Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 13
þannig að aðstæður og aðbúnaður veiti foreldrum möguleika á að sinna eigin þörfum, 7) fá upplýsingar um fjárhagsaðstoð, 8) geta sinnt öðrum fjölskyldumeðlimum, svo sem öðrum börnum sínum, 9) hafa von; 10) vita að barnið fái þroskaverkefni við hæfi og 11) þjónustan við fjölskylduna sé samhæfð. Bakgrunnsbreytur tengdar þörfum foreldra Niðurstöður fimm rannsókna bentu til þess að tengsl væru á milli ákveðinna bakgrunnsbreyta og þarfa foreldra. Breytur þær, sem sýndu marktæka fylgni við ákveðnar þarfir, eru birtar í töflu 3. Kynjamunur hefur komið fram hjá foreldrum um hvaða þarfir séu mikilvægastar. Mæður gáfu þörfum sínum meira vægi en feður bæði austan hafs og vestan (Fisher, 1994; Kirschbaum, 1990; Kristjánsdóttir, 1995). í rannsókn Fishers (1994) kom fram tölfræðilega marktækur munur á mati foreldra eftir aldri. Yngstu foreldrarnir (15-30 ára) gáfu fimm staðhæfingum um þörf fyrir upplýsingar meira vægi en eldri foreldrarnir. Þessar þarfir voru: 1) Að fá vitneskju um það hvers vegna eitthvað er gert fyrir barnið, 2) að þekkja læknismeðferð barnsins, 3) að fá upplýsingar um barnið daglega, 4) að vita nákvæmlega hvað er gert fyrir barnið og 5) að geta verið í einrúmi með barninu á sjúkrahúsinu. Foreldrar á aldrinum 31-40 ára mátu meira en aðrir „að fá hjálp við að styðja barnið þegar það sýndi viðbrögð við veru sinni á gjör- gæsludeild" og „að heimsóknartímar byrjuðu tímanlega". Rannsóknirnar bentu til þess að aldur barnanna hefði ekki afgerandi áhrif á almennar þarfir foreldra (Bragadóttir, 1999; Kristjánsdóttir, 1995). Það, hversu samhljóma niður- stöður þessara rannsókna voru, bendir til þess að foreldrar hafi sömu grunnþarfir hversu gamalt sem barn þeirra er. Það virtist hafa áhrif á hvaða þarfir foreldrar töldu mikil- vægastar hversu alvarleg veikindi barnsins voru og hve lengi það hafði legið á sjúkrahúsi (Bragadóttir, 1999; Kristjánsdóttir, 1995; Ramritu og Croft, 1999; Weichler, 1990). Menntun og aldur foreldra, fjarlægð milli heimilis og sjúkrahúss og mat foreldra á hve veikindi barnsins voru alvarleg tengdust því hvernig foreldrunum fannst að ákveðnum þörfum þeirra væri fullnægt á barnadeildum á íslandi (Bragadóttir, 1999). Sérstaklega virtist menntun foreldranna hafa áhrif og var marktæk neikvæð fylgni milli menntunar og þess hvernig foreldrunum þótti að ákveðnum upplýsingaþörfum, þörfum tengdum starfsfólki og umhverfi, og þörfum fyrir stuðning og leiðsögn vera sinnt. Slíkur munur greindist einnig í rannsókn Guðrúnar Kristjánsdóttur (1995) en reyndist ekki tölfræðilega mark- tækur. Leitt var að því líkum að menntun hefði áhrif á væntingar foreldra til þjónustunnar (Bragadóttir, 1999). Niðurstöður rannsókna á þörfum foreldra, sem eiga barn á sjúkrahúsi, benda til þess að mikilvægustu þarfir þeirra tengist því að geta treyst fagfólki, að fá upplýsingar Tafla 2. Grunnþarfir foreldra barna á sjúkrahúsum Grunnþarfir tengdar Heimild Upplýsingum Bournaki, 1987; Bragadóttir, 1997, 1999; Farrell og Frost, 1992; Fisher, 1994; kasper og Nyamathi, 1988; Kirschbaum, 1990; kristjánsdóttir, 1986, 1991, 1995; Sloper, 1996; Ramritu og Croft 1999; Terry, 1987; Weichler, 1990. Að geta verið hjá barninu og geta tekið þátt í umönnun þess Bournaki, 1987; Bragadóttir, 1997, 1999; Farrell og Frost, 1992; Fisher, 1994; Kasper og Nyamathi, 1988; Kirschbaum, 1990; Kristjánsdóttir, 1986, 1991, 1995; Ramritu og Croft, 1999; Weichler, 1990. Því að vera treyst Bournaki, 1987; Bragadóttir, 1997, 1999; Farrell og Frost, 1992; Kirschbaum, 1990; Kristjánsdóttir, 1986, 1991, 1995; Sloper, 1996; Ramritu og Croft, 1999; Terry, 1987. Því að geta treyst heilbrigðisstarfsfólki Bournaki, 1987; Bragadóttir, 1997, 1999; Farrell og Frost, 1992; Fisher, 1994; Kirschbaum, 1990; Kristjánsdóttir, 1986, 1991, 1995; Ramritu og Croft, 1999. Stuðningi og leiðsögn Bournaki, 1987; Bragadóttir, 1997, 1999; Farrell og Frost, 1992; Fisher, 1994; Kasper og Nyamathi, 1988; Kirschbaum, 1990; Kristjánsdóttir, 1986, 1991, 1995; Sloper, 1996; Ramritu og Croft, 1999; Terry, 1987; Weichler, 1990. Umhverfi og mannauði Bournaki, 1987; Bragadóttir, 1997, 1999; Farrell og Frost, 1992; Fisher, 1994; Kasper og Nyamathi, 1988; Kirschbaum, 1990; Kristjánsdóttir, 1986, 1991, 1995; Sloper, 1996; Ramritu og Croft, 1999; Weichler, 1990. Fjárhagsaðstoð Bournaki, 1987; Bragadóttir, 1997, 1999; Farrell og Frost, 1992; Kasper og Nyamathi, 1988; Kirschbaum, 1990; Kristjánsdóttir, 1986, 1991, 1995; Sloper, 1996; Ramritu og Croft, 1999. Öðrum fjölskyldumeðlimum Bournaki, 1987; Bragadóttir, 1997, 1999; Kasperog Nyamathi, 1988; Kirschbaum, 1990; Kristjánsdóttir, 1986, 1991, 1995; Sloper, 1996; Ramritu og Croft, 1999); Weichler, 1990. Voninni Farrell og Frost, 1992; Fisher, 1994; Kirschbaum, 1990; Sloper, 1996; Ramritu og Croft, 1999. Þroska og menntun barnsins Bragadóttir, 1997, 1999; Kasperog Nyamathi, 1988; Kristjánsdóttir, 1986, 1991; Ramritu og Croft, 1999. Samhæfingu heil- Bragadóttir, 1997, 1999; Fisher, 1994; brigðisþjónustunnar Ramritu og Croft, 1999; Weichler, 1990. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.