Ráðunautafundur - 15.02.1988, Blaðsíða 47
-37-
Þar kemur fram, að framlegðin eykst nokkurn vegin
linulega úr 1616 kr/kind á lökustu búunum með 1-1,09 fædd lömb
eftir kind i 3828 kr á búum með 1,6 lömb eða meira. Þar er
ekki siður athyglisvert að breytilegur kostnaður er áþekkur á
öllum þessum flokkum búa, sem sýnir að úrval fyrir aukinni
frjósemi er jafn skynsamleg nú og áður, þrátt fyrir gildandi
takmarkanir á framleiðslumöguleikum einstakra búa. Þurfi menn
að draga saman framleiðslu, virðist augljóst, að heldur skuli
fækka fénu en framleiða færri lömb eftir vetrarfóðraða kind.
íslenskur sauðfjárbúskapur byggist að stórum hluta á
nýtingu úthagagróðurs yfir sumarið. Það er augljóst keppikefli
að ná sem mestum hluta af vexti lambanna á ódýrri úthagabeit
og vera sem minnst háður haustbötun, þótt bændur ættu ávalt að
vera við þvi búnir að geta batað lakasta hluta lambanna heima
fyrir slátrun. Með þvi að velja ásetningslömb eftir þunga
þeirra og einnig með tilliti til afurðastigs mæðra er verið að
velja fyrir aukinni mjólkurlagni fyrst og fremst en jafnframt
fyrir vaxtargetu. Þessir eiginleikar eru og verða mikilvægir,
hvað sem líður framleiðslutakmörkunum.
III. Markaðskröfur oa kiötqæði
Kjötgæði eru afstætt hugtak, sem skilgreina má á fleiri
en einn veg. Mikilvægasti mælikvarðinn er smekkur neytandans,
sem endurspeglast i vilja hans til að greiða aukalega fyrir
þau gæði sem hann metur mest. Smekkur fólks á kjöti er
ákafiega breytilegur eftir löndum, jafnvel héruðum,
þjóðfélagsstöðu, kynferði, aldri og einstaklingum. Það hlýtur
að vera eitt meginmarkmið framleiðandans að fullnægja eftir
föngum óskum marðaðarins; þannig tryggir hann best aukna sölu
afurða sinna og jákvæð viðhorf neytenda. Þótt þessar óskir séu
sibreytilegar, snerta þær ávalt einn eða fleiri af
eftirgreindum eiginleikum: þunga skrokksins, hlutföll vöðva,
fitu og beina, dreifingu vefjanna um skrokkinn, vaxtarlag og
lostætni kjötsins (lit, áferð, bragð, lykt og meirni) .
Sáralitlar kannanir hafa verið gerðar hér á landi á þvi,
hvers konar kjöt er seljanlegast með tilliti til ofangreindra
eiginleika. Óhætt er þó að fullyrða, að allir vilji bragðgott