Ráðunautafundur - 15.02.1988, Blaðsíða 13
-3-
landsbyggöarinnar, þ.e.a.s. tala brottfluttra umfram aöfluttra. Síöan hefur þessi
nettóbrottflutningur haldist nokkurnveginn. Þetta er mesti brottflutningur síðan fariö
var aö safna upplýsingum um flutninga 1961 og allt bendir til þess aö þetta séu
mesta byggöaröskun sögunnar. Svo miklir fólksflutningar eru þjóðfélaginu mjög
óhagkvæmir. í þeim héruöum og landshlutum sem tapa fólki veröur stöönun og
jafnvel afturför en í höfuöborgarsvæöinu stuðla flutningarnir aö því aö magna
spennu og veröbólgu, sem í góðæri er þó ærin fyrir.
Þegar jafnvægi náöist í byggöaþrómi um miöbik síöasta áratugs var nærri því réttur
helmingur atvinnuaukningar í landinu úti á landi. Mikil uppbygging fiskveiöa og
vinnslu samfara stækkun landhelginnar var leiðandi í þróuninni. En aö auki átti sér
stað mikil uppbygging þjónustu sem tengdist þessum atvinnuvegum og einnig
opinberrar þjónustú, sérstaklega skólakerfis og heilsugæslu auk þess sem
byggingasterfsemi öx til muna. Hinsvegar fækkaöi ársverkum í landbúnaöi öfugt viö
áratuginn á undan.
Eftir 1980 fór hlutfall þjónustugreina í heildar atvinnuuppbyggingu í landinu að vaxa
ört. Segja má að þessi þjónustuuppbygging hafi verið afleiöing þróunar framleiöslu-
atvinnuveganna úti á landi árin á undan. En vegna þess að höfuðborgarsvæöið er
þjónustumiðstöð landsins alls í meiri mæli en í nokkru landi ööru í okkar heimshluta
fór þessi þjónustuuppbygging aö langmestu leyti fram á höfuöborgarsvæöinu. Það
sem gerst hefur er að Island hefur þróast beint af frumframleiðslustiginu inn í
þjónustuþjóöfélagið, aö mestu leyti fram hjá iðnaðarþjóðfélaginu. Viö þetta hefur
hlutdeild landsbyggöarinnar í atvinnuuppbyggingunni dregist mjög saman, endaþótt
landsbyggöin hafi haldiö sínum hlut í þróun framieiösluatvinnuvqeganna sem
heildar. Athyglivert er aö atvinna sem heild hefur síöan 1980 ekki dregist saman í
neinum landshluta, þ.e. ársverkum hefur ekki fækkaö í neinu kjördæmi. Vöxturinn
hefur bara ekki verið nægur á landsbyggöinni. Þaö er aö sjálfsögðu veigamikill
þáttur í þessari þróun aö höfuðatvinnuvegur dreifbýlisins, landbúnaðurinn.hefur
dregist mikið saman á þessum árum í kjölfar talsverös samdráttar f tötu ársverka á
áttunda áratugnum. Frá 1981 til 1985 hefur ársverkum í landbúniaöi á svæðinu úr
Hvalfjarðarbotni hringinn um landið aö Hellisheiði syðra fækkaö úr 6353 í 5655
eöa um 11%. Samdráttur í landbúnaði og lækkun tekna margra bænda hefur bitnaö
mjög á þjónustumiðstöövum sveitanna, þeim þéttbýlisstöðunum sem mest hafa vaxiö
undanfarna áratugi. Það er kanske einmitt stöönun og jafnvel hnignun þjónustu-
kjarnanna á landsbyggöinni sem er mest áberandi breytingin á byggðaþróunar-
mynstrinu á þeim áratug sem nú er aö líða miðað viö undanfarna áratugi.
Þaö er góöra gjalda vert aö útskýra það sem gerst hefur, aö finna orsakir
byggðarftskunaráttunda'áratugarins. Gagnlegra er þó aö skilgreina ástand og horfur
núna qgreyna að finna leiöir til aö rétta hlut landsbyggöarinnar. Þetta er erfitt
verkefni eins og ég reyni aö gera grein fyrir hér á eftir. En í hnotskurn má lýsa hinu
almenna byggöavandamáli á eftirfarandi hátt. íbúar höfuöborgarsvæöisins eru fleiri
en íbúar landsbyggöarinnar. Hinsvegar er meðalaldur lægri á landsbyggöinni. Á
landsbyggðinni er nú fleira fólk sem koma mun inn á vinnumarkaðinn næstu tíu ár og
næstu tuttugu ár en á höfuðborgarsvæöinu. Ef jafnvægi ætti núna aö nást í
fólksflutningum þyrfti uppbygging atvinnu aö vera mun meiri mæld í störfum eöa
arsverkum heldur én í höfuöborgarsvæöinu. Nú er Ijóst að atvinnugreinar vaxa ekki
jafnt. Aöalvöxtur næstu ára veröur í þjónustugreinum og vonandi einnig einhver í
iöngreinum, atvinnugreinum höfuðborgarsvæöisins. Sjómönnum mun ekki fjölga aö
neinu marki. Tæknivæðing í fiskvinnslu mun koma í staö fólksfjölgunar. Bændum,
sem stunda heföbundinn landbúnaö, mun halda áfram aö fækka enn um sinn. Erfitt
er aö spá í mannaflaþörf nýrra búgreina. Horfurnar um þróun atvinnulífs
landsbyggöarinnar eftir svipuöu munstri og hingað til eru því afar slæmar en eins og
ég áöur sagði, vaxtarþörfin þar er samt mun meiri. Því eru allar horfur á