Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 66
Menntun heilbrigðísstétta og mannaflaspár heilbrígðísþjónustunnar -hrAw.tíðAV'SiM ' 1 Wm Ráðstefna um menntun heilbrigðisstétta og mannaflaspár heilbrigðisþjónustunnar var haldin á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins í Salnum í Kópavogi 3. apríl sl. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, setti ráðstefnuna og í kjölfarið fluttu fjölmargir fyrir- lesarar erindi. Fyrstur á mælendaskrá var Ingimar Einarsson, skrif- stofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, sem fjallaði um menntun, mannafla og mannaflaspár. Hann lagði m.a. áherslu á að í upphafi nýrrar aldar stæðum við frammi fyrir skorti á vissum hópum heilbrigðisstarfsfólks, ójafnvægi milli sérgreina og heilbrigðisþjónustan ætti í vaxandi samkeppni við aðrar atvinnugreinar. Því væri mikilvægt að ræða á hvern hátt mætti tryggja áfram góða menntun heilbrigðisstétta og nægjanlega mönnun heil- brigðisþjónustunnar í framtíðinni. Mótun aðferða til að meta þörf fyrir heilbrigðisstarfsmenn væri ákaflega flókið og vandasamt verkefni og mikilvægt væri að við nýttum okkur reynslu annarra þjóða við mat á mannaflaþörf heil- brigðisþjónustunnar og gerð áætlana um menntun heilbrigðisstétta. Þá fjallaði Michael Bögh, sérfræðingur við danska heilbrigðisráðuneytið, um mönnun í dönsku heilbrigðis- þjónustunni nú og f framtíðinni, m.a. með tilliti til breyttrar aldurskiptingar þjóðarinnar, og aldurs og kynsamsetningar heilbrigðisstarfsmanna svo sem lækna og hjúkrunarfræð- inga. Barbro Emriksdotter, verkefnissstjóri hjá Landstings- förbundet í Svíþjóð, leitaði í erindi sínu svara við spurning- unni „Er unnt að laga þörf fyrir mannafla í heilbrigðis- þjónustunni að framboði fagfólks til starfa?" Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, fjallaði um nám í heilbrigðisgreinum við háskólann. Hann sagði gagnrýna hugsun vera það sem einkenndi háskólanám, og háskóla- fólk þyrfti að vera miklu gagnrýnna á heilbrigðiskerfið og hvert stefnir í heilbrigðisþjónustunni. Mikilvægt væri einnig að við veltum fyrir okkur hvers konar lífi við viljum lifa og endalokum lífsins, dauðanum, sem sé nánast feimnismál í samfélaginu og litið á hann nánast sem ósigur. Þórarinn Sigurðsson, deildarforseti heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, sagði frá notkun upplýsingatækni, en kennt er í fjórum deildum við skólann, heilbrigðisdeild, kennaradeild, rekstrardeild og sjávarútvegsdeild og á komandi hausti mun hefjast nám í upplýsingatæknideild og kennt er gegnum gagnvirkan fjarfundabúnað til fsa- fjarðar, Reykjanesbæjar, Neskaupstaðar og Egilsstaða og til stendur að fjarkenna til Selfoss í samvinnu við fræðslu- net og Heilbrigðistofnun Suðurlands. Þá sagði Reynir Tómas Geirsson, prófessor, deildar- forseti læknadeildar Háskóla íslands frá námi í læknisfræði og sjúkraþjálfun, en læknisfræði hefur verið kennd í 125 ár 146 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.