Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 42
bætist að manni finnst maður hafa brugðist börnunum
sínum þá kemur versta sektarkennd sem um getur.
Á hverjum degi er eins og örlítil hvíld komi í þetta ástand,
kannski nokkrir klukkutímar á dag, sem hjálpar manni að lifa
af. En þess á milli hugsar maður: „Mikið lifandi skelfing hlýt
ég að vera leiðinleg. Ég hef ekkert að segja, mér dettur
ekkert í hug, ég er algjörlega hugmyndasnauð og trúlega
hef ég alltaf verið svona.“ Og það sem er verst er að þessu
fylgir svo mikill kvíði og angist yfir að þetta muni aldrei
batna. Smátt og smátt sér maður því sjálfan sig
fjarlægjast alla sína nánustu og allt sem manni
er kært yfir í einhverja óþolandi einsemd.
Meðan þessi sársauki stóð yfir var ég
algjörlega ófær um að stunda mína vinnu. Þó
var mér sagt af fagfólki að það besta sem ég
gerði væri að vera í vinnunni. Það þótti mér - og
þykir enn - óskiljanlegt mat. Ég svaf ekki á
nóttunni, gat ekki grátið og varla talað því þegar ég ætlaði að
fara að segja eitthvað þá hafði ég ekki rödd. Þessi martröð
stóð í 2-3 mánuði. Ég fór til sálfræðings og geðlæknis sem
prófaði einhver lyf sem hjálpuðu lítið á þessu stigi.
Aðstandendur skildu að um mikla vanlíðan var að ræða
og reyndu að hjálpa eftir bestu getu. Svo sannarlega er öll
hjáip og skilningur til góðs en því miður gagnast hún ekki
þegar sjúkdómurinn er kominn á alvarlegt stig.
Meðferðin beindist ekki nægilega að þunglyndinu
Til að reyna að losa mig út úr þessum erfiðleikum var ég
lögð inn á Reykjalund í 6 vikur og síðan var ég 6 vikur að
auki á göngudeild. Þetta hjálpaði mér til að finna stað í
tilverunni, komast í skjól og lifa eftir dagskrá sem aðrir
settu upp fyrir mig. Einnig var það hvíld frá niðurrífandi
hugsunum. Starfsfólkið var frábært og þarna var mikinn
stuðning að hafa, samt var þunglyndið ekki nógu viður-
kennt í meðferðinni."
- Hvað áttu við með þessu?
„Það hefði mátt viðurkenna þetta meira opinskátt. Það
vissu allir að ég var þarna vegna þunglyndis en það var
samt verið að reyna að hlífa mér við að ræða það, en það
þurfti alls ekki. En hjúkrunarfræðingarnir á deildinni komu
oft inn til mín, töluðu við mig um líðan mína og veittu mér
þannig hjálp. Ég var svo í viðtali hjá utanaðkomandi lækni
einu sinni í viku og þar voru veikindin rædd opinskátt. Að
öðru leyti var eins og þetta væri feimnismál."
- Hvað tók síðan við?
„Ég skipti um starf og var í því sl. 10 ár með mjög góðu
fólki en það er ómetanlegt að starfa með fólki sem kemur
fram við mann af háttvísi og vinsemd. Það lét mig t.d.
aldrei finna fyrir því að ég væri afkastaminni en aðrir - eða
a.m.k. afkastaminni en ég hafði verið áður. í þessum góða
félagsskap byggði ég aftur upp trúna á að ég gæti
stundað starf mitt sem hjúkrunarfræðingur - en mér leið
samt ekki vel.
Svarti hundurinn
Smátt og smátt náði kvíðinn og þunglyndið aftur tökum á
mér. Það kom í bylgjum; stundum betra og stundum verra.
Þegar vanlíðanin var sem mest þá var ferlið á þennan veg:
Morgnarnir voru verstir; ég vaknaði og leið eðlilega á
milli svefns og vöku smástund. En svo kom „svarti hund-
urinn" eins og Árni Tryggvason leikari kallaði það og lagðist
af fullum þunga yfir sál mína. Ég hugsaði þá: „Ég trúi því
ekki að ég sé að vakna eina ferðina enn! Ég get þetta ekki
lengur - ég get ekki lifað einn dag í viðbót."
Það sló út á mér köldum svita og mér fannst
ég ekki geta sett fótinn út fyrir rúmstokkinn.
Og í raun var fyrsti sigur dagsins að setja
fótinn út fyrir rúmstokkinn. Það hressti mig að
komast í sturtu og það var í raun ekki svo
slæmt að fara í vinnuna. Þar var ég samt í
einhvers konar limbói yfir daginn; ef allt gekk
samkvæmt venju var þetta í lagi en ef eitthvað óvænt kom
upp á þá jókst kvíðinn og hræðslan við að ráða ekki við
aðstæður. Seinni hluta dagsins batnaði líðanin þó og mér
leið oft eðlilega á kvöldin. Þá notaði ég tímann til að
skipuleggja næsta dag og Ijúka ýmsu sem ég þurfti að
gera. Ég hef lesið í bókum eftir fólk sem hefur þjáðst af
kvíða-þunglyndi að það setur líf sitt í skorður á kvöldin til
að geta mætt lífinu morguninn eftir þrátt fyrir skerandi
sársauka og ráðleysi. Aðrir lýsa þessu þannig að þeim líði
vel þegar þeir vakna og fram eftir degi en á ákveðinni
stundu, einn sagði á mínútunni kl. 15, hellist þunglyndið
yfir.
Hjálpin
Allan tímann fann ég fyrir stuðningi og skilningi allra í
kringum mig. Maðurinn minn leitaði sér fljótt þekkingar um
þunglyndi sem var honum, og mér, mikill styrkur á meðan
á þessu stóð. Börnin mín skildu hvorki upp né niður í
þessu ástandi mínu en þau voru mér þó svo sannarlega
góð. Eftir á að hyggja sé ég að auðvitað hefðu þau og
maðurinn minn átt að fá upplýsingar og stuðning í þessu
ferli. Við sem erum veik höfum hvorki kraft né hugmynda-
flug til að koma því í kring. Móðir mín var mér ómetanlegur
styrkur sem og aðrir vandamenn og vinir. Samt finnur
maður þegar á reynir að það skilur enginn þessa líðan
nema hann hafi reynt hana sjálfur. Þess vegna eru sjálfs-
hjálparhópar svo gagnlegir og líka meðferðarhópstarf þar
sem maður ræðir málin við aðra sem eru líka veikir.
Þegar mér leið svona illa, eins og ég er búin að lýsa, í
allt að þrjú ár með hléum, bað ég oft um að vera lögð inn
á geðdeild. En ég varð vör við fordóma gagnvart því. Sagt
var að ég myndi tapa einhverju á því að leggjast inn á
geðdeild, myndi jafnvel verða veikari við það.“
- Hverju áttirðu að tapa?
„Að ég yrði minna metin á eftir. Álit samfélagsins á mér
myndi minnka. En sjálfri hefur mér ekki fundist erfitt að
„Einn góöan
veöurdag varð
sársaukinn
óbæriiegur,
varnarkerfið var
sprungiö.“
122
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001