Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 43
segja frá því að ég hafi verið á geðdeild. Ég hef ekki fundið fyrir neinum fordómum og finnst ég á engan hátt hafa tapað. Vera má að einhverjum, einhvers staðar út í bæ finnist ég hafa tapað á því án þess að ég viti það. Ég var á þessu tímabili í viðtölum hjá geðlækni sem setti mig á lyf og beitti viðtalsmeðferð sem hjálpaði til að halda mér gangandi þrátt fyrir stöðuga vanllðan. Að lokum var það sálfræðingur sem beitti langskilvirk- asta greiningartækinu á alvarleika þunglyndisins. Þetta var staðlað próf og þar fékk ég í fyrsta og eina skiptið tækifæri til að tjá hlutlægt hvernig mér liði. Það sem kom út úr prófinu var að ég þjáðist af djúpu þunglyndi þrátt fyrir að ég hefði fram að þessu getað framkvæmt nokkurn veginn það sem var ætlast til af mér. „Finnst þér ég ekki skrítin að vilja frekar vera hér en heima hjá mér?“ En hún brosti svo fallega og skilyrðislaust til mín og sagði: „Það finnst mér ekki. Vertu bara velkomin." - Hvernig lýsti þessi ógn og kvíði eiginmannsins sér? „Hann hefur sagt mér að á þeirri stundu hafi hellst yfir hann kvíði og angist um að mér myndi aldrei batna. Hann gat ekki skilið að ég veldi frekar þessar aðstæður en að vera heima. Hann þurfti svo sannarlega á því að halda að vera boðið viðtal þar sem hann var sá sem stóð með mér í erfiðleikunum. Eydís Sveinbjarnardóttir hjúkrunarfræðingur hefur gert merkilega rannsókn þar sem kemur fram að stuðningur við aðstandendur geðsjúkra er ónógur, og það var svo sannarlega reynslan í okkar tilfelli. Heimtaði að leggjast inn á geðdeild í framhaldi af þessari einföldu greiningu bað ég um að fá að leggjast inn á geðdeild. Þá var ég hætt að geta unnið og leið eins og algjöru skipsflaki, án tilgangs og markmiðs. Tilhugsunin um að komast yfir daginn var mér óyfirstígan- leg, ég gat ekki séð hvort ég myndi lifa hann af. Að leggjast inn á geðdeild var besta hjálpin sem ég fékk og ég held að ég hefði átt að fá hana miklu fyrr.“ - Hvað var það sem skipti mestu máli fyrir þig í meðferðinni á deildinni? ,,Að fá stóra skammta af þunglyndislyfjum, að geta gefist upp fyrir kvíðanum, að komast í skjól og geta lagt frá mér allar kvaðir og skyldur hversdagslífsins. Eftir tvær vikur á geðdeild fór að koma smá léttir í kvíðann, ég þorði að taka meira af kvíðastillandi lyfjum og lagði mig í hendur meðferðaraðilanna. Þegar lyfin fóru að verka fór mér að líða skár. Ég hef oft verið spurð hvort ekki sé ógnvekjandi að vera á geðdeild með öðru mikið veiku fólki. Það fannst mér aldrei. Auðvitað var erfitt að horfast í augu við að maður væri einn af þessum hópi fárveiks fólks - en maður var það bara hvort sem var. Og þetta var á vissan hátt staðfesting á því að mikið væri í húfi að berjast fyrir bata. Ég hafði líka samkennd með fólkinu í kringum mig; maður er eins og opið sár og skilur betur en ella hinn óstjórnlega sársauka sem verið er að berjast við. Manninum mínum fannst reyndar ótrúlegt að ég vildi frekar vera á þessum óvistlega stað en heima hjá fjölskyld- unni, og hann upplifði mikla ógn og kvíða þess vegna, en honum var aldrei boðið viðtal á meðan ég dvaldi þarna. Ég man aftur á móti eftir einu tilviki sem festist mér í minni. Ég hafði verið á deildinni í þrjár vikur en ætlaði að dvelja heima yfir helgi. Þegar leið á daginn var ég gripin svo miklu kvíðakasti að ég bað um að fá að fara aftur inn á deild. Ég sagði við hjúkrunarfræðinginn sem var á vakt: Batinn Ég var frá vinnu í rúma 2 mánuði alls og eftir það komst ég aftur til starfa. Nú var batinn kominn í gang en það tók um 2 ár að ná fullum bata. Ég tók þunglyndislyf í 1-2 ár eftir veruna á deildinni og ég átti kvíðastillandi lyf til að grípa til. Ég var einnig í viðtölum hjá sálfræðingi sem leiddi mig áfram í batanum og ég stundaði jóga og líkamsrækt auk þess sem ég fór í ýmsa sjálfshjálparmeðferð. Ég fékk aftur trúna á guð og gat reitt mig á hennar hjálp. Ég er í Kvennakirkjunni, stunda áfram líkamsrækt, vara mig á áfengi, varast að ætla mér ekki um of og ég hlusta á tilfinningar mínar. Þessi lífsreynsla hefur gert mig sterkari, glaðari og skilningsríkari manneskju og það gagnast mér mjög vel í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur. Ég er þakklát fyrir hvern dag sem guð gefur mér, þakklát fyrir heilsu mína, fjölskylduna og starfið. Það kostar baráttu en það er hægt að ná fullum bata. Enginn ætti að sætta sig við minna. Það er grundvallar- skoðun mín að þrátt fyrir að kvíði og þunglyndi sé sjúk- dómsástand þá eigi allir möguleika að komast út úr því. En til þess þurfa margir fagmenn á heilbrigðissviði að leggja sig fram af einlægni og nýta þar mismunandi þekk- ingu fagstétta til fulls. Vinna þarf með einstaklingnum að því að efla trú hans á að honum geti og muni batna. Og hann þarf sjálfur að leita að bataleiðum og vinna ötullega að eigin bata.“ Með þessum orðum Ingibjargar Ijúkum við þessu viðtali. Eins og hún segir sjálf hefur henni aldrei þótt erfitt að ræða þessu reynslu sína og hún á erfitt með að skilja hvernig enn geta verið fordómar hjá fagstéttum heilbrigðis- kerfisins í garð sjúkdóma af geðrænum toga. Tímarit hjúkrunarfræðinga þakkar Ingibjörgu fyrir að deila reynslu sinni með lesendum og tekið er undir þau orð hennar að öll umfjöllun um þessa sjúkdóma minnir á að þeir geta hent okkur öll. „Auðvitað var erfitt að horfast í augu við að maður væri einn af þessum hópi fárveiks fólks - en maður var það bara hvort sem var.“ Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 77. árg. 2001 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.