Ráðunautafundur - 15.02.1988, Blaðsíða 52
-42-
3.tafla. Samanburður á kjötgæðaeiginleikum lamba frá Hesti
og Skriðuklaustri 1986. Lömbum slátrað af úthaga og
þau borin saman að jöfnum fallþunga, 15,7 kg.
A. Skrokkmál.
Hestur Skriðukl. Mism. %'
Lærastig 3,8 3,2 17 **
Frampartsstig 3,9 3,3 17 **
Lengd langl., T (mm) 189 203 7 **
Klofdypt, F (mm) 245 264 7 **
Lengd fótleggjar (mm) 111 118 6 **
Þykkt bakvöðva, B (mm) 26,4 21,9 19 **
Flatarm. bakv., AxB (cm2) 14,5 11,7 21 **
Bakfita, C (mm) 3,0 3,1 3 E.R.
Siðufita, J (mm) 9,9 7,3 30 **
B. Vefjahlutföll.
Hestur Skriðukl. Mism. %
Vöðvi % 61,4 61,0 0,6 E.R.
Fita % 26,6 25,4 4,6 *
Bein % 12,0 13,5 11,8 **
Hlutf. vöðvi : bein 5,15 4,53 12,8 **
Hlutf. vöðvi : fita 2,29 2,35 2,6 E.R.
3. tafla A, sýnir greinilega vaxtarlagsmun þessara
tveggja stofna. Þannig eru öll lengdarmál styttri á
Hestlömbunum, en þau fá hins vegar mun hærri stig fyrir læri
og frcunpart, hafa u.þ.b. 20% þykkri og þverskurðarmeiri
bakvöðva og jafnframt 30% þykkri fitu á siöunni, þótt munur á
bakfitu sé enginn. Þessar niðurstöður eru i ótrúlega góðu
samræmi við 1. töflu og það sem áður sagði um erfðasambönd
skrokkmála.
3. tafla B, sýnir vefjahlutföll sömu lamba skv.
krufningarniðurstöðum. Megin munurinn felst i beinaþunga, en
Klausturlömbin höfðu 12% þyngri bein. Einnig var raunhæfur
munur á fituhlutfalli, þar sem Hestslömbin höfðu tæplega 5%
meiri fitu en á vöðvahlutfalli reyndist ekki marktækur munur.
Hlutfall vöðva og beina var þvi um 13% hærra á
Hestlömbunum, sem er hámarktækt, en munur var litill og
ómarktækur á hlutfalli vöðva og fitu. í þessari sömu rannsókn