Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 18
 spítala í svona litlu samfélagi verði til hreyfing í þá átt að búa til smærri fyrirtæki út frá þessari stóru stofnun og þar með muni reyna á ýmis ný rekstrarform, s.s. aukinn einkarekstur, þjónustusamninga, útboð o.fl. fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra. Sumar af stóru einingum innan háskólasjúkrahússins munu með tímanum fá aukið sjálfstæði og brotna upp í smærri einingar, t.d. endurhæfingarþjónustan, öldrunarþjónustan og barna- þjónustan svo eitthvað sé nefnt. Síðan má gera ráð fyrir að upp rísi stofnanir sem muni veita þessari stóru stofnun aðhald með samkeppni sem og bjóða aukið val fyrir sjúklinga og starfsfólk. Ásta: Við svona miklar breytingar, sem felast í sam- einingu þessara tveggja sjúkrahúsa, þá gerist ýmislegt annað. Þarna er verið að takast á við stór verkefni, búa til háskólasjúkrahús, tengja heilbrigðisþjónustuna og háskól- ann nánar saman, bæði til að styrkja þjónustuna og jafn- framt og ekki síst til að styrkja háskólann. Ég tel að um leið og þessi stóra stofnun verður til þá gefist líka tækifæri til að skiigreina á ný hvaða þjónustu á að veita á sjúkra- húsum og hvaða þjónustu á að veita annars staðar. Ég hef áhyggjur af því að fólki finnist að það þurfi að veita alla þjónustu á háskólasjúkrahúsi og sjúkrahúsið gíni þar af leiðandi yfir öliu. Við vitum að þróunin er sú um allan heim að það er farið að greina í meiri mæli hvað á að gera inni á sjúkrahúsum með sjúkrahúsinnlögn og hvað er mögulegt að gera annars staðar. Þetta þýðir að ákveðnar tegundir aðgerða eru ekki gerðar inni á háskólasjúkrahúsum. Ég tel að til að gegna skyldum sínum gagnvart nemendum í heilbrigðisgreinum verði háskólasjúkrahúsið og/eða háskólinn við slíkar breytingar að gera samkomulag við aðila úti í bæ til að veita þessi námstækifæri. Þjónustan mun færast meira út í samfélagið í framtíðinni, m.a. mun tæknin leiða til þess að sjúklingar munu í auknum mæli verða í tengslum við heilbrigðisstarfsmenn gegnum síma, myndsíma, tölvur og fleira slíkt, og það gerir þeim kleift að vera heima þrátt fyrir mikil veikindi. Ég held að við verðum að passa okkur á því að þetta nýja sjúkrahús verði ekki dragbítur á frekari þróun þjónustunnar með því að fólki finnist að öll þjónusta þurfi að vera til staðar þar. Valgerður: Hafa fleiri í ykkar hópi áhyggjur af því að öll þjónusta þurfi að vera til staðar á háskólasjúkrahúsi? Herdís: Ég held að náin tengsl milli uppeldisstofnunar og starfsvettvangs, þar sem hjúkrunarfræðingarnir koma til með að vinna, hafi mjög mikið að segja fyrir báða aðila. Og fyrir framþróun og sjálfsmynd fræðigreinar skiptir gott samstarf höfuðmáli. Ég er alveg sammála því sem Ásta segir, að það þarf að skilgreina mjög vel hvað á heima á háskólastofnuninni og hvað á heima annars staðar. Ég held það sé ekki nóg fyrir háskóladeild að líta þannig á að allt klínískt nám fáist í gegnum sjúkrahúsið, það verður að líta á önnur tækifæri og það verður að byggja upp öflugt samstarf við heilsugæsluna. Við vitum það allar hér, að hjúkrun á eftir að færast mjög mikið út í heilsugæsluna, þar liggja tækifærin, þau liggja utan sjúkrahúsa og þau liggja mjög mikið utan stofnana á þessari nýju öld. Við sjáum það í nýrri heilbrigðisáætlun, við sjáum það í mann- fjöldaáætlunum. Þangað eigum við að horfa varðandi þróunina og þangað eigum við að beina sjónum okkar og sjónum stúdenta. Ég held líka að samstarf við dreifbýlið og landsbyggðina sé mjög mikilvægt fyrir þróun fræðistéttar og fyrir háskólastéttina á þessu landi. Ég held því að það sé mjög mikilvægt að taka báðar menntastofnanirnar inn í myndina þegar við tölum um þróun sjúkrahúss. Ragnheiður: Ég held að við höfum allar, sem hér sitjum, lagt lóð á vogarskálarnar til þess að þessir draumar geti orðið að veruleika. Annars vegar að námsbrautin verði deild og hins vegar að stóra sjúkrahúsið okkar verði öflugra sem háskólasjúkrahús. Ég held því að okkur séu mjög Ijósir þeir kostir sem fylgja þessu og geta fylgt og það er gaman að fá það yfirlit sem hér hefur komið fram. En til að vera svolítið ögrandi í umræðunni, þó ekki sé annað, þá langar mig að benda á þá hugsanlegu ókosti sem þessu geta fylgt, til að við getum verið vakandi andspænis þeim. Að sjálfsögðu er ég ánægð með þennan árangur en tel nauðsynlegt að við séum vakandi fyrir hugsanlegum ókostum. Ásta benti á að sú hætta væri fyrir hendi að sjúkrahúsið myndi gína yfir öllu. Ég hef ekki mjög miklar áhyggjur af því, satt að segja, vegna þess að mér finnst ýmislegt í þróuninni benda til þess að menn séu ekki að fara þá leið, en það leiðir tíminn í Ijós. Annað sem mér finnst að við eigum að vera vakandi fyrir er að þegar starfsvettvangurinn og námsleiðin tvinnast frekar saman, þá er auðvitað fyrir hendi sú hætta að námið miðist við starfið og þarfir atvinnurekandans en miðist ekki við hina óvissu framtíð. Það er þekkt fyrirbæri að menntastofnanir og námsskrár endurspegla mjög gjarnan fortíðina, í besta falli samtíðina, en það er samt innsti kjarni náms að búa fólk undir hina óvissu framtíð. Og þessu sjónarmiði má ekki gleyma þegar búið er til háskólasjúkrahús, að við erum að búa nemendur undir eitthvað sem við getum ekki gert okkur í hugarlund. Þetta er eitt af hugsanlegum áhyggjuefnum mínum. Og í þriðja lagi langar mig að nefna - ég veit að margir eru mjög ósáttir við þetta sjónarmið því ég hef sett það fram áður - að það er viss hætta fyrir 98 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.