Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 29
almennan hjúkrunarskóla og varð svo geðhjúkrunarfræð-
ingur en hefð er fyrir því að við það starfi einkum karlmenn.
Mér finnst að eigi karlmenn að ná árangri við hjúkrunar-
störf verði þeir að gefa kveneðli sínu lausan tauminn, þeim
þætti eðlis síns sem oft er hafnað eða bældur niður. Auk
þess að vera hjúkrunarfræðingur er ég einnig heildrænn
meðferðaraðili og að mínu áliti hefur það hjálpað mér til að
ná betri innri samhljómi og þar af leiðandi betri samhljómi
við skjólstæðinga mína og sjúklinga."
- I þessu tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga eru
hringborðsumræður um hjúkrun á 21. öldinni. Hvernig
heldur þú að starfið þróist á næstu áratugum?
„í fyrsta lagi þykist ég vita að rekstur heilbrigðismála á
fjárhagslegum grundvelli muni að lokum enda með ósköp-
um, ef til vill vegna kvartana almennings um að heil-
brigðisþjónusta þeirra sé ófullnægjandi. Þetta virðist vera
að gerast í Bandaríkjunum. Fjármál hafa tekið við af tækni-
málum sem helsta umræðuefni heilbrigðisþjónustunnar.
Hjúkrun og umhyggja hefur aldrei verið metin sem slík og
ég fæ ekki séð að bráðar breytingar verði á því. Ég sé þó
fyrir mér að breytingar verði á ásýnd læknisfræðinnar, að
læknar verði „nútímaheilarar" og leggi meiri áherslu á hið
heildræna, og það kaldhæðnislega er að þeir munu láta
tæknileg verkefni á borð við uppskurði í hendur nýrrar
tegundar af tæknifólki. Á sjúkrahúsunum verður ef til vill að
finna meira af sérhæfðu tæknifólki og færri hjúkrunarfræð-
inga í þeim hefðbundna skilningi sem nú er lagður í orðið
hjúkrunarfræðingur. Mér finnst eins og margir hjúkrunar-
fræðingar hafi í sífellu leitast við að verða eins og læknar
en dregið úr umhyggjuhlutverki sínu. Ég kysi að sjá það
gerast að hjúkrunarfræðingar fari í auknum mæli að líta á
umhyggju sem tækifæri fyrir aðra til að öðlast þroska
vegna reynslu sinnar af sjúkdómum og heilbrigði og að
þeir geri sér grein fyrir að það er á sinn hátt meðferð. í
námsefni okkar er engin alvöruáhersla á umhyggju."
- Geturðu sagt mér um hvað bókin, sem kemur út í maí,
fjallar. Og hvaða fleiri bækur hafa verið gefnar út eftir þig?
„Bókin, sem út kemur í maí, fjallar að mestu um íhygli
með leiðsögn sem sameiginlegt könnunarferli. Þetta könn-
unarferli snýst um það að gera fólki kleift að kanna sjálfið
sem þátt í sjálfskönnun með það að markmiði að verða
skilvirkur fagmenntaður starfsmaður með því sem ég kýs
að nefna: „ígrundunarferli þess að vera og verða“. Ég vinn
á þennan hátt með stöðugt fleiri nemum. Útkoman er
frásögn sem markar ígrundunarferli um röð reynsluþátta
og íhyglistunda með leiðsögn. Þannig könnun er vitaskuld
djúptæk reynsla fyrir þátttakandann. Frásagnirnar eru
öflugar lýsingar á klínískum starfshefðum og varpa Ijósi á
þær hömlur sem takmarka möguleika fagmannsins á að
leggja stund á æskilegar starfshefðir. [ bókinni er að finna
sjö frásagnir, m.a. af Ijósmóðurstörfum, geðhjúkrun og
vinnu á slysa- og neyðardeild með sjúklingum sem vísvit-
andi vinna sjálfum sér mein, hjúkrun sjúklinga með
krabbamein í höfði eða hálsi, klíníska stjórnun, lyflækn-
ingahjúkrun og vitjanir. Bókin fjallar því um margar hliðar
málsins.
í nýjustu bók minni „Becoming a Reflective Þractitioner"
(Að verða íhugull starfsmaður), gefin út af Blackwell Science
í febrúar í ár, fjalla ég um það að stunda íhygli innan
greinarinnar sjálfrar ásamt þróun og mikilvægi ígrundaðrar
meðferðar í hjúkrun og heilsugæslu. Áður hef ég gefið út
bækur undir minni ritstjórn sem fjalla um ígrundunarvenjur."
- Sífellt meiri áhugi er nú á líknarmeðferð og um allan
hinn vestræna heim eru menn að viðurkenna dauðann
sem eðlilegan hluta af lifsferlinu og hann sé því ekki eins
mikið feimnismál og áður. Aðrir segja hins vegar að
tæknihyggjan, sem gerir fólki kleift að lifa lengur með
aðstoð tækja, geri það að verkum að fólk fái ekki að deyja
í friði. Hvað viltu segja við þessu?
„í Stóra-Bretlandi er lögð æ meiri áhersla á þátt lækna í
líknar- og mannúðarumönnun, jafnvel svo að líknarheim-
ilum er úthlutað sérfræðingi eða almennum lækni. Það eru
mikil tímamót sem leiða til spennu á rmilli sjálfræðis
einstaklingsins, sem á að fá að deyja, og góðviljans, það
er að fólki viti á einhvern hátt „hvað er manni fyrir bestu".
Þeir sem dauðvona eru og ættingjar þeirra eru mjög við-
kvæmir á þeim tíma og ríghalda stundum í falska bjartsýni
um að tæknin geti komið í veg fyrir andlát viðkomandi.
Svo virðist sem meiri nærvera lækna á líknarheimilum gæti
ýtt undir þetta. Líknarheimili sem áður einsettu sér að nota
aldrei upplífgunaraðferðir hafa nú breytt um stefnu. Ég
óttast að tilgangslaus meðferð fari vaxandi. Oft fela hjúkr-
unarfræðingar og læknar ásamt sjúklingum og fjölskyldum
þeirra sig á bak við tæknina til að koma sér hjá því að
takast á við þjáningarnar og tilgang þess að lifa og deyja.
Kannski endurspeglar það efnishyggjusamfélagið að
jafnvel það að deyja sé „tjón“ sem verði að koma í veg
fyrir, hvað sem það kostar. Starfsfélagi minn sagði nýlega
að draga yrði skarpa línu á milli andláts og hjartaáfalls, og
að kannski séum við búin að missa sjónar á þessari
aðgreiningu og því að fólk einfaldlega deyr. Þessi staða
mála fer versnandi því langlífi fólks eykst stöðugt.
- ísland er í síauknum mæli að verða fjölþjóðasamfélag.
Hvernig getum við sem best komið til móts við þarfir hinna
ólíku þjóðernishópa og veitt þeim sem besta þjónustu?
„Innst í hjarta sér er fólk eins um allan heim. Ytra skipu-
lag er þó oft frábrugðið á grundvelli menningarlegs gildis-
mats, trúarsannfæringar og tungumáls.
Umhyggja er í grundvallaratriðum einmitt það sem orðið
segir, burtséð frá ytra skipulagi. Kjarnaviðhorfið er hugarfar
umhyggju sem miðlar viðurkenningu og samúð. Sá eða sú
sem nýtur umhyggju finnur að umhyggja er veitt og þá eru
allir vegir færir. Við sem starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar
verðum að bregðast við fjölmenningarlegum þörfum sam-
félagsins. Því mætti gera ráð fyrir að námsefni hjúkrunar-
fræðinema sé aðlagað þeim skilningi. Hins vegar gengur
109
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001