Ráðunautafundur - 15.02.1988, Blaðsíða 121
-111-
mikla geymd, en leir og méla eru nánast þétt, þó grop þeiira
sé mikið. Ung hraun og ófyllt berg eru vel lek, en geymd
þeirra er takmörkuð. Móberg (túff) hefur mikla geymd, en er
mis vel lekt. Ummyndun 1 bergi dregur mjög úr lekt og rýrlr
einnig geymd þess. Jarðmyndanir hafa lekt og geymd I
samræmi við gerð jarðlaga í þeim. Þær verða þó almennt
þéttari, þegar neðar dregur í jörðu, enda jarðlög þar fergð
og ummynduð. Það er því þrengra um jarðhltarásirnar en um
grunnvatnið í yfirborðslögunum. Sprungur og aðrar rásir, sem
höggun (tektonik) veldur, eru því mun þýðingarmeiri fyrir
jarðhitastreymið en fyrir ferskvatnið.
3. Vatnsgæfni jarðmyndana
Sem fyrr segir er ferskt grunnvatn mest í tengslum við
síðkvarterar jarðmyndanir. Mestu lindasvæði I byggð eru
tengd sprungureinum og hraunum. Rennsli frá þeim nemur
þúsundum 1/s. Má þar nefna Þingva11asvæðið, Mývatnssveit,
öxarfjörð - Kelduhverfi, Landssveit - Rangárvelli, Eldhraun
á Síðu, Biskupstungur - Laugardal og Húsafell - Hraunfossa í
Borgarfirði. fl Reykjanesskaga rennur ferskt grunnvatn beint
til sjávar svo nemur tugum þúsunda 1/s. Vatn er hægt að nema
úr lindum eða úr bergi með borholum í stórum stíl á þessum
svæðum. Háhitasvæði í eða við byggð eru einnig tengd þessum
jarðmyndunum, en þau eru á Reykjaneskaga austur í Hengil,
við Mývatn og í Öxarfirði - Kelduhverfi. flflmikil
lághitasvæði eru í Biskupstungum, Mosfellssveit og
Borgarfirði við jaðar þessa svæðis. Þar er hins vegar ekki
alls staðar eins auðvelt að afla ferskvatns.
F erskvatnsnám er allt torveldara og í smærri stil á
árkvarteru og tertíeru svæðunum. fl sunnanverðum Vestfjörðum
er berg óholufyllt í ofanverðum jarð1agastaf1anum og hafa
þar verið boraðar öflugar ferskvatnsholur, hvernig sem þær
svo endast við langtíma nýtingu. Öll vinnsla með dælingu eða
opnun vatnsrása með borun er truflun á náttúrulegum aðstæðum
og er ekki alltaf hægt að sjá afieiðingar hennar fyrir.
Dæling vatns úr jörðu er námuvinnsla að meira eða minna
leyti. Gildir það einkum, hvað varðar jarðhitann, því að þar
er truflunin jafnan stórfelld. Við jarðhitanámið þarf
iðulega að bæta við borholum, þegar ganga fer á forðann og
holurnar verða tregari á vatn.
Umtalsverð lághitasvæði eru víða um nyrðri hluta
landsins: fl sunnanverðum Vestfjörðum, við Djúp, á Ströndum,
1 Skagafirði, í Fljótum, í Eyjafirði og í Reykjadal -
Reykjahverfi. Ferskvatn er þar óvíða hægt að vinna úr bergi
og verður því að afla þess úr lausum jarðlögum, einkum
framhlaupum og þykkum áreyrum. Víða þarf þar að dæla
ferskvatninu. Þar sem lindavötn eru mikil en Jarðhiti enginh
eða af skornum skammti, eins og undir Eldhrauni og á
Rangárvöllum - Landssveit, má nýta vatnsmagnið til að knýja