Ráðunautafundur - 15.02.1988, Blaðsíða 53
-43-
var borin saman dreifing vöðva um skrokkinn. Litill munur kom
fram i skiptingu vöðva milli skrokkhluta. Þó var u.þ.b. 3%
hærra hlutfall vöðvans i hryggnum á Hestlömbunum, sem stafar
af þyngri bakvöðva, og var þessi munur marktækur.
Þessar niðurstöður vekja spurningar, bæði gagnvart
ræktunarstefnunni og gildandi kjötmatsreglum. Það er ljóst, að
vegna siðufitunnar, er Hestlömbunum hættara við að falla i
mati en hinum með vaxandi þunga. Hins vegar hafa þau yfirburði
i þykkt bakvöðvans og læraholdum, sem eru mikilvægir
gæðaþættir út af fyrir sig. Spurningin gagnvart kjötmatinu er
sú, hvort réttlætanlegt sé að miða fituflokkun jafn einhliða
við fituþykkt á siðunni og nú er gert. Sú staðreynd, að báðir
lambahóparnir höfðu jafnmikla vöðva, þrátt fyrir að þéttvöxnu
skrokkarnir mældust 2,6 mm þykkari á siðunni bendir eindregið
til, að taka verði aukið tillit til vaxtarlags og
fitudreifingar við fituflokkun dilkakjöts. Þetta sama hafði
reyndar komið fram i fyrri rannsóknum, þar sem mismunandi
gæðaflokkar voru bornir saman og frá var skýrt á
ráðunautafundi 1985.
Við frekari úrvinnslu fyrrgreindra gagna úr
afkvæmarannsóknum á Hesti, þar sem beitt var s.k.
höfuðþáttagreiningu ("principal components"-aðferð) kom fram,
að greina mætti féð i fleiri geröir m.t.t. vefjasamsetningar.
Ein sú gerð sameinar þá kosti, sem sóst er eftir, þ.e. þykka
vöðvabyggingu og tiltölulega þunnt fitulag. Veruleikinn styður
þessa tölfræðilegu niðurstöðu, með þvi að öðru hvoru koma fram
hrútar við afkvæmarannsóknir, sem skera sig úr að þessu leyti.
Sterkasta dæmið úr nánustu fortið á Hesti er hrúturinn
Strammi, sem átti afkvæmahóp haustið 1984 og hefur siðan verið
á sæðingarstöðvum. Nokkur mikilvægustu atriði úr þeirri
rannsókn eru dregin fram i 4. töflu þar sem föll undan Stramma
eru borin saman við meðaltöl allra hrútanna og jafnframt þess
hrúts, sem verst kom út það árið. f stuttu máli skaraði
Strammi fram úr hvað varðar bakvöðva og fituþykkt, kom best út
i stigagjöf fyrir læri og gaf lömb með miðlungs
fótleggjalengd. Sá hrúturinn sem feitast gaf og minnstan
vöðva, gaf lika lökustu lærin. Taflan sýnir einnig reiknuð
gildi fyrir vöðva- og fituhlutföll skrokkanna, og þar eru