Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 66
Menntun heilbrigðísstétta og
mannaflaspár heilbrígðísþjónustunnar
-hrAw.tíðAV'SiM
'
1
Wm
Ráðstefna um menntun heilbrigðisstétta og mannaflaspár
heilbrigðisþjónustunnar var haldin á vegum heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins í Salnum í Kópavogi 3. apríl sl.
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra, setti ráðstefnuna og í kjölfarið fluttu fjölmargir fyrir-
lesarar erindi.
Fyrstur á mælendaskrá var Ingimar Einarsson, skrif-
stofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, sem
fjallaði um menntun, mannafla og mannaflaspár. Hann
lagði m.a. áherslu á að í upphafi nýrrar aldar stæðum við
frammi fyrir skorti á vissum hópum heilbrigðisstarfsfólks,
ójafnvægi milli sérgreina og heilbrigðisþjónustan ætti í
vaxandi samkeppni við aðrar atvinnugreinar. Því væri
mikilvægt að ræða á hvern hátt mætti tryggja áfram góða
menntun heilbrigðisstétta og nægjanlega mönnun heil-
brigðisþjónustunnar í framtíðinni. Mótun aðferða til að
meta þörf fyrir heilbrigðisstarfsmenn væri ákaflega flókið
og vandasamt verkefni og mikilvægt væri að við nýttum
okkur reynslu annarra þjóða við mat á mannaflaþörf heil-
brigðisþjónustunnar og gerð áætlana um menntun
heilbrigðisstétta.
Þá fjallaði Michael Bögh, sérfræðingur við danska
heilbrigðisráðuneytið, um mönnun í dönsku heilbrigðis-
þjónustunni nú og f framtíðinni, m.a. með tilliti til breyttrar
aldurskiptingar þjóðarinnar, og aldurs og kynsamsetningar
heilbrigðisstarfsmanna svo sem lækna og hjúkrunarfræð-
inga. Barbro Emriksdotter, verkefnissstjóri hjá Landstings-
förbundet í Svíþjóð, leitaði í erindi sínu svara við spurning-
unni „Er unnt að laga þörf fyrir mannafla í heilbrigðis-
þjónustunni að framboði fagfólks til starfa?"
Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, fjallaði um nám í
heilbrigðisgreinum við háskólann. Hann sagði gagnrýna
hugsun vera það sem einkenndi háskólanám, og háskóla-
fólk þyrfti að vera miklu gagnrýnna á heilbrigðiskerfið og
hvert stefnir í heilbrigðisþjónustunni. Mikilvægt væri einnig
að við veltum fyrir okkur hvers konar lífi við viljum lifa og
endalokum lífsins, dauðanum, sem sé nánast feimnismál í
samfélaginu og litið á hann nánast sem ósigur.
Þórarinn Sigurðsson, deildarforseti heilbrigðisdeildar
Háskólans á Akureyri, sagði frá notkun upplýsingatækni,
en kennt er í fjórum deildum við skólann, heilbrigðisdeild,
kennaradeild, rekstrardeild og sjávarútvegsdeild og á
komandi hausti mun hefjast nám í upplýsingatæknideild
og kennt er gegnum gagnvirkan fjarfundabúnað til fsa-
fjarðar, Reykjanesbæjar, Neskaupstaðar og Egilsstaða og
til stendur að fjarkenna til Selfoss í samvinnu við fræðslu-
net og Heilbrigðistofnun Suðurlands.
Þá sagði Reynir Tómas Geirsson, prófessor, deildar-
forseti læknadeildar Háskóla íslands frá námi í læknisfræði
og sjúkraþjálfun, en læknisfræði hefur verið kennd í 125 ár
146
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001