Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 14
Tafla 3. Bakgrunnsbreytur sem tengjast þörfum foreldra
Breyta Heimild Fylgni
Kyn foreldra Fisher (1994). Mæður töldu mikilvægi 9 af 59 fullyrðingum um þarfir marktækt meira en feður. Þarfir þessar tengdust veika barninu og upplýsingum sem foreldrar fengu.
Kirschbaum (1990) Fylgni mældist milli vægi þarfa og kyns foreldra.
Kristjánsdóttir (1995). Mæður töldu mikilvægi 15 af 43 fullyrðingum um þarfir marktækt meira en feður.
Aldur foreldra Bragadóttir (1997, 1999) Eldri foreldrar töldu að þörf þeirra fyrir að treysta læknum væri fullnægt frekar en þeir foreldrar sem yngri voru.
Fisher (1994). Yngstu foreldrarnir (15-30 ára) úr þremur aldurshópum foreldra töldu mikilvægi 5 fullyrðinga um þarfir, sem tengdust upplýsingum, marktækt meira en foreldrar úr tveimur eldri aldurshópunum.
Innlögn Kirschbaum (1990). Sterk tengsl komu fram milli mikilvægis og eðlis innlagnar (bráða- eða valinnlögn).
Aðstoð frá sjúkrahúsinu Kristjánsdóttir (1986, 1995). Jákvæð fylgni var milli mikilvægis þarfa og óska foreldra um aðstoð frá sjúkrahúsinu við að uppfylla þarfirnar.
Fullnæging þarfa Kristjánsdóttir (1995). Jákvæð fylgni var milli mikilvægis þarfa og hversu vel þörfunum var fullnægt.
Lengd legu Bragadóttir (1997, 1999). Kristjánsdóttir (1986). Jákvæð fylgni var milli lengdar legu barns og þess hvernig foreldrar töldu að ákveðnum upplýsingaþörfum væri fullnægt og þörfum tengdum umhverfi og starfsfólki.
Fjarlægð milli heimilis og sjúkrahúss Bragadóttir (1997, 1999). Foreldrum, sem ekkí gátu ekið heim daglega, fannst að ákveðnum upplýsingaþörfum og þörfum fyrir stuðning og leiðsögn væri fullnægt betur en foreldrum sem komust heim daglega.
Alvarleiki sjúkdóms barns Bragadóttir (1997, 1999). Því alvarlegri sem foreldrar töldu sjúkdóm barnsins því verr fannst þeim þörf sinni fyrir að geta veitt barninu líkamlega aðhlynningu fullnægt.
Weichler (1990). Þarfir mæðra breyttust þegar bráðaástand var afstaðið og veikindin breyttust í krónískt ástand.
Menntun foreldra Bragadóttir (1997, 1999). Neikvæð fylgni kom fram milli menntunar foreldra og þess hvernig þeim fannst ákveðnum upplýsingaþörfum sinnt, þörfum tengdum umhverfi og mannauði og þörfum tengdum stuðningi og leiðsögn.
um sjúka barnið og að geta dvalið hjá barninu (Bournaki,
1987; Bragadóttir, 1999; Farrell og Frost, 1992; Fisher,
1994; Kasper og Nyamathi, 1988; Kirschbaum, 1990;
Kristjánsdóttir, 1986, 1991, 1995; Terry, 1987). Niðurstöð-
urnar eru sambærilegar hvort sem rannsóknirnar fóru fram
á almennum legudeildum, göngudeildum, dagdeildum eða
gjörgæsludeildum. Rannsóknarniðurstöðurnar benda til
þess að kyn og aldur foreldra, menntun þeirra, lengd
sjúkrahúslegu barnsins og á hvaða stigi veikindin eru geti
haft áhrif á þarfir foreldranna. Hugmyndafræðilegur grunn-
ur rannsóknanna var ólíkur og aldur barnanna spannaði
bilið frá fæðingu til 17 ára aldurs.
UMRÆÐA
Ýmsir fræðimenn hafa nefnt að umönnun barns, meðferð
þess og batahorfur og hið breytta hlutverk foreldra meðan
börn dveljast á sjúkrahúsi veki foreldrum kvíða og við
honum þurfi að þregðast með ákveðinni þjónustu (Brown
94
og Ritchie, 1990; LaMontaigne og Pawlak, 1990;
Darbyshire, 1994a; Evans og Kristensson Hallström,
1994). Rannsóknir hafa bent til þess að þarfir foreldra
barna á sjúkrahúsum endurspegli öryggi þeirra eða
óöryggi (Turner o.fl., 1990) og streitu- og aðlögunar-
viðbrögð (Heuer, 1993). Undirbúningur, fræðsla og stuðn-
ingur við foreldra hafa verið taldir mikilvægir þjónustuþættir
barnadeilda til að auka vellíðan barna og foreldra (Farrell
og Frost, 1992; Heuer, 1993; Kirschbaum, 1990).
Rannsóknarrýnið að framan styður þessar ályktanir
tvímælalaust og staðfestir mikilvægi slíkrar þjónustu. Það
að greina grunnþarfir foreldra og sinna þeim getur verið
undirstaða þess að fjölskyldu, sem á barn á sjúkrahúsi, líði
vel.
Sloper (1996) spurði um viðbrögð foreldra þegar börn
þeirra á aldrinum 2 mánaða til 17 ára voru greind með
krabbamein. Fram kom að algengt væri að foreldrum
fyndist heilbrigðisstarfsfólk ekki treysta dómgreind foreldr-
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001