Ráðunautafundur - 15.02.1988, Blaðsíða 120
-110-
grunnvatnsstraumum djúpt í jörð nlður. Þar hitnar vatnið af
völdum varmastreym i s úr iðrum jarðar. Þetta varmastreymi er
sums staðar mjög öflugt, einkum á virku gosbeltunum, en þar
er það talið standa í sambandi við hraunkviku djúpt í jörð.
Hlutfall vatns og varma ræður hitastigi vatnsins og þvl þá,
hvort það er I fljútandi formi eða sem gufa. Háhitasvæði
landsins liggja á virku gosbeltunum. Með hækkandi hita verða
öll efnahvörf við bergið örari og efnainnihald vatnsins
eykst. A háhitasvæðunum getur elnnig gætt gasa úr
hraunkvikunni . Efnasamsetningin getur þá gert vatnið óhæft
til beinna nota við fiskeldi. Þá þarf að hita upp ferskvatn
með varmaskiftum , en það er oft af skornum skammti á
háhitasvæðunum. Hins vegar er varmaafl þeirra langmest og
felst í þessu vandi nokkur við nýtingu jarðhitans til
fiskeldis. Vatnsmestu 1 ágh i tasvæðin eru við jaðra
síðkvartera gosbe1tisins, eða skammt undan þvl.
2. Grunnvatnsrennsli
Ferskt grunnvatn er bezti fiske1disvökvinn á landi og
jarðvarmihn er borinn af grunnvatni. Könnun á jarðrænum
forsendum fiskeldis er þvl fyrst og fremst tengd
grunnvatnsrennsli , djúpt eða grunnt I jörðu, og ástandi
þessa grunnvatns, hvað varðar efnainnihald og mengun. Þess
vegna er vert að rifja upp höfuðatriði varðandi
grunnvatnsrenns1ið. Grunnvatnið rennur gegnum göt en ekki
heilt berg eða ósamtengd göt. Hlutfall holrýmis I jarðlögum
er kallað "grop" (porositet), en hlutfall samtengs holrýmis,
sem vatn getur streymt um, er kallað "virkt grop". Úr þessu
holrými má ná vatni og samsvarar það því að verulegu leyti
"geymd" (storage) jarðlaganna. Streymið er greiðast, ef
götin eru stór og hentug I laginu. Hæfni jarðlaga til að
veita vatni er kölluð " 1 e k t" (permeabilltet) og hefur lltið
með tölugildi grcps að gera. Rennsli (vatnsmagn) um
jarðlögin er svo háð lektinnl og þykkt (þversniði)
jarðlaganna, en margfeldi þeirra er kallaö "leiðni"
(transmissivitet). Galopnar sprungur eru lang stærstu göt,
sem völ er á I jörðinni, og getur rennsli um þær verið
mikið. Talað er um "æðar" I borholum, og er sú hugmynd frá
b1óðtökumönnum miðalda. I raun er þar um að ræða lek
jarðlög, jarðlagamót eða sprungur, sem öll hafa flatarlega
útbreiðslu. Vel lek jarðlög eða opnur (sprungur) eru kölluð
veitar (aquifer) en þétt jarðlög stemmar (aquiclude).
Aflvaki grunnvatnsstreymisins er orkubrattinn (energi
gradient) I grunnvatninu , sem er nokkuð I samræmi vlð halla
grunnvatnsborðs I opnum veitum, en þrýstingsmun I lokuðum
veitum, t.d. I flestum jarðhitakerfum . Þar skiftir
eð1isþyngdarmunur vegna hitamunar og gufuþrýstingur einnig
máli.
Jarðlögin eru mjög mis vel lek eftir því hver gerð
þeirra er. Gróf og hrein möl er bæði mjög vel lek og hefur