Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 58
4. Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
17.-18. maí 2001
Fulltrúaþingið kynnt og farið yfir undirbúningsferlið.
Ákveðið var að hvetja fagdeildir til að senda inn ársskýrslur
fyrir tímabilið 1999-2001 og er skilafrestur til loka apríl.
Svæðisdeildir og lögbundnar nefndir senda inn ársskýrslur
sínar skv. lögum félagsins.
5. Félagsfundur 8. mars 2001
Félagsfundur verður haldinn 8. mars nk. og er dagskrá
fundarins að kjósa fulltrúa af höfuðborgarsvæðinu til setu á
fulltrúaþingi. Reykjavíkurdeild á að tilnefna 45 fulltrúa á
þingið. Formenn fagdeilda eru hvattir til að mæta og hvetja
aðra til að koma og gefa kost á sér til setu á þinginu.
6. HJÚKRUN 2001
Ráðstefna félagsins verður haldin á Akureyri 27.-28.
september nk. Verður hún í samvinnu við FSA. í undir-
búningsnefnd sitja auk eins fulltrúa frá skrifstofu félagsins
tveir fulltrúar frá Norðausturlandsdeild og tveir frá FSA.
Skilafrestur útdrátta er 15. maí 2001.
7. Styrkir til fagdeilda
Ákveðið hefur verið að hafa sama hátt á umsóknum fag-
deilda um styrk til erlends samstarfs og innlendra verkefna
eins og undanfarin ár. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk.
Mikill vilji kom fram hjá fundarmönnum að félagið hækkaði
styrki til fagdeilda þar sem fjárhagsskortur hamlaði mjög
getu til erlends samstarfs.
8. Önnur mál
• Fagdeild svæfingarhjúkrunarfræðinga kynnti merki
deildarinnar. Einnig var greint frá því að á vegum fag-
deildarinnar væri starfandi nefnd sem fjallaði um
viðbótar/framhaldsnám svæfingarhjúkrunarfræðinga.
• Nokias- (Nordisk kongress for intensiv- og anestesi-
sykepleiere) ráðstefnan verður haldin í Reykjavík
14.-16. september 2001. Þema ráðstefnunnar er
nútímatækni og siðfræði í gjörgæslu- og svæfingar-
hjúkrunarfræði.
Nokias-ráðstefnan á íslandi er sú fimmta í röðinni en
þær hafa verið til þessa haldnar í Danmörku, Finnlandi,
Noregi og Svíþjóð.
Vefur ráðstefnunnar, nokias.is, hefur að geyma ítarlegar
uppiýsingar um ráðstefnuna, fyrirlesara, dagskrána
o.m.fl. Tungumál ráðstefnunnar er norrænt tungumál
(sænska, norska eða danska) samkvæmt hefð og
norrænum reglum.
• Skurðstofuhjúkrunarfræðingar eru einnig með nefnd
sem fjallar um viðbótar/framhaldsnám skurðstofuhjúkr-
unarfræðinga. Nefndin mun skila niðurstöðum næsta
haust. Niðurstöðurnar verða kynntar stjórn félagsins.
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir
Þann 16. febrúar sl. voru undirritaðar leiðbeiningar samráðsnefndar um skipulag vinnutímans. í nefndinni eiga sæti fulltrúar
frá Bandalagi háskólamanna, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Kennarasambandi íslands, Aiþýðusambandi íslands,
fjármálaráðherra, Reykjavíkurborg og Launanefnd sveitarfélaga. Leiðbeiningarnar eru birtar á vef Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga undir kjaramál. Sérstök athygli er þó vakin á grein 5.1 í áðurnefndum leiðbeiningum í kafla 5, frávik frá
daglegri lágmarkshvíld - frítökuréttur, en þar kemur eftirfarandi fram:
5.1 Vaktaskipti
Vegna skipulegra vaktaskipta er heimilt með kjarasamningi að stytta samfellda lágmarkshvíld starfsmanna í allt að 8 klst.
Þetta á t.d. við þegar starfsmaður skiptir af næturvakt yfir á kvöldvakt samkvæmt skipulagi vaktskrár. Sama gildir um
viðbótarvaktir til uppfyllingar umsömdum vinnustundafjölda þrátt fyrir að vaktir þessar séu ekki inni í reglubundnum
vakthring.
Fráviksheimild þessi frá 11 klst. samfelldri lágmarkshvíld á hins vegar ekki við þegar starfsmaður lýkur yfirvinnu og fer yfir á
reglubundna vakt og öfugt.
Þar sem hér er um frávik frá meginreglunni um 11 klst. samfellda hvíld að ræða, verður að gera þá kröfu til vaktkerfis að
það sé skipulagt þannig að skipti milli mismunandi tegunda vakta séu sem sjaldnast á vakthring, þ.e. að vinnan sé
skipulögð með sem jöfnustum hætti.
Það kemur skýrt fram í annarri málsgrein þessarar greinar að fráviksheimildin frá 11 klst. þ.e. 8 klst. samfelld hvíld við
skipuleg vaktaskipti, á ekki við ef viðkomandi lýkur yfirvinnu og fer yfir á reglubundna vakt. Ef t.d. hjúkrunarfræðingur er
skráður á kvöldvakt og dagvakt, skipulegar vaktir, og kvöldvaktin endar ekki á réttum tíma, þ.e. hjúkrunarfræðingurinn
vinnur yfirvinnu, þá er ekki lengur um skipulega vakt að ræða og miða á hvíldina milli þessara vakta við 11 klst. samfellda
lágmarkshvíld, en ekki 8 klukkustundir.
Helga Birna Ingimundardóttir.
138
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 77. árg. 2001