Ráðunautafundur - 15.02.1988, Blaðsíða 100
-90-
I óeinangruðu húsunum uerður þungaaukningin hins vegar um
helmingi minni. l/æru ærnar í slöku eldi fyrir rúning
(árin'77-'78) var ekki um neina þyngdaraukningu að ræða fyrstu
sex vikurnar eftir rúning, þótt sama fóðurmagn væri gefið
báðum hópunum.
Tímibil Þunqabreytinqar A-flokkur Einanqruð hús q/FE.kind.daq B-flokkur Óeinanqruð hús
1977-1978
Eram að rúningi 60,0 53,8 (-0,01)
Eftir rúning 96,8
1978-1979
Fram að rúningi 72,0 74,4
Eftir rúning.. 72,6 34,3
1979-1980
Fram að rúningi 91,7 95,4
Eftir rúning 90,1 39,5
Tafla 2. Þungabreytingar tilraunaánna fyrir og eftir rúning.
I framhaldsathugunum (2) þar sem bætt var viö þriðja
hópnum (C-flokkur), sem að lá við opin taðhús var át þeirra
töluvert minna eða að jafnaði um 0,04 FE á dag enda þyngingin
verulega minni að jafnaði, og er þá um að ræða ær sem í öllum
tilvikum voru vorrúnar. Þynging þeirra frá upphafi innistöðu
til mánaðarmóta apríl-maí er eðlilega mun minni og munar frá
um 2,5 kg/kind í allt að 10 kg. Þennan mun má sennilega rekja
til ýmissa þátta eins og heygæða og á hvaða fóðrunarstigi
hóparnir eru, og svo að sjálfsögðu breytilegs veðurfars. Séu
þessa þungabreytingar skoðaðar með hliðsjón af innbyrtri orku
virðast útigönguærnar þyngjast að jafnaði um 100 g/FE á dag,
en inniærnar um 130. Seinni hluta vetrar hækka tölurnar hjá
inniánum í um 150 en standa nokkuð í stað hjá útiánum. Þegar
borin eru saman holdstig milli þessara hópa yfir umrædd tíma-
bil kemur ekki fram raunhæfur munur.
Varðandi húsagerðir og fóðurþörf virðist því mega draga þá
ályktun að miðað við órúnar ær er ekki munur á fóðurþörf eftir
húsagerðum, en ær sem liggja við opin taðhús éta að jafnaði
minna og þyngjast einnig minna, en þó ekki svo að munur sé á
holdafari.
V/. frjósemi oq fæðinqarþunqi lamba
í tilraunum hefur verið kannað (1,2,5,) hvort munur væri á
frjósemi fjárins eftir húsagerðum. Eftirfarandi tölur sýna
útdrátt úr niðurstöðum tveggja tilrauna, sem hvor um sig stóð
í þrjú ár. Af þeim má marka að ekki er raunhæfur munur m.t.t.
húsagerða hvorki á frjósemi né fæðingarþunga lambanna, þegar
hvor þáttur er metin fyrir sig. Þá er heldur ekki munur á
fallþunga lambanna úr fyrri hluta tilraunarinnar, en seinni
hlutinn er ekki að fullu uppgerður.