Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 41
Bryndís Kristjánsdóttir ÍÆklÆMt barátta og sigrar Sjúkdómar fara ekki í manngreinarálit, það vitum við öll. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur ákveðið að segja okkur sögu sína en hún veiktist af þung- lyndi. Hún segir að það sé erfitt að vekja athygli á sér með því að koma í viðtal en tilgreinir nokkrar ástæður fyrir viðtalinu. í fyrsta lagi geti slík frásögn vonandi hjálpað öðrum í sömu stöðu og í öðru lagi geti það verið lærdómsríkt fyrir okkur í heilbrigðisstéttum að heyra um baráttu við sjúk- dóminn - og sigur. Þá eru ríkjandi fordómar gagnvart sjúkdómum á geði undarlega oft á meðal heilbrigðisstétta. Slíkir fordómar geta haft áhrif á greiningu sjúkdóma; þeir eru oft vanmetnir og meðferð ekki beitt. Geðsjúkdómar vekja kvíða og óhug hjá fólki og oftast er það álitið veikleikamerki og jafnvel áfellisdómur að hafa veikst eða orðið fyrir sjúkdómum á geði. Ingibjörg segir að það sé von sín að opinská umfjöllun minni okkur á að það er ekki einstaklingurinn sem velur sér að veikjast af þessum sjúkdómum fremur en öðrum sjúkdómum. - Hvað áttu við þegar þú segir að meðferð sé ekki beitt? „Það er mín reynsla - bæði mín eigin og úr mínu starfi - að oft sé þunglyndi ekki greint og viðkomandi fái þar af leiðandi ekki meðferð við hæfi. Heilbrigðisstarfsmenn hafa þá ekki gert upp hug sinn gagnvart sjúkdómnum og hafa jafnvel ekki næga þekkingu til að geta brugðist við. Sjálf veiktist ég af þunglyndi sumarið 1989. Ég barðist við sjúkdóminn í um 5 ár samfleytt en fór þó að finna fyrir bata sumarið 1992 eftir að hafa verið 6 vikur á geðdeild. Ég tengi sjúkdóminn við mikla fullkomnunaráráttu, baráttu mína við að vera útivinnandi kona með starfsframa sem þó gat ekki sleppt neinu af gömlu gildunum og vildi gera allt það sama og móðir mín gerði. Einnig vankunnáttu í að biðja um hjálp, viðurkenna vanmátt minn og vankunnáttu í að virða og þekkja tilfinningar mínar. Ég hafði einnig verið í Þrednisolon-meðferð vegna astma og fann að sú meðferð olli mér tilfinningalegu ójafnvægi sem vildi ekki lagast. Kvíði yfir að bati komi aldrei Ég hafði lengi fundið fyrir mikilli þreytu og var farin að kvíða fyrir öllu sem ég þurfti að gera - allt óx mér í augum. Ég „Það kostar baráttu en það er hægt að ná fullum bata. Enginn ætti að sætta sig við minna,“ segir Ingibjörg S. Guðmundsdóttir hafði ekki fundið fyrir minni innri gleði, sem ég þó þekkti svo vel frá því áður, og mér fannst oft mjög erfitt að fara til vinnu á morgnana. Mig langaði að leita mér hjálpar en ég vissi ekki hvert ég ætti að leita. Hugsanir mínar um sjálfa mig urðu sífellt neikvæðari og hugmyndir og hugarheimur þrengdust. Ég var í raun orðin örmagna og ég fann það sjálf. Einn góðan veðurdag varð sársaukinn óbærilegur, varnarkerfið var sprungið. Vanlíðanin er í raun svo mikil að það þarf sterk bein til að þola hana - enda þola hana ekki allir.“ - Hvað leið langur tími frá því þú fórst að finna fyrir einkennum og þar til þú baðst um hjálp? „Ég bað strax um hjálp því þetta var svo skerandi sársauki." - Hvernig lýsti þessi sársauki sér? „Sársaukinn er trúlega tengdur ofboðslegum kvíða og þá lýsir það sér á þann hátt að ég fékk svo mikla sektar- kennd að hún ætlaði að nísta mig í sundur. Mér fannst mér hafa mistekist allt, vera einskis nýt og af því að þunglyndið var komið líka þá var farið að hægja á öllum viðbrögðum. Maður er þá farinn að framleiða svo mikið af seratónín- boðefninu, og svo seinna dópamíni, að farið er að hægjast á öllu hugsanaferli, hreyfingum og viðbrögðum. Vanaleg viðbrögð, sem manni finnst svo sjálfsagt að hafa, þau eru bara ekki þarna lengur. Þá fylgir svo mikill órói og vanlíðan að maður getur engan veginn verið; ekki setið kyrr, ekki horft á sjónvarp og ekki einbeitt sér að neinu. Þegar við Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.