Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Síða 67

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Síða 67
og sjúkraþjálfun í 25 ár. Víðtækar breytingar fara nú fram í læknanáminu til að mæta nýjum tímum og nýjum atvinnu- tækifærum fyrir lækna. Hann taldi að hlutverk sjúkraþjálf- ara yrði veigameira í heilbrigðiskerfinu með aukinni áherslu á forvarnir, heilsueflingu og endurhæfingu. Marga Thome, forseti hjúkrunarfræðideildar Háskóla íslands, fjallaði um framtíðarsýn varðandi menntun hjúkr- unarfræðinga og Ijósmæðra. Hún sagði m.a. að ísland væri fyrsta Evrópulandið sem færði hjúkrunarfræði- menntun alfarið í háskóla og um 1400 íslenskir hjúkrunar- fræðingar hefðu lokið háskólamenntun eða um 60% stéttarinnar. Um 15% íslenskra hjúkrunarfræðinga hefðu lokið framhaldsnámi við erlenda háskóla. Að loknu kaffihléi fjallaði Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkr- unarfræðingur á landlæknisembættinu um mannaflaspár sjúkraliða og sagði m.a. að hlutfall sjúkraliða af heildarfjölda heilbrigðisstarfsmanna væri um 20% og Ijóst sé að fjölga þurfi í heilbrigðisþjónustunni um 300 einstaklinga með sjúkraliðaréttindi á ári á næstu fimm árum og síðan trúlega um 100 sjúkraliða á ári. Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis fjallaði um mannaflaspár lækna og Herdís Sveinsdóttir fjallaði um mannaflaspár hjúkrunarfræðinga. Herdís fjallaði um athug- anir og kannanir sem gerðar hafa verið á skorti á hjúkrunar- fræðingum, greindi frá hver mannafli hjúkrunarstéttarinnar er nú, hver þörfin er fram til ársins 2015 og hvaða afleiðingar skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa getur haft. Samkvæmt forsendum mannaflaspár vantar 319 stöðugildi hjúkrunarfræfðinga í dag til að fullnægja þörfinni en afleiðingar skorts á hjúkrunarfræðingum geta verið margvíslegar eins og komið hefur fram í könnun á vinnu- álagi og starfsánægju hjúkrunarfræðinga en niðurstöðurnar voru birtar í desemberhefti Tímarits hjúkrunarfræðinga. Anna Birna Jensdóttir, fjallaði um breyttar áherslur við mönnun öldrunarþjónustu og sagði m.a. að innan heilbrigðisþjónustunnar stefndi öldrunarþjónustan í að verða stærsti málaflokkurinn í takt við fjölgun aldraðra þar sem háöldruðum mun fjölga mest og tryggja þyrfti sam- keppnisstöðu öldrunarþjónustunnar hvað launakjör varðar og afnema fjöldatakmarkanir í hjúkrunarfræði og efla fjarkennslumöguleika. í lok ráðstefnunnar voru pallborðsumræður með þátt- töku fyrirlesara og fleiri aðila og var stjórnandi Ragnheiður Haraldsdóttir. Ráðstefnustjórar voru Ingimar Einarsson, skrifstofustjóri, og Margrét Björnsdóttir, skrifstofustjóri, en fundarstjórar voru Helgi Már Arthúrsson, upplýsingafulltrúi, og Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri. -vkj Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001 147

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.