Ráðunautafundur - 15.02.1988, Blaðsíða 60
-50-
1. tafla. Hlutfall tekna af ull og gærum í verðlagsgrundvelli
sauðfjárafurða (%).
ír Ull Gærur Samtals
1975 3,8 9,0 12,8
1980 7,4 7,2 14,6
1984 6,6 7,1 13,7
1987 6,3 6,1 12,4
Breytingar á verðlagningu á ull hvöttu til betri hirðu og hefur
innvegin ull á vetrarfóðraða kind aukist. Samkvæmt búreikningum
1986, var innlögð sauðfjárbúum. ull 2,02 kg eftir vetrarfóðraða kind á
Niðurgreiðslur hvöttu hins vegar ekki til bættrar
flokkunar, þar sem greidd var ákveóin krónutala á kg af
innlagðri ull, óháð gæðamati. Ullarkaupendur greiddu að
sjálfsögðu misjafnt verð eftir flokkum, en nióurgreiðslur höfðu
áhrif i átt til verðjöfnunar. Samkvæmt upplýsingum frá ílafossi
og Iðnaðardeild SlS, lækkaði hlutfall i Örvalsflokki um 8,5% á
timabilinu 1977 - 1984 en hlutfall i I. flokki jókst.
Meðalverð á ull var þvi i raun lægra 1984 en gert var ráð fyrir
i verðlagsgrundvelli (Stefán Aðalsteinsson, 1985).
Á siðasta ári var niðurgreiðslum breytt og þær ekki
greiddar fyrr en að loknu mati. Greitt er mismikið á hvern
gæðaflokk, mun minna fyrir II. og III. flokk en aðra flokka.
fihrif þessara breytinga eru ekki komin fram.
Kynbótastefna i sauðfjárrækt hefur markast af fyrrgreindum
verðmismun á ull og gærum annars vegar og kjöti hins vegar.
Aðaláherslan hefur verið lögö á auknar afurðir i kjöti og
vaxtarlag, sem talið er gefa best kjöt. Halldór Pálsson lagði
i sinu starfi áherslu á, aö féð ætti að vera hvitt á ull en gult
á haus og fótum. Ullin ætti að vera þelmikil með hrokknu og
ekki of löngu togi. Halldór segist snemma hafa hætt að fella
hrúta á sýningu fyrir gula eða slæma ull vegna þess hve ullin
þótti verðlitil. Þessi stefna mun litið breytt, nema að heldur
meiri gaumur hefur verið gefinn aó þvi að minnka gulan lit á ull
(Halldór Pálsson, 1972 og 1981, Sveinn Hallgrimsson, 1980). Sú
trú hefur verið lifseig, að gult fé væri afurðameira og