Ráðunautafundur - 15.02.1988, Blaðsíða 63
-53-
íslensku ullinni, hefur blöndun með erlendri ull aukist verulega
undanfarin ár og er innflutt ull, sem notuö er i iðnaói
jafnmikil eða meiri en innvegin íslensk ull og lítið er um
framleiðslu á vörum úr óblandaóri islenskri ull.
Islenskar gærur þykja úrvalshráefni til sútunar. Kostir
þeirra eru létt og sveigjanleg skinn, sem henta vel i
mokkavinnslu og fataleöur. Einnig er stærðin talin heppileg
fyrir hámarksnýtingu til fatagerðar. Undanfarin ár hefur
fullvinnsla á gærum aukist innanlands. Mokkaskinn gefa hæst
veró og er mest unnið af þeim, en nokkuð er einnig sútaö af
leóri og loðskinnum eða skrautskinnum (Oddur Eiriksson, 1986) .
Alvarlegasti eðlisgalli á gærum er tviskinnungur og einnig
er gegnumslipun eóa djúpar hárrætur, sem koma fram á
holdrosahlið mokkaskinna verulegt vandamál. Hvaó ullina varðar,
þá fara óskir ullar- og sútunariðnaðar saman. Helstu vandamálin
eru gulur litur á hvitum gærum, dökkir blettir á hvitum gærum og
of mikið af mislitum gærum. Sútun i leður leysir þó nokkurn
vanda i þessu efni, þar nýtast mislitu gærurnar.
I 3. töflu er yfirlit um stærð, þyngd og hlutfallslega
þykkt á gærum i rannsóknunum 1984 og 1985.
3. tafla. Meðaltöl og meðalfrávik stærðar, þyngdar og
þyngdar á flatareiningu á mokkasútuðum gærum.
1984 1985
mt. m. fráv. mt. m. fráv.
Stærð, dm2 72,66 5,41 73,85 4,65
Þyngd, g 571,1 579,0
G/dm2 7,86 0,66 7,84 0,63
Gerð var itarleg grein fyrir rannsóknum á tviskinnungi á
Ráöunautafundi 1986 og kom þar m.a. fram, að tviskinnungur er
mjög útbreiddur i islenskum lambsgærum. Einungis 20% skinna,
sem metin voru 1984-1985 reyndust laus við tviskinnung.