Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 22
Sigríður: „Ég held að við verðum að horfa á ógnanir innan stéttarinnar og meðal heilbrigðisstétta líka sem tækifæri og þau þurfum við að nýta okkur. Við megum ekki gleyma sjúklingnum í öllu þessu brölti okkar og verðum að nálgast öll okkar verkefni með hann í forgrunninum. Það vill stundum gleymast í umræðunni valið um og fólk sér það jafnvel ekki sem mikilvægasta valkostinn að fara í nám í háskóla. Niðurstöður launakönn- unar sýna t.d. að menntun kvenna skilar sér ekki í betri launum á vinnumarkaði. Karlmenn í stéttinni Valgerður: Varðandi hjúkrunarskortinn, þá er það ef til vill umhugsunarefni að karlmönnum hefur ekki fjölgað mikið í stéttinni. Kann einhver skýringu á því? Sigríður: Ég held það sé álit allra að karlmenn muni ekki koma inn í stéttina. Það verða þessi tvö til þrjú prósent og þeir fara ákveðnar leiðir... Ásta: En er þetta ekki eitthvað sérstakt fyrir ísland, það þarf ekki að horfa lengra en til Noregs, þar erum við að tala um 12-15 prósent... Valgerður: Marga Thome sagði frá því í viðtali í síðasta tölublaði að karlar hefðu verið helmingur í einum bekk í Þýskalandi. Ásta: í Hollandi og Frakklandi erum við að tala um rúm 20 prósent. Þetta er eitthvað sérstakt við ísland... Sigríður: Ekki í Bandaríkjunum, þar eru karlar um 5 prósent stéttarinnar. Ásta: Fyrir nokkrum mánuðum hófst átak í háskól- anum til að breikka námsval stúdenta, ráðast gegn kyn- bundnu námsvali. Þar var sérstök áhersla á að fá konur til að fara í verkfræði sem er mjög virðingarvert og göfugt. Síðan var nokkurs konar viðbót við átakið að fjölga karl- mönnum í hjúkrunarfræði. Konur, sem fara í hefðbundin karlastörf, fá hvatningu frá umhverfinu alls staðar. En ef karlmaður fer í hjúkrunarfræði er nánast sagt: „Er ekki í lagi 102 með þig, maður.“ Það eru stöðugt neikvæð viðhorf: „Fórstu í hjúkrunarfræði, þú ættir frekar að gera eitthvað af viti?" Það er því miklu meiri þörf á því að hvetja karlmenn til að fara í kvenmannsstörf og breyta þeim viðhorfum. Sigríður: Það er t.d. athyglisvert að nú er um helm- ingur nemenda í læknisfræði konur. Herdís: Rúmlega helmingur nemenda í háskólanum er konur og það er bara í anda þess sem þú sagðir áðan að hefði komið í fréttum að menntun borgar sig ekki fyrir konur. Valgerður: Læknastéttin verður því ef til vill kvenna- stétt í framtíðinni. Kristín: Varðandi karlmenn í hjúkrunarstéttinni þá hefur varla verið tekið á því hér hjá okkur. Það er einhvern veginn enginn sem gerir þetta að sínu stóra baráttumáli. Það var og er kvennafræðilegt mál að bæta stöðu kvenna og er búið að vera mikið baráttumál meðal kvenna í langan tíma. Það er því spurning hver ætlar að taka þetta mál upp, er þetta okkar baráttumál, kvennanna í hjúkr- unarstéttinni eða er það karlmannanna og við þurfum að skilgreina málið betur. T.d. hvaða hagsmunum þjónar það að fá fleiri karlmenn inn í greinina? Margar konur hafa litið til þess að karlar hafa hlotið skjótan frama og ætla sér ekki að berjast fyrir því sérstaklega. Hins vegar eru mun fleiri áhugaverð sjónarmið hér sem verðugt væri að skoða. Sigríður: Við höldum þeim kannski niðri því þegar karlmaður í hjúkrunarstörfum er í forsvari þá segjum við gjarnan: „Hvað er verið að flagga þessum eina karlmanni, hvar eru allar konurnar?” Kristín: Ég held þetta sé eitthvað sem við þurfum að taka á. Ásta: Ég held það sé líka áhyggjuefni að þeir karl- menn, sem hafa þó farið og lokið sínu námi, hafa ekki margir séð sér fært að vera starfandi. Það eru mjög margir sem hafa farið út fyrir heilbrigðiskerfið. Kristín: Ég held að þetta sé hluti af stærra vandamáli. Varðandi t.d. hjúkrunarfræðingaskortinn þá er með fjölda- takmörkunum búið að takmarka fjölda útskrifaðra hjúkr- unarfræðinga. Það er síðan annað mál hvernig þessi nemendahópur er samansettur, hvernig bakgrunnur þeirra nemenda sem koma til náms er, afstaða þeirra og viðhorf, hvort það eru karlar eða konur. Varðandi verkefni okkar í framtíðinni þá er ég mjög sammála því sem hefur komið fram hérna að sú nálgun, sem hjúkrun hefur tamið sér, á mjög vel við til að hjálpa fóiki í daglegu lífi, að fást við streitu og takast á við þær kröfur sem gerðar eru til þess og ýmsa vanlíðan sem fólk finnur samfara því að vera til. Nálgun okkar sem hjúkrunarfræðinga er ekki svo bund- in við tæknilegar lausnir. Það er ákveðinn sveigjanleiki í nálguninni í hjúkrun þar sem tekið er tillit til forsendna fólksins og mikilvægis þess að leiðbeina fólki. En af hverju er alltaf verið að tala um að við þurfum að gera eitthvað annað? Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.