 450 4500 og 894 0927.
Dvalarheimilið Ás/Ásbyrgi
Hveragerði
Hjúkrunarfræðingur
Dvalarheimilið Ás/Ásbyrgi, Hveragerði
óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í
100% starf til sumarafleysinga.
Ás er dvalarheimili fyrir 150
heimilismenn þar af 26 í nýju
hjúkrunarheimili, sem tók til starfa
1. des. 1998
Upplýsingar gefur
hjúkrunarforstjóri/forstöðumaður
Ingibjörg Bernhöft
í síma 552-5811.
Upplýsingar veita Birna
Steingrímsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri
í síma 555-000 eða
Gunnhildur Sigurðardóttir
hjúkrunarforstjóri í síma 555-0000.
Nánari upplýsingar veitir Valgerður
Baldursdóttir
hjúkrunarframkvæmdastjóri í
símum 480-2012 og 480-2000
142
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001