Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Síða 18
Hrönn Hákansson, langholtsskoli@skoli.hg.is
GREIÐUR AÐGANGUR AÐ HJÚKRUNARMÓTTÖKU
HEILSUGÆSLUNNAR
Hjúkrunarfræðingar heyra oft kvartanir yfir hversu erfitt er að fá tíma hjá
heimilislækni. Það virðist ekki vera almennt þekkt að almenningur hefur
greiðan aðgang að þjónustu hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvunum á
dagvinnutíma.
Hjúkrunarmóttaka heilsugæslunnar er aö
jafnaði opin 8-16 á virkum dögum. Hægt
er að panta tíma hjá hjúkrunarfræðingi,
óska eftir viðtali við hjúkrunarfræðing í síma
eða koma og hitta hjúkrunarfræðinginn
„á vakt" án þess að gera boð á undan sér
ef erindið þolir ekki bið.
Hvert er hlutverk hjúkrunar-
fræðings í móttöku á
heilsugæslustöð?
Hjúkrunarfræðingurinn sinnir erindum
sem flokkast undir heilsuvernd, eins og
ráðgjöf, upplýsingagjöf og forvörnum.
Hjúkrunarfræðingar greina einnig og
meðhöndla ýmis heilbrigðisvandamál
af líkamlegum eða sálrænum toga.
Hjúkrunarfræðingurinn hefur jafnframt
yfirsýn yfir úrræði heilbrigðiskerfisins og
er í aðstöðu til að afla upplýsinga hjá
öðrum starfsstéttum og stofnunum eða
vísa erindinu til annarra fagaðila innan
eða utan heilsugæslustöðvarinnar.
Þjónustan getur verið nokkuð breytileg
miili heilsugæslustöðva og er til dæmis
nokkur munur á hjúkrunarþjónustu á
landsbyggðinni þar sem langt getur
verið á næsta sjúkrahús miðað við á
höfuðborgarsvæðinu. Einnig getur
verið nokkur breytileiki milli þjónustu
heilsugæslustöðva innan Heilsugæslu
höfðuborgarsvæðisins þar sem
stöðvarnar hafa ákveðið svigrúm til að
þróa og móta þjónustuframboð.
Helstu verkefni hjúkrunarfræðinga í
móttöku:
• Fræðsla, ráðgjöf, upplýsingagjöf
• Forvarnir (t.d. inflúensu og lungna-
bólgubólusetningar)
• Skyndimóttaka vegna slysa
• Móttaka vegna bráðra veikinda
andlegra sem líkamlegra
• Bólusetningar og ráðgjöf vegna
ferðalaga
• Meðferð vegna sára og/eða
húðvandamála
• Eftirlit með heilsufari og líðan (t.d.
blóðþrýstingur, blóðsykur, þyngd,
andleg líðan)
• Ákveðnar sýnatökur, rannsóknir
og mælingar (t.d. hjartalínurit,
einfaldar blóð- og þvagrannsóknir,
öndunarmælingar)
• Lyfjagjafir (t.d. sprautugjafir eða lyf til
innöndunar)
• Tilvísanir til annarra fagaðila innan eða
utan heilsugæslunnar
• Símaráðgjöf
Samvinna við aðrar starfstéttir
Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslu-
stöðvum vinna í nánu samstarfi við
aðrar starfsstéttir innan stöðvarinnar,
eins og Ijósmæður, heimilislækna,
barnalækna og sálfræðinga. Inni á
heilsugæslustöðvunum er gjarnan um
að ræða náið samstarf f teymum sem
þjónusta ákveðinn notendahóp. Auk
þess eiga hjúkrunarfræðingar samstarf
við fagaðila innan stofnunarinnar á öðrum
starfsstöðvum eftir þörfum. Einnig geta
hjúkrunarfræðingar sett sig í samband
við starfsfólk annarra heilbrigðisstofnana.
Hjúkrunarfræðingar eiga líka í samstarfi
við þjónustumiðstöðvar höfuðborgarinnar
og bæjarfélaganna og geta ráðfært sig
við sérfræðinga þar.
16
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008