Ráðunautafundur - 15.02.1988, Blaðsíða 102
-92-
Ærnar eru þuí mjög viðkvæmar gagnvart kulda í húsunum
fyrst eftir rúning, vegna þess hve varmatapið er mikið. Um
leið og umhverfishitinn fer niður fyrir 4-5 C kemur fram
skjálfti í ánum (5) og þær standa þá gjarnan í keng. Fari
hitinn í húsunum niður fyrir frostmark má sjá, að holdlitlar
ær eru á mörkum þess að bera sig eftir fóðri og því komnar í
hættulegt ástand.
VII. Einanqrunarþörf húsa við vetrarrúninq
Þær ti1raunaniðurstöður , sem hér hefur verið greint frá ,
miðast við veðurfar á V/esturlandi, en einangrunarþör f húsanna
er að sjálfsögðu breytileg eftir landshlutum.
Ef gengið er út frá því, að æskilegur innihiti eftir
rúning sé ekki undir 10 C má með útreikningum (6,8) sýna fram
á að samband milli væntanlegs útihita og einangrunarþarfar sé
eftirfarandi:
Væntanlegur Þykkt einangrunarefnis ,. mm,
útihiti, °C til að viðhalda 10 C í húsunum
- 5................................ 0-25
- 10.............................. 25-50
- 15. ............................ 50-75
Tafla 4. Reiknað samhengi á milli væntanlegs útihita og þykkt
einangrunarefnis. (6)
Lægri gildin miðast við vel þétt hús og að ekki sé um
varmatap að ræða niður um gólfgrindur, en hærri gildin við
lakari aðstæður.
Vegna kostnaðar við klæðningu er hagkvæmara að einangra
minni útflöt með þykkari einangrun heldur en stærri flöt með
þynnra efni. í báðum tilvikum getur minnkun á varmatapi verið
sú sama. Samkvæmt tölum um hitafar í marsmánuði í hinum ýmsu
landshlutum (6,8) má leiða líkur að því, að á norðanverðu
landinu sé nægilegt að einangra loft húsanna með 50 mm ein-
angrunarefni. í köldustu sveitum er þó sennilega nauðsynlegt
að einangra alla útfleti. Á sunnanverðu landinu er líklega
nægilegt að setja 25-50 mm einangrun í loft húsanna, en í
hlýjustu sveitum má e.t.v. halda umræddu hitastigi í húsunum
án einangrunaraðgerða.
VIII. Áhrif qólfqerðar á ullarqæði
Töluvert liggur fyrir af athugunum á samspili húsvistar og
ullargæða (3,4,5,13), svo og áhrif rúningstíma á ullargæði og
magn og eru enn tilraunir í gangi um þetta efni. Hér verða
lauslega reifaðar þær niðurstöður er snerta ólíkar gólfgerðir,
þegar um vetrarrúning er að ræða.
I tilraunum (5) þar sem borin hafa verið saman hús með
venjulegum gólfrimlum (timbur) og taðgólf hefur eðlilega komið
í ljós að breytileiki milli ára er mjög mikill eftir þyí hvað