Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 9
forstjóra á Landspítala, að á meðal hjúkrunarfræðinga erfjöldi sterkra leiðtoga og vel menntaðra og reyndra stjórnenda. Elsa sagði félagið þurfa að taka forustu í málum hjúkrunar, hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisþjónustunnar. Lagði hún áherslu á að félagið ynni með stjórnvöldum þar sem árangur næst ekki með andstöðu heldur með samvinnu. Hún sagði stjórn félagsins telja að tilkoma sjúkratryggingastofnunar verði til bóta bæði fyrir þá sem þjónustunnar njóta og þá sem hana veita. Stjórnin hefur einnig fagnað þeim möguleikum sem lög um heilbrigðisþjónustu frá 2007 hafa opnað hjúkrunarfræðingum til sjálfstæðs rekstrar og að taka að sér afmarkaða þætti heilbrigðisþjónustunnar. Að lokum Heiðursfélaginn Sólveig Guðlaugsdóttir umkringd hjúkrunarfræðingum af geðsviði Landspítala. Sólveig Guðlaugsdóttir tekur á móti viðurkenningu sem heiðursfélagi úr höndum Elsu B. Friðfinnsdóttur. ítrekaði Elsa að stjórn Fíh leggi áherslu á að yfir hverju sviði LSH séu sviðstjórar lækninga og hjúkrunar og að æðstu faglegu yfirmenn séu framkvæmdastjórar lækninga og hjúkrunar og hefur það að mati stjórnar Fíh reynst farsællega, bæði með tilliti til gæða þjónustunnar og rekstrarlegrar hagkvæmni. Ávarp ráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðis- ráðherra ávarpaði fundarmenn og ræddi m.a. tækifæri í íslenskri heilbrigðisþjón- ustu. Hann sagði að engar breytingar verði gerðar á heilbrigðisþjónustunni án samráðs við hjúkrunarfræðinga og ítrekaði að ekki stæði til að gera breytingar sem feli í sér ójafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu. í ræðu sinni fór Guðlaugur Þór yfir þau verkefni sem framundan eru. Sagði hann aðaláherslu heilbrigðisráðuneytisins vera á stefnumótun enda sé það hlutverk ráðuneytis. Stefnumótunin taki til allrar heilbrigðisþjónustunnar þ.m.t. heiisugæslunnar, sjúkrahúsa og stofnana um allt land. í ráði er að setja á fót sjúkratryggingastofnun sem ætlað er að annast kaup á allri heilbrigðisþjónustu ríkisins en Ijóst er að sífellt aukin eftirspurn verður eftir þjónustu heilbrigðiskerfisins í framtíðinni. Þá gat hann þess að Landlæknisembættinu hefur verið falið Ályktun um ráðningar læknanema í störf hjúkrunarfræðinga Alyktun um byggingu nýs Landspítala Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 84. árg. 2008 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.