Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 24
Valgerður: „Mig langar að skjóta einu atriði inn í umræðuna. Það eru þær breytingar sem eru að verða á íslensku samfélagi á nýrri öld, eða fjölmenningar- samfélag sem við komum til með að upplifa. Hvernig bregst heilbrigðiskerfið við þessu?“ þarf aö fara til læknis eða ekki. Ég held að ef við getum aukið þetta sjálfstæði hjúkrunarfræðinga, þá muni ungt fólk frekar sækja í þessi störf í dag og í framtíðinni. Ungt fólk vill ekki vera undirgefið neinum. Ég er sannfærð að það er þess vegna sem við eigum erfitt með að fá ungt fólk og kannski ekki síst karlmenn inn í þessa stétt vegna þess að ungir hjúkrunarfræðingar hafa sagt við mig: „Ég hef ekki áhuga á að starfa hérna vegna þess að ég ætla ekki að eyða mínum vinnukröftum í að þjóna einhverjum öðrum." Þá er ég ekki að tala um að þjóna kjarna hjúkr- unar, heldur bara það að þau vilja fá að vera sjálfstæð í sínum störfum, taka sjálfstæðar ákvarðanir og standa við þær. Herdís: Mér datt í hug þegar þú varst að tala, Anna, að annars vegar viljum við vera sjálfstæð í störfum og hins vegar erum við áhættufælin. Það er ákveðin mótsögn í þessu. Við verðum einhvern veginn að geta brotið okkur út úr þessu. Mér fannst mjög athyglisverður þessi punktur sem þú sagðir, Ragnheiður, um að við værum að kenna það sem við lærðum sjálfar, við eigum virkilega að skoða hvernig hægt er að byggja menntun til framtíðar. En mér hefur fundist grundvallaratriði hvernig við menntum hjúkrunarfræðinga til sjálfstæðis og þors og til að geta varið mál sitt. Ég er ekki viss um að okkur hafi farnast mjög vel þar vegna þess að þegar nemendur koma út á stofnanir er allt umhverfið svo verndandi. Við höfum verið að segja við hjúkrunarfræðinga á deildunum: „Hendið þeim út í erfiðar aðstæður og látið þær standa fyrir máli sínu og verja umönnun í þverfaglegu samstarfi,” en okkur er svo tamt að vernda ungviðið í okkar stétt svo það verði ekki brotið í þessum grimma heimi. 104 Sigríður: í Bandaríkjunum er mikið rætt um stefnu- breytingar í viðskiptum og þjónustuaðferðum sem hefur verið nefnt að ýta í staðinn fyrir að toga viðskiptavini til sín eða „push versus pull”. Nú er það þannig að fyrirtækið eða sá sem í hlut á, fræðimaður eða einstaklingur, gefur út skilaboð og síðan sækja neytendur þjónustu í hvaða formi sem hún nú er til viðkomandi aðila eða stofnunar. Við búum við svo gamaldags vinnuaðferðir, við erum að troða upplýsingum og fræðslu á viðskiptaavinina eða nota „push” aðferðina í staðinn fyrir að að draga þá til okkar. Þetta er nokkuð sem við þurfum að skoða betur. Við erum t.d. alls ekki farin að nýta okkur möguleika tölvuvæðingar- innar nógu vel. Neytendur, margir hverjir, eru orðnir mjög þjálfaðir í að leita að því sem þeir sækjast eftir og vilja fara þessa leið. Herdís: Er það ekki líka aldursskipt hverjir nota þessa þjónustu? Sigríður: Jú, og þá komum við aftur að því þegar við lítum á þróun hjúkrunar sem fræðigreinar. Ef við, sem erum á aldrinum fjörutíu og fimm til fimmtíu og fimm ára, erum mest ráðandi, þá höfum við ekki beint verið aldar upp við tölvutæknina. Okkur vantar þann hóp sem er alinn upp við tölvutæknina og sem kann að nýta sér hana. Ásta: Ungu hjúkrunarfræðingarnir voru mjög áberandi í kjarasamningunum, í uppsögnunum t.d. Þeir voru þar í forystu og þannig byrjuðu margar okkar í félagsmálunum, við tókum þátt í kjaradeilum og fórum þaðan að hafa áhrif á hina faglegu hlið hjúkrunar. Herdís: Ég veit að það er til mjög stór hópur af hæfum ungum hjúkrunarfræðingum, það vitum við allar. Þær eiga margar eftir að hafa mikil áhrif. Við sjáum þetta allar, t.d. sem komum úr kennslu. Sigríður: Kannski þurfum við að hvetja þennan hóp meira. Klæðskerasaumaðar lausnir Ásta: Ef við höldum áfram með framtíðarsýnina, þá held ég að í framtíðinni verði mun meira um klæðskerasaum- aðar lausnir fyrir hvern einstakling. Við sjáum fram á það með framförum í líftækni að einstaklingar vilja fá ráðgjöf til að taka ákvarðanir um hvernig þeir geti haldið sem bestri heilsu. Með þessari tækni verður einstaklingurinn hreinlega kortlagður og sagt t.d. við hann: „Ef þú ætlar að halda góðu lífi til áttræðs, þá eru þetta áhættuþættirnir í þínu lífi...“ Valgerður: ...þessir sjúkdómar í fjölskyldunni eða eitt- hvað álíka... Ásta: ...já, „og til þess að halda góðri heilsu þarft þú að gæta að tilteknum þáttum. Þú verður að gæta þín varðandi mataræði" o.s.frv. Eins og menn fara til einka- þjálfara til að fá þá líkamsþjálfun sem hentar hverjum og einum, eða fara til sérfræðings og fá ráðleggingar ef þeir Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.