Ráðunautafundur - 15.02.1988, Blaðsíða 124
-114-
án þess að hugað hafi verið að forsendum verksins. Þetta er
vond nýting á fé og framkvæmd, bæði einstaklinga og
þj6ðfé1agsins. Því hefur árin 1987 og 1988 verið lagt fram
almannafé til svæð i srannsókna á jarðrænum forsendum
fiskeldis. Orkustofnun hefur séð um þessar rannsóknir og
notið við það samvinnu heimamanna á h 1 utaðe i gand i svæðum. rt
þessum rannsóknum má byggja staðarval til fiskeldis og
frekari rannsóknir á þeim stöðum, eftir þvl sem þörf krefur.
2. Rannsóknir 0rkustofnunar
Rannsóknir 0rkustofnunar eru svæðisbundnar
könnunarrannsóknir á möguleikum á öflun ferskvatns og
jarðhita til fiskeldis. Þeim er ætlað að vera leiðbeinandi
um yfirlit yfir umfang möguleika á hyerju svæði, val
hentugustu staða, frekari undirbúningsrahnsóknir á þeim og
hagkvæma nýtingu þessarra ná11úruauð 1 i nda . Þær hófust vorið
1987 og stefnt er að því, að þeim ljúki árið 1989, enda
liggi þá fyrir viðunandi yfirlit um umrædd svæði. Rannsóknir
þessar beinast fyrst og fremst að þeim svæðum, þar sem helzt
var árangurs að vænta. Þó eru þar á meðal svæði, sem lítið
var vitað um, en ekki vonlaust, að einhverjir möguleikar
leyndust. Má þar nefna könnun á jarðhita1Ikum í
Vestur-Skaftafe11ssýs1u. Sú könnun reyndist jákvæð að því
leyti að telja má nú tilvist jarðhita á svæðinu staðfesta,
þó ekki sé hann endllega mikill. Val rannsóknarsvæða og
tímaröðun þeirra er að sjálfsögðu jafnan matsatriði. Fyrst
var litið á " feitu bitana", en síðan er ætlunin að kroppa um
mögru kjúkurnar.
Rannsóknum þessum er ætlaö að skila upplýsingum um
Jarðhita1íkur , þar sem stuðzt er við jarðlaga- og
sprungukort1agningu á yfirborði, mælingar á jarðviðnámi til
að kanna Jarðh i taástand djúpt í Jarðlögum, hita-, rennslis-
og efnagreiningar á jarðh i tavatn i á yfirborði og í borholum
og mælingar á hitastigli í rannsóknarborho1um.
Ferskvatnsrannsóknirnar lúta að rennsli, hita og
efnainniha1d i lindavatns, og árvatns þar sem ekki er öðru
til að dreifa svo og möguieikum á öflun ferskvatns úr lekum
Jarðlögum. Þær beindust einkum að þeim stöðum þar sem
nýtanlegs Jarðhita var von, eða rennsli linda mikið. Stefnt
er að því, að niðurstöður rannsókna á árinu 1987 komi út I
skýrslum fyrir sumarmál 1988. Hér verður stuttlega drepið á
helztu niðurstöður á hinum ýmsu svæðum.
2.1. Vestfirðir
Rannsökuð voru svæði á Suðurfjörðum, frá flrnarfirði til
Barðastrandar, við Inn-Djúp og á Ströndum frá
Ste i ngrímsfirði til Kaldbaksvlkur. rt SuðurfJörðunum er ali
víða heitt eða ylvolgt vatn, kalt vatn má vinna I
umtalsverðum mæli úr bergi og á þó nokkrum stöðum úr lausum